Meghan áhrifin leynast víða Ritstjórn skrifar 7. apríl 2018 08:00 Glamour/Getty Nú styttist óðum í í hið konunglega brúðkaup þar sem Harry Bretaprins gengur að eiga leikkonuna Meghan Markle en undanfarna mánuði hefur prinsinn ferðast með unnustu sína í kringum landið, í þeim tilgangi að kynna hana fyrir þegnum sínum. Það er óhætt að segja að sviðsljósið er á frk Markle og þá sérstaklega á klæðaburði hennar en flestar flíkur sem hún klæðist seljast upp á nokkrum mínutum. Hér eru nokkur góð dæmi en fataframleiðendur um heiminn hljóta að keppast um að klæða prinsessuna tilvonandi. Nú er bara að bíða og sjá hver hannar brúðarkjólinn...Þessi taska sem Markle var með í opinberri heimsókn í Skotland kostar 455 pund og er frá skoska merkinu Strahtberry. Hún seldist upp á netinu og á öllum sölustöðum í heiminum á 11 mínútum. Hún er greinilega hrifin af grænleitum leðurtöskum því hér er hún einnig með eina slíka frá DeMellier en vefsíða fyrirtækisins jók heimsóknartölur sínar um 2000 prósent eftir þessa myndbirtingu. Nokkrum klukkutímum eftir að Markle sást í þessari peysu frá M&S sem kostar 45 pund seldist hún upp. Allar verslanir fengu nýja sendinu daginn eftir og seldist hún strax upp aftur. Sólgleraugnaframleiðandinn Finlay & Co’s segir að þegar Markle var með gleraugu frá honum á Invictus Games í fyrra þá hafi salan hækkað um 1000 prósent. Þessi kápa sem Markle klæddist í desember frá Mackage kostar 500 pund og seldist upp á örfáum mínútum. Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour Jólaleikur Bpro og Glamour Glamour Vorherferð Gucci er villt og lífleg Glamour Píkur á tískupallinn í New York Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Tomboy stíllinn fer stjörnunum vel Glamour Demna Gvasalia nýr listrænn stjórnandi Balenciaga Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour
Nú styttist óðum í í hið konunglega brúðkaup þar sem Harry Bretaprins gengur að eiga leikkonuna Meghan Markle en undanfarna mánuði hefur prinsinn ferðast með unnustu sína í kringum landið, í þeim tilgangi að kynna hana fyrir þegnum sínum. Það er óhætt að segja að sviðsljósið er á frk Markle og þá sérstaklega á klæðaburði hennar en flestar flíkur sem hún klæðist seljast upp á nokkrum mínutum. Hér eru nokkur góð dæmi en fataframleiðendur um heiminn hljóta að keppast um að klæða prinsessuna tilvonandi. Nú er bara að bíða og sjá hver hannar brúðarkjólinn...Þessi taska sem Markle var með í opinberri heimsókn í Skotland kostar 455 pund og er frá skoska merkinu Strahtberry. Hún seldist upp á netinu og á öllum sölustöðum í heiminum á 11 mínútum. Hún er greinilega hrifin af grænleitum leðurtöskum því hér er hún einnig með eina slíka frá DeMellier en vefsíða fyrirtækisins jók heimsóknartölur sínar um 2000 prósent eftir þessa myndbirtingu. Nokkrum klukkutímum eftir að Markle sást í þessari peysu frá M&S sem kostar 45 pund seldist hún upp. Allar verslanir fengu nýja sendinu daginn eftir og seldist hún strax upp aftur. Sólgleraugnaframleiðandinn Finlay & Co’s segir að þegar Markle var með gleraugu frá honum á Invictus Games í fyrra þá hafi salan hækkað um 1000 prósent. Þessi kápa sem Markle klæddist í desember frá Mackage kostar 500 pund og seldist upp á örfáum mínútum.
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Íslenskir sundbolir og saltskrúbbur sameinast í fallegri sýningu Glamour 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour Jólaleikur Bpro og Glamour Glamour Vorherferð Gucci er villt og lífleg Glamour Píkur á tískupallinn í New York Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Tomboy stíllinn fer stjörnunum vel Glamour Demna Gvasalia nýr listrænn stjórnandi Balenciaga Glamour Tattúbar í 8 ára afmælisveislu igló+indi Glamour