Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. apríl 2018 18:48 Í vikunni þurfti að vista 14 og 15 ára börn í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Á Stuðlum eru sex pláss á neyðarvistun þar sem lögregla og barnavernd geta komið með börnin en þar var allt fullt. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, segir þó yfirleitt reynt að hliðra til í svona tilfellum. „Það tókst ekki þarna. Það var þannig ástand. Það var bara stútfullt og einstaklingar í mjög vondum málum.“ Það hefur þurft að vísa um það bil tuttugu börnum frá á þessu ári vegna plássleysis. Funi segir neyslu ungmenna vera alvarlegri en áður og álagið á Stuðlum sé eftir því. „Við erum að sjá að þau eru að taka allt mögulegt í ofboðslega miklum mæli. Svo eru einhver í sprautunotkun og þá eru þau orðin ansi illa stödd og langt leidd.“ Þar að auki sé mikill fjöldi barna síendurtekið að koma á neyðarvistun og ekki sé um mikla nýliðun að ræða. „Það virðist vera að þeir krakkar sem eru í vanda séu í alvarlegri vanda, en ekki endilega að það sé að fjölga í hópnum.“ Vegna ástandsins síðustu vikur og mánuði hefur verið ákveðið að opna vistheimili í Reykjavík fyrir ungmenni á átjánda ári sem eiga við mjög alvarlegan vímuefnavanda að stríða og hafa ítrekað farið í meðferð án árangurs. Heimilið mun opna á næstu vikum og verða ungmennin studd til að fóta sig í daglegu lífi. „Konseptið gengur út á að styðja þau til að halda heimili og venja þau við enda að verða fullorðin. Einnig hjálpa þeim að fara aftur í skóla eða vinnu en fyrst og fremst styðja þau til edrúmennsku. Þetta eru einstaklingar sem eru í hættu að deyja fyrir aldur fram vegna neyslu.“ Tengdar fréttir Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Í vikunni þurfti að vista 14 og 15 ára börn í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Á Stuðlum eru sex pláss á neyðarvistun þar sem lögregla og barnavernd geta komið með börnin en þar var allt fullt. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, segir þó yfirleitt reynt að hliðra til í svona tilfellum. „Það tókst ekki þarna. Það var þannig ástand. Það var bara stútfullt og einstaklingar í mjög vondum málum.“ Það hefur þurft að vísa um það bil tuttugu börnum frá á þessu ári vegna plássleysis. Funi segir neyslu ungmenna vera alvarlegri en áður og álagið á Stuðlum sé eftir því. „Við erum að sjá að þau eru að taka allt mögulegt í ofboðslega miklum mæli. Svo eru einhver í sprautunotkun og þá eru þau orðin ansi illa stödd og langt leidd.“ Þar að auki sé mikill fjöldi barna síendurtekið að koma á neyðarvistun og ekki sé um mikla nýliðun að ræða. „Það virðist vera að þeir krakkar sem eru í vanda séu í alvarlegri vanda, en ekki endilega að það sé að fjölga í hópnum.“ Vegna ástandsins síðustu vikur og mánuði hefur verið ákveðið að opna vistheimili í Reykjavík fyrir ungmenni á átjánda ári sem eiga við mjög alvarlegan vímuefnavanda að stríða og hafa ítrekað farið í meðferð án árangurs. Heimilið mun opna á næstu vikum og verða ungmennin studd til að fóta sig í daglegu lífi. „Konseptið gengur út á að styðja þau til að halda heimili og venja þau við enda að verða fullorðin. Einnig hjálpa þeim að fara aftur í skóla eða vinnu en fyrst og fremst styðja þau til edrúmennsku. Þetta eru einstaklingar sem eru í hættu að deyja fyrir aldur fram vegna neyslu.“
Tengdar fréttir Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30