Árni Björn slær nýtt met Telma Tómasson skrifar 7. apríl 2018 21:15 Afreksknapinn Árni Björn Pálsson gerði sér lítið fyrir og varð sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í fjórða sinn eftir hörkuspennandi úrslitakvöld í TM reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Hann innsiglaði sigurinn með góðu gengi í töltkeppni og úrvals spretti í flugskeiði. Með þessu slær Árni Björn nýtt met en enginn hefur áður unnið einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni jafn oft. Keppt var í tveimur greinum í gærkvöldi á lokamóti Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum, tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Árni Björn mætti með Ljúf frá Torfunesi í töltið, sýningin í forkeppni ekki hnökralaus, en góð einkunn, 7,80, og fjórða sætið. Árni Björn er þekktur fyrir keppnisskap og áræðni, setti meiri kraft í sýningu sína í A-úrslitum og uppskar annað sætið með 8,25 í aðaleinkunn. Sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 Sport og má sjá brot úr sýningu Árna Björns í úrslitunum í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrirséð var að Árni Björn og Jakob Svavar Sigurðsson myndu berjast um efsta sætið í einstaklingskeppninni, enda skildu aðeins eitt og hálft stig þá að fyrir lokagreinarnar tvær. Munurinn jókst lítillega eftir töltið, þrjú og hálft stig var á milli þeirra og leiddi Jakob Svavar, en hann sigraði töltkeppnina glæsilega á Júlíu frá Hamarsey. Þá var einungis flugskeiðið eftir, einföld tímataka og fljótasti sprettur myndi ráða úrslitum. Og það kom á daginn. Spennan magnaðist enn meir eftir fyrsta sprett en hann mistókst bæði hjá Jakobi Svavari og Árna Birni. Síðari spretturinn tókst hins vegar frábærlega hjá Árna Birni, flaug hann í gegnum höllina á Skykkju frá Breiðholti í Flóa á 4,88 sekúndum og uppskar þriðja sætið í keppnisgreininni og vann sér inn átta dýrmæt stig með því. Jakobi Svavari fataðist hins vegar flugið aftur, hestur hans lá ekki á skeiði og fór hann stigalaus út úr keppnisgreininni. Þessi niðurstaða varð til þess að Árni Björn skaust í heildarstigum upp fyrir Jakob Svavar, endaði með 52,5 stig og sigraði þar með Meistaradeildina í ár. Jakob Svavar varð annar með 48 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 35 stig. Sjá má úrslitasprett Árna Björns í meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður í A-úrslitum í tölti: 1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 8.78 2 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 8.25 3 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 8.17 4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti 7.61 5 Guðmundur F. Björgvinsson Austri frá Úlfsstöðum 7.50 6 Teitur Árnason Sólroði frá Reykjavík 7.06Bestu tímar í flugskeiði: 1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek 2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek 3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek 4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek 5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek 6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sek Hestar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Afreksknapinn Árni Björn Pálsson gerði sér lítið fyrir og varð sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í fjórða sinn eftir hörkuspennandi úrslitakvöld í TM reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Hann innsiglaði sigurinn með góðu gengi í töltkeppni og úrvals spretti í flugskeiði. Með þessu slær Árni Björn nýtt met en enginn hefur áður unnið einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni jafn oft. Keppt var í tveimur greinum í gærkvöldi á lokamóti Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum, tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Árni Björn mætti með Ljúf frá Torfunesi í töltið, sýningin í forkeppni ekki hnökralaus, en góð einkunn, 7,80, og fjórða sætið. Árni Björn er þekktur fyrir keppnisskap og áræðni, setti meiri kraft í sýningu sína í A-úrslitum og uppskar annað sætið með 8,25 í aðaleinkunn. Sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 Sport og má sjá brot úr sýningu Árna Björns í úrslitunum í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrirséð var að Árni Björn og Jakob Svavar Sigurðsson myndu berjast um efsta sætið í einstaklingskeppninni, enda skildu aðeins eitt og hálft stig þá að fyrir lokagreinarnar tvær. Munurinn jókst lítillega eftir töltið, þrjú og hálft stig var á milli þeirra og leiddi Jakob Svavar, en hann sigraði töltkeppnina glæsilega á Júlíu frá Hamarsey. Þá var einungis flugskeiðið eftir, einföld tímataka og fljótasti sprettur myndi ráða úrslitum. Og það kom á daginn. Spennan magnaðist enn meir eftir fyrsta sprett en hann mistókst bæði hjá Jakobi Svavari og Árna Birni. Síðari spretturinn tókst hins vegar frábærlega hjá Árna Birni, flaug hann í gegnum höllina á Skykkju frá Breiðholti í Flóa á 4,88 sekúndum og uppskar þriðja sætið í keppnisgreininni og vann sér inn átta dýrmæt stig með því. Jakobi Svavari fataðist hins vegar flugið aftur, hestur hans lá ekki á skeiði og fór hann stigalaus út úr keppnisgreininni. Þessi niðurstaða varð til þess að Árni Björn skaust í heildarstigum upp fyrir Jakob Svavar, endaði með 52,5 stig og sigraði þar með Meistaradeildina í ár. Jakob Svavar varð annar með 48 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 35 stig. Sjá má úrslitasprett Árna Björns í meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður í A-úrslitum í tölti: 1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 8.78 2 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 8.25 3 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 8.17 4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti 7.61 5 Guðmundur F. Björgvinsson Austri frá Úlfsstöðum 7.50 6 Teitur Árnason Sólroði frá Reykjavík 7.06Bestu tímar í flugskeiði: 1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek 2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek 3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek 4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek 5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek 6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sek
Hestar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira