Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. apríl 2018 04:45 Rolf Løvland segir við Verdens Gang að álitamálið um Your Raise Me Up hafi verið útkljáð honum í hag hjá höfundarréttarsamtökum ytra. Vísir/AFP Jóhann Helgason má eiga von á því að Universal Music verjist af fullum krafti gegn kröfum hans um viðurkenningu á höfundarrétti að laginu You Raise Me Up. Komið hefur fram að Jóhann telur að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði og gert að laginu You Raise Me Up sem notið hefur vinsælda á heimsvísu. Jóhann freistar þess nú á ný eftir langt hlé að fá málið tekið fyrir hjá dómstólum ytra og er með breska lögmannsstofu á sínum snærum. Útgáfufyrirtæki Løvlands, Universal, hefur þegar hafnað kröfu lögmanna Jóhanns sem óskuðu eftir viðræðum um málið svo ekki þyrfti að koma til kasta dómstóla. „Ef skjólstæðingur þinn velur þrátt fyrir þetta að halda áfram því ferli sem hann hefur hótað verður gripið til varna af hörku og Universal Music Publishing (og Rolf Løvland á sama hátt) munu krefjast kostnaðar á grundvelli skaðleysissjónarmiða,“ segir í bréfi Universal til lögmanna Jóhanns.Hilmar Foss aðstoðar Jóhann Helgason í höfundarréttarmálinu. Vísir/EyþórFréttablaðið sendi Rolf Løvland tölvupóst í gær og spurði hvort hann sæi líkindi milli You Raise Me Up og Saknaðar og hvort hann hafi heyrt Söknuð áður en hann samdi You Raise Me Up.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Svör bárust ekki frá norska tónlistarmanninum í gær en í viðtali við vefútgáfu Verdens Gang í fyrradag var haft eftir Løvland að ekki hefði verið haft samband við hann vegna hugsanlegrar málsóknar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland við VG og vísaði að öðru leyti á skrifstofu Universal í Stokkhólmi. STIM samsvarar höfundaréttarsamtökunum STEFI á Íslandi. Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Martins Ingeströms, forstjóra Universal í Stokkhólmi. „Svar Martins Ingeströms er að þetta hefur þegar verið skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka þar sem niðurstaðan er sú að ekki sé um stuld að ræða,“ segir í svari frá Universal sem tekur þannig í sama streng og Løvland. „Auðvitað reynir Løvland og Universal Music allt hvað þarf til að hanga á roðinu,“ segir Hilmar Foss, sem er Jóhanni Helgasyni til aðstoðar. Hann hafnar því að rök Universal og Løvlands hafi afgerandi þýðingu. „Spjall herramanna, sem hittust á ráðstefnu á hóteli í Ósló 8. og 9. júní 2004 getur aldrei verið niðurstaða í máli sem þessu,“ segir Hilmar Foss og vísar þá til þess að í bréfi frá TONO í Noregi, sem er ígildi STEFS á Íslandi, til STEFS komi fram að lagamálið hafi verið rætt á ráðstefnu sem haldin hafi verið þessa daga. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Jóhann Helgason má eiga von á því að Universal Music verjist af fullum krafti gegn kröfum hans um viðurkenningu á höfundarrétti að laginu You Raise Me Up. Komið hefur fram að Jóhann telur að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði og gert að laginu You Raise Me Up sem notið hefur vinsælda á heimsvísu. Jóhann freistar þess nú á ný eftir langt hlé að fá málið tekið fyrir hjá dómstólum ytra og er með breska lögmannsstofu á sínum snærum. Útgáfufyrirtæki Løvlands, Universal, hefur þegar hafnað kröfu lögmanna Jóhanns sem óskuðu eftir viðræðum um málið svo ekki þyrfti að koma til kasta dómstóla. „Ef skjólstæðingur þinn velur þrátt fyrir þetta að halda áfram því ferli sem hann hefur hótað verður gripið til varna af hörku og Universal Music Publishing (og Rolf Løvland á sama hátt) munu krefjast kostnaðar á grundvelli skaðleysissjónarmiða,“ segir í bréfi Universal til lögmanna Jóhanns.Hilmar Foss aðstoðar Jóhann Helgason í höfundarréttarmálinu. Vísir/EyþórFréttablaðið sendi Rolf Løvland tölvupóst í gær og spurði hvort hann sæi líkindi milli You Raise Me Up og Saknaðar og hvort hann hafi heyrt Söknuð áður en hann samdi You Raise Me Up.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Svör bárust ekki frá norska tónlistarmanninum í gær en í viðtali við vefútgáfu Verdens Gang í fyrradag var haft eftir Løvland að ekki hefði verið haft samband við hann vegna hugsanlegrar málsóknar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland við VG og vísaði að öðru leyti á skrifstofu Universal í Stokkhólmi. STIM samsvarar höfundaréttarsamtökunum STEFI á Íslandi. Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Martins Ingeströms, forstjóra Universal í Stokkhólmi. „Svar Martins Ingeströms er að þetta hefur þegar verið skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka þar sem niðurstaðan er sú að ekki sé um stuld að ræða,“ segir í svari frá Universal sem tekur þannig í sama streng og Løvland. „Auðvitað reynir Løvland og Universal Music allt hvað þarf til að hanga á roðinu,“ segir Hilmar Foss, sem er Jóhanni Helgasyni til aðstoðar. Hann hafnar því að rök Universal og Løvlands hafi afgerandi þýðingu. „Spjall herramanna, sem hittust á ráðstefnu á hóteli í Ósló 8. og 9. júní 2004 getur aldrei verið niðurstaða í máli sem þessu,“ segir Hilmar Foss og vísar þá til þess að í bréfi frá TONO í Noregi, sem er ígildi STEFS á Íslandi, til STEFS komi fram að lagamálið hafi verið rætt á ráðstefnu sem haldin hafi verið þessa daga.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15