Árni Björn slær nýtt met Telma Tómasson skrifar 7. apríl 2018 21:15 Afreksknapinn Árni Björn Pálsson gerði sér lítið fyrir og varð sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í fjórða sinn eftir hörkuspennandi úrslitakvöld í TM reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Hann innsiglaði sigurinn með góðu gengi í töltkeppni og úrvals spretti í flugskeiði. Með þessu slær Árni Björn nýtt met en enginn hefur áður unnið einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni jafn oft. Keppt var í tveimur greinum í gærkvöldi á lokamóti Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum, tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Árni Björn mætti með Ljúf frá Torfunesi í töltið, sýningin í forkeppni ekki hnökralaus, en góð einkunn, 7,80, og fjórða sætið. Árni Björn er þekktur fyrir keppnisskap og áræðni, setti meiri kraft í sýningu sína í A-úrslitum og uppskar annað sætið með 8,25 í aðaleinkunn. Sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 Sport og má sjá brot úr sýningu Árna Björns í úrslitunum í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrirséð var að Árni Björn og Jakob Svavar Sigurðsson myndu berjast um efsta sætið í einstaklingskeppninni, enda skildu aðeins eitt og hálft stig þá að fyrir lokagreinarnar tvær. Munurinn jókst lítillega eftir töltið, þrjú og hálft stig var á milli þeirra og leiddi Jakob Svavar, en hann sigraði töltkeppnina glæsilega á Júlíu frá Hamarsey. Þá var einungis flugskeiðið eftir, einföld tímataka og fljótasti sprettur myndi ráða úrslitum. Og það kom á daginn. Spennan magnaðist enn meir eftir fyrsta sprett en hann mistókst bæði hjá Jakobi Svavari og Árna Birni. Síðari spretturinn tókst hins vegar frábærlega hjá Árna Birni, flaug hann í gegnum höllina á Skykkju frá Breiðholti í Flóa á 4,88 sekúndum og uppskar þriðja sætið í keppnisgreininni og vann sér inn átta dýrmæt stig með því. Jakobi Svavari fataðist hins vegar flugið aftur, hestur hans lá ekki á skeiði og fór hann stigalaus út úr keppnisgreininni. Þessi niðurstaða varð til þess að Árni Björn skaust í heildarstigum upp fyrir Jakob Svavar, endaði með 52,5 stig og sigraði þar með Meistaradeildina í ár. Jakob Svavar varð annar með 48 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 35 stig. Sjá má úrslitasprett Árna Björns í meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður í A-úrslitum í tölti: 1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 8.78 2 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 8.25 3 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 8.17 4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti 7.61 5 Guðmundur F. Björgvinsson Austri frá Úlfsstöðum 7.50 6 Teitur Árnason Sólroði frá Reykjavík 7.06Bestu tímar í flugskeiði: 1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek 2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek 3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek 4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek 5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek 6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sek Hestar Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Sjá meira
Afreksknapinn Árni Björn Pálsson gerði sér lítið fyrir og varð sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í fjórða sinn eftir hörkuspennandi úrslitakvöld í TM reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Hann innsiglaði sigurinn með góðu gengi í töltkeppni og úrvals spretti í flugskeiði. Með þessu slær Árni Björn nýtt met en enginn hefur áður unnið einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni jafn oft. Keppt var í tveimur greinum í gærkvöldi á lokamóti Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum, tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Árni Björn mætti með Ljúf frá Torfunesi í töltið, sýningin í forkeppni ekki hnökralaus, en góð einkunn, 7,80, og fjórða sætið. Árni Björn er þekktur fyrir keppnisskap og áræðni, setti meiri kraft í sýningu sína í A-úrslitum og uppskar annað sætið með 8,25 í aðaleinkunn. Sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 Sport og má sjá brot úr sýningu Árna Björns í úrslitunum í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrirséð var að Árni Björn og Jakob Svavar Sigurðsson myndu berjast um efsta sætið í einstaklingskeppninni, enda skildu aðeins eitt og hálft stig þá að fyrir lokagreinarnar tvær. Munurinn jókst lítillega eftir töltið, þrjú og hálft stig var á milli þeirra og leiddi Jakob Svavar, en hann sigraði töltkeppnina glæsilega á Júlíu frá Hamarsey. Þá var einungis flugskeiðið eftir, einföld tímataka og fljótasti sprettur myndi ráða úrslitum. Og það kom á daginn. Spennan magnaðist enn meir eftir fyrsta sprett en hann mistókst bæði hjá Jakobi Svavari og Árna Birni. Síðari spretturinn tókst hins vegar frábærlega hjá Árna Birni, flaug hann í gegnum höllina á Skykkju frá Breiðholti í Flóa á 4,88 sekúndum og uppskar þriðja sætið í keppnisgreininni og vann sér inn átta dýrmæt stig með því. Jakobi Svavari fataðist hins vegar flugið aftur, hestur hans lá ekki á skeiði og fór hann stigalaus út úr keppnisgreininni. Þessi niðurstaða varð til þess að Árni Björn skaust í heildarstigum upp fyrir Jakob Svavar, endaði með 52,5 stig og sigraði þar með Meistaradeildina í ár. Jakob Svavar varð annar með 48 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 35 stig. Sjá má úrslitasprett Árna Björns í meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður í A-úrslitum í tölti: 1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 8.78 2 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 8.25 3 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 8.17 4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti 7.61 5 Guðmundur F. Björgvinsson Austri frá Úlfsstöðum 7.50 6 Teitur Árnason Sólroði frá Reykjavík 7.06Bestu tímar í flugskeiði: 1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek 2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek 3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek 4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek 5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek 6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sek
Hestar Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Sjá meira