Verkefnastjóri lyfjamála ekki hrifinn af viðhaldsmeðferðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. apríl 2018 07:00 Vísir/Getty Mjög skiptar skoðanir eru um skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðir, innan stjórnsýslu heilbrigðismála og meðal þeirra sem veita þeim þjónustu sem ánetjast hafa lyfseðilsskyldum lyfjum. „Við lítum ekki á það sem eðlilegan hlut að fólk sé í þessum vanda og viljum helst hjálpa því út úr vandanum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Hann segist ekki skilja röksemdafærslu þeirra sem tala fyrir því að veita skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðir eins og þær sem verkefnastýra Frú Ragnheiðar vék að í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. „Það eru önnur betri úrræði heldur en að ætlast til þess að fólk sé að sprauta sig með læknalyfjum eða taka þau í nefið,“ segir Ólafur og bendir á að margir þeirra sem noti lyfin hafi ekki fengið þau ávísuð sjálfir heldur í gegnum aðra sem græði á sölu þeirra og haldi til dæmis konum nauðugum í fíkn og gegn kynlífi eða öðru. Ólafur segir Embætti landlæknis ekki geta svarað því hvort viðhaldsmeðferðir séu til þess fallnar að hjálpa fólki að komast út úr hlekkjum hins ólöglega markaðar með tilheyrandi vændi og glæpastarfsemi, það verði þeir sem veiti klínískar meðferðir að meta; starfsfólkið á Vogi og fíknigeðdeild Landspítalans.Ólafur segir embættið vita af læknum sem sinni viðhaldsmeðferðum í þeim tilgangi að halda fólki frá götunni. „Við lítum ekki á það sem eðlilegan hlut að læknar sem starfa á stofu eða heilsugæslu séu að sinna slíku og ég held að menn séu á algerum villigötum með að ætlast til að læknar séu að ávísa á fólk í fíknivanda þessum lyfjum.“ Spurður um þau efni sem hafa verið að valda dauða og ofskömmtun að undanförnu segir Ólafur embættið fá upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna og sýna úr krufningum og þær bendi til, varðandi þessi átta dauðsföll í janúar, að það sé ekki eitthvert eitt tiltekið efni ráðandi þar. Hins vegar hafi það ekki verið partur af verklagi að embættið hafi upplýsingar frá bráðamóttöku um eitranir vegna ofskömmtunar. Ólafur lætur þess þó getið að embættið eigi í reglulegum samskiptum við bráðadeildina, bæði til að skoða lyfjaávísanir almennt til að fá betri innsýn í hvað er að gerast og eins til að koma á betri skráningu svo að embættið hafi upplýsingar um hve margir koma inn vegna eitrana og hvaða efni valda þeim. Heilbrigðisráðherra telur hins vegar að það séu kaflaskil í umræðunni um lyfjafíkn og aðgerðir við henni. „Það er ofboðsleg einföldun að halda að það leysi vandann að draga úr framboðinu og ég er mjög meðvituð um að eftirspurnin leitar sér farvegs,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir stjórnvöld vera þátttakanda í samtalinu og tekur dæmi um aðgerðir stjórnvalda í skaðaminnkunarskyni sem eru ýmist í gangi eða í undirbúningi eins og opnun neyslurýmis í samstarfi við Reykjavíkurborg, aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu, skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C og fleira.Svandís segir að þrátt fyrir að fólki þurfi að standa til boða öflug aðstoð við að hætta og komast inn í líf án vímuefna, þá dugi það ekki eitt og sér. „Fíkn verður partur af samfélaginu og veruleika okkar. Umræðan er ekki lengur svarthvít og snýst ekki bara um rétt og rangt. Þetta er viðfangsefni sem snýst ekki bara um refsivert athæfi heldur er þetta heilbrigðisvandi og félagslegur vandi. Þetta er úrlausnarefni gagnvart fólki á öllum aldri og í öllum þjóðfélagshópum og við getum ekki litið undan þegar þetta viðfangsefni er annars vegar en við getum heldur ekki fundið einfaldar lausnir, því þær eru ekki til frekar en í öðrum stórum viðfangsefnum.“ Ráðherra væntir þess að fá í maí niðurstöður starfshóps sem mótar tillögur að aðgerðum vegna lyfjamisnotkunar.Skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð í Sviss Í Sviss fá um 1.600 einstaklingar, sem hafa ánetjast heróíni eða morfíni, daglega viðhaldsskammta af heróíni eða hægvirkandi morfíntöflum á 23 stöðvum í borgum landsins og í tveimur fangelsum. Efnið er notað á staðnum ýmist með sprautu eða um munn og þeir sem njóta þjónustunnar fá allt að þrjá skammta á dag. Aðeins er um að ræða einn þátt í heildrænu meðferðarstarfi sem tekur einnig til félagslegra og sálfræðilegra inngripa. Svissneska leiðin hefur leitt til lægri glæpatíðni og bættrar andlegrar og líkamlegrar heilsu notenda, aukinnar atvinnuþátttöku þeirra og fækkunar þeirra notenda sem eru heimilislausir. Enginn sem notið hefur með- ferðarinnar frá því hún hófst árið 1994 hefur látist úr ofskömmtun. Svipuð inngrip eru meðal annars í Þýskalandi, Danmörku, Hollandi, Belgíu, á Spáni og í Kanada Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Mjög skiptar skoðanir eru um skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðir, innan stjórnsýslu heilbrigðismála og meðal þeirra sem veita þeim þjónustu sem ánetjast hafa lyfseðilsskyldum lyfjum. „Við lítum ekki á það sem eðlilegan hlut að fólk sé í þessum vanda og viljum helst hjálpa því út úr vandanum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Hann segist ekki skilja röksemdafærslu þeirra sem tala fyrir því að veita skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðir eins og þær sem verkefnastýra Frú Ragnheiðar vék að í Fréttablaðinu á miðvikudaginn. „Það eru önnur betri úrræði heldur en að ætlast til þess að fólk sé að sprauta sig með læknalyfjum eða taka þau í nefið,“ segir Ólafur og bendir á að margir þeirra sem noti lyfin hafi ekki fengið þau ávísuð sjálfir heldur í gegnum aðra sem græði á sölu þeirra og haldi til dæmis konum nauðugum í fíkn og gegn kynlífi eða öðru. Ólafur segir Embætti landlæknis ekki geta svarað því hvort viðhaldsmeðferðir séu til þess fallnar að hjálpa fólki að komast út úr hlekkjum hins ólöglega markaðar með tilheyrandi vændi og glæpastarfsemi, það verði þeir sem veiti klínískar meðferðir að meta; starfsfólkið á Vogi og fíknigeðdeild Landspítalans.Ólafur segir embættið vita af læknum sem sinni viðhaldsmeðferðum í þeim tilgangi að halda fólki frá götunni. „Við lítum ekki á það sem eðlilegan hlut að læknar sem starfa á stofu eða heilsugæslu séu að sinna slíku og ég held að menn séu á algerum villigötum með að ætlast til að læknar séu að ávísa á fólk í fíknivanda þessum lyfjum.“ Spurður um þau efni sem hafa verið að valda dauða og ofskömmtun að undanförnu segir Ólafur embættið fá upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna og sýna úr krufningum og þær bendi til, varðandi þessi átta dauðsföll í janúar, að það sé ekki eitthvert eitt tiltekið efni ráðandi þar. Hins vegar hafi það ekki verið partur af verklagi að embættið hafi upplýsingar frá bráðamóttöku um eitranir vegna ofskömmtunar. Ólafur lætur þess þó getið að embættið eigi í reglulegum samskiptum við bráðadeildina, bæði til að skoða lyfjaávísanir almennt til að fá betri innsýn í hvað er að gerast og eins til að koma á betri skráningu svo að embættið hafi upplýsingar um hve margir koma inn vegna eitrana og hvaða efni valda þeim. Heilbrigðisráðherra telur hins vegar að það séu kaflaskil í umræðunni um lyfjafíkn og aðgerðir við henni. „Það er ofboðsleg einföldun að halda að það leysi vandann að draga úr framboðinu og ég er mjög meðvituð um að eftirspurnin leitar sér farvegs,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir stjórnvöld vera þátttakanda í samtalinu og tekur dæmi um aðgerðir stjórnvalda í skaðaminnkunarskyni sem eru ýmist í gangi eða í undirbúningi eins og opnun neyslurýmis í samstarfi við Reykjavíkurborg, aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu, skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C og fleira.Svandís segir að þrátt fyrir að fólki þurfi að standa til boða öflug aðstoð við að hætta og komast inn í líf án vímuefna, þá dugi það ekki eitt og sér. „Fíkn verður partur af samfélaginu og veruleika okkar. Umræðan er ekki lengur svarthvít og snýst ekki bara um rétt og rangt. Þetta er viðfangsefni sem snýst ekki bara um refsivert athæfi heldur er þetta heilbrigðisvandi og félagslegur vandi. Þetta er úrlausnarefni gagnvart fólki á öllum aldri og í öllum þjóðfélagshópum og við getum ekki litið undan þegar þetta viðfangsefni er annars vegar en við getum heldur ekki fundið einfaldar lausnir, því þær eru ekki til frekar en í öðrum stórum viðfangsefnum.“ Ráðherra væntir þess að fá í maí niðurstöður starfshóps sem mótar tillögur að aðgerðum vegna lyfjamisnotkunar.Skaðaminnkandi viðhaldsmeðferð í Sviss Í Sviss fá um 1.600 einstaklingar, sem hafa ánetjast heróíni eða morfíni, daglega viðhaldsskammta af heróíni eða hægvirkandi morfíntöflum á 23 stöðvum í borgum landsins og í tveimur fangelsum. Efnið er notað á staðnum ýmist með sprautu eða um munn og þeir sem njóta þjónustunnar fá allt að þrjá skammta á dag. Aðeins er um að ræða einn þátt í heildrænu meðferðarstarfi sem tekur einnig til félagslegra og sálfræðilegra inngripa. Svissneska leiðin hefur leitt til lægri glæpatíðni og bættrar andlegrar og líkamlegrar heilsu notenda, aukinnar atvinnuþátttöku þeirra og fækkunar þeirra notenda sem eru heimilislausir. Enginn sem notið hefur með- ferðarinnar frá því hún hófst árið 1994 hefur látist úr ofskömmtun. Svipuð inngrip eru meðal annars í Þýskalandi, Danmörku, Hollandi, Belgíu, á Spáni og í Kanada
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent