Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. apríl 2018 07:00 Faðir systkinanna hafði ekki gert grein fyrir tekjum frá lífeyrissjóði og úr séreignarsparnaði við gerð áætlunar. Vísir/Pjetur Systkin þurfa að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan örorkulífeyri föður síns heitins. Systkinin eru tekjulitlir námsmenn og töldu að fella ætti kröfuna niður vegna sérstakra aðstæðna. TR og úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚRV) féllust ekki á þau rök. Faðir systkinanna fékk örorkulífeyri greiddan frá 1. júlí 2015 og þar til hann lést árið 2016. Í tekjuáætlun var gerð grein fyrir tekjum vegna atvinnuleysisbóta en ekki var gerð grein fyrir greiðslum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Fékk hann því ofgreiddar bætur sem því nam. TR lýsti þeirri kröfu í dánarbú mannsins. Skipti á dánarbúinu standa yfir. Í ljós hafi komið að búið var skuldugt og í því var meðal annars að finna yfirdráttarskuld, skuld vegna VISA-korts og skuld við ríkisskattstjóra. Systkinin eru bæði í námi í háskóla. Annað þeirra vinnur lítið samhliða námi en hitt reiðir sig alfarið á framfærslulán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Vísuðu þau til ákvæðis í reglugerð um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags þar sem segir að heimilt sé að falla frá endurkröfu ofgreiddra bóta „ef alveg sérstakar aðstæður eru fyrir hendi“.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/HANNAÍ kæru systkinanna til ÚRV segir að það að missa föður sinn skyndilega hafi reynst þeim erfið þraut sem meðal annars hafi seinkað þeim í námi. Ekki hafi bætt úr skák að faðir þeirra hafi skilið eftir sig skuldir. Útlit sé fyrir að þau þurfi að taka bankalán til að greiða skattskuld hans og það sé aðeins lítill hluti þess sem greiða þurfi. Í greinargerð TR segir að þar sem skiptum sé ekki lokið beri dánarbúið ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með einkaskiptum muni þau bera ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með því að búið sé lýst eignalaust beri systkinin ekki ábyrgð á þeim. Þar segir enn fremur að stofnunin hafi metið fjárhagsstöðu búsins og erfingja þess í kjölfar kröfu þess efnis. Það var niðurstaða TR að eignir þess væru umfram skuldir. Þá væru erfingjarnir tveir um greiðslu skuldar föður síns og hefðu ekki sýnt fram á nein vanskil. Því væri ekki ástæða til að taka kröfu þeirra til greina. ÚRV taldi að föður þeirra hefði mátt vera ljóst að tekjur úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði ættu að hafa áhrif á bætur hans. Þá taldi nefndin að þrátt fyrir að systkinin hefðu litlar tekjur þá væru eignir þeirra umfram skuldir. Nefndin féllst á rök TR og hafnaði kröfum systkinanna. „Eins og staðan er í dag þá skerða allar skattskyldar tekjur örorkulífeyri. Í mínum huga þá finnst mér þetta afskaplega óréttlátt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Mörgum finnst þetta nánast eignaupptaka. Við vinnum ævina alla og borgum í lífeyrissjóð og síðan hirðir ríkið það allt til baka. Við búum hreinlega við ömurlegt kerfi,“ segir Þuríður. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Systkin þurfa að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan örorkulífeyri föður síns heitins. Systkinin eru tekjulitlir námsmenn og töldu að fella ætti kröfuna niður vegna sérstakra aðstæðna. TR og úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚRV) féllust ekki á þau rök. Faðir systkinanna fékk örorkulífeyri greiddan frá 1. júlí 2015 og þar til hann lést árið 2016. Í tekjuáætlun var gerð grein fyrir tekjum vegna atvinnuleysisbóta en ekki var gerð grein fyrir greiðslum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Fékk hann því ofgreiddar bætur sem því nam. TR lýsti þeirri kröfu í dánarbú mannsins. Skipti á dánarbúinu standa yfir. Í ljós hafi komið að búið var skuldugt og í því var meðal annars að finna yfirdráttarskuld, skuld vegna VISA-korts og skuld við ríkisskattstjóra. Systkinin eru bæði í námi í háskóla. Annað þeirra vinnur lítið samhliða námi en hitt reiðir sig alfarið á framfærslulán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Vísuðu þau til ákvæðis í reglugerð um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags þar sem segir að heimilt sé að falla frá endurkröfu ofgreiddra bóta „ef alveg sérstakar aðstæður eru fyrir hendi“.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/HANNAÍ kæru systkinanna til ÚRV segir að það að missa föður sinn skyndilega hafi reynst þeim erfið þraut sem meðal annars hafi seinkað þeim í námi. Ekki hafi bætt úr skák að faðir þeirra hafi skilið eftir sig skuldir. Útlit sé fyrir að þau þurfi að taka bankalán til að greiða skattskuld hans og það sé aðeins lítill hluti þess sem greiða þurfi. Í greinargerð TR segir að þar sem skiptum sé ekki lokið beri dánarbúið ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með einkaskiptum muni þau bera ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með því að búið sé lýst eignalaust beri systkinin ekki ábyrgð á þeim. Þar segir enn fremur að stofnunin hafi metið fjárhagsstöðu búsins og erfingja þess í kjölfar kröfu þess efnis. Það var niðurstaða TR að eignir þess væru umfram skuldir. Þá væru erfingjarnir tveir um greiðslu skuldar föður síns og hefðu ekki sýnt fram á nein vanskil. Því væri ekki ástæða til að taka kröfu þeirra til greina. ÚRV taldi að föður þeirra hefði mátt vera ljóst að tekjur úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði ættu að hafa áhrif á bætur hans. Þá taldi nefndin að þrátt fyrir að systkinin hefðu litlar tekjur þá væru eignir þeirra umfram skuldir. Nefndin féllst á rök TR og hafnaði kröfum systkinanna. „Eins og staðan er í dag þá skerða allar skattskyldar tekjur örorkulífeyri. Í mínum huga þá finnst mér þetta afskaplega óréttlátt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Mörgum finnst þetta nánast eignaupptaka. Við vinnum ævina alla og borgum í lífeyrissjóð og síðan hirðir ríkið það allt til baka. Við búum hreinlega við ömurlegt kerfi,“ segir Þuríður.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent