Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 18:26 Tveir stærstu efnahagir heimsins eiga nú í viðskiptadeilum. Vísir/Getty Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. Ríkin eiga nú í viðskiptadeilu eftir að Bandaríkin settu tolla á vörur frá Kína og sökuðu þá um að stela hugverkarétt bandarískra fyrirtækja og koma fram við Bandaríkin með ósanngjörnum hætti. Enn sem komið er hafa leiðtogar ríkjanna eingöngu átt í orðaskaki og hafa engir tollar verið settir á. Hins vegar hafa ríkin til skiptist tilkynnt að tollar verða auknir vegna tolla hins ríkisins. Talsmaður fjármálaráðuneytis Kína, Gao Feng, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna væru óréttlátar og vanhugsaðar. Hann sagði Kína vera tilbúið til að bregðast við af mikilli hörku, eftir að Trump tilkynnti í gær að hækka ætti tolla á vörur frá Kína um hundrað milljarða dala.Feng tók þó ekki fram hvernig viðbörgð Kína myndu líta út.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gætu deilurnar orðið að stærsta viðskiptastríði þjóða í áratugi og hafa helstu vísitölur heimsins lækkað á síðustu dögum.Bandarískir embættismenn hafa þó reynt að draga úr áhyggjum af viðskiptastríði en það hefur ekki gengið sem skyldi í dag. Sérfræðingar segja að deilurnar beri þegar merki hefðbundinna deilna sem geti stigmagnast fljótt. Helsti viðskiptaráðgjafi Trump, Larry Kudlow, sagði í dag að ekki væri hægt að benda á Trump. „Kennið Kína um, ekki Trump. Við getum ekki leyft Kína, sem er fyrsta heims ríki og verður að spila eftir reglunum, að stela tækni okkar. Þegar þeir stela okkar tækni eru þeir að stela kjarnanum úr framtíð okkar.“ Kudlow ítrekaði að hægt væri að leysa deilurnar með viðræðum. Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. Ríkin eiga nú í viðskiptadeilu eftir að Bandaríkin settu tolla á vörur frá Kína og sökuðu þá um að stela hugverkarétt bandarískra fyrirtækja og koma fram við Bandaríkin með ósanngjörnum hætti. Enn sem komið er hafa leiðtogar ríkjanna eingöngu átt í orðaskaki og hafa engir tollar verið settir á. Hins vegar hafa ríkin til skiptist tilkynnt að tollar verða auknir vegna tolla hins ríkisins. Talsmaður fjármálaráðuneytis Kína, Gao Feng, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna væru óréttlátar og vanhugsaðar. Hann sagði Kína vera tilbúið til að bregðast við af mikilli hörku, eftir að Trump tilkynnti í gær að hækka ætti tolla á vörur frá Kína um hundrað milljarða dala.Feng tók þó ekki fram hvernig viðbörgð Kína myndu líta út.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gætu deilurnar orðið að stærsta viðskiptastríði þjóða í áratugi og hafa helstu vísitölur heimsins lækkað á síðustu dögum.Bandarískir embættismenn hafa þó reynt að draga úr áhyggjum af viðskiptastríði en það hefur ekki gengið sem skyldi í dag. Sérfræðingar segja að deilurnar beri þegar merki hefðbundinna deilna sem geti stigmagnast fljótt. Helsti viðskiptaráðgjafi Trump, Larry Kudlow, sagði í dag að ekki væri hægt að benda á Trump. „Kennið Kína um, ekki Trump. Við getum ekki leyft Kína, sem er fyrsta heims ríki og verður að spila eftir reglunum, að stela tækni okkar. Þegar þeir stela okkar tækni eru þeir að stela kjarnanum úr framtíð okkar.“ Kudlow ítrekaði að hægt væri að leysa deilurnar með viðræðum.
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira