Sérfræðingur BBC um Liverpool á móti City: Réðust á þá eins og býflugnahópur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 12:00 Mohamed Salah fagnar markinu sínu. Vísir/Samsett/Getty Liverpool er komið í frábæra stöðu í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum á móti Manchester City á Anfield í gær. Liverpool sýndi á sér tvær hliðar í leiknum, liðið skoraði öll þrjú mörkin sín og lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik og gaf Manchester City síðan engin færi á sér með skipulögðum varnarleik í þeim síðari. Mark Lawrenson, knattspyrnusérfræðingur á BBC, skrifaði pistil um leikinn á Anfield í gær og reyndi að finna út ástæðurnar fyrir því að Liverpool tókst að vinna svona stóran sigur á yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool spilaði mjög ólíkan leikstíl eftir hálfleikum í þessum leik en báðar leikaðferðir heppnuðust fullkomlega,“ skrifaði Mark Lawrenson.'A swarm of bees then defensive discipline.' @MTLawrenson on how Liverpool took control of their #UCL tie https://t.co/uoXYgXx56jpic.twitter.com/VXLygdm8U1 — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018 „Hugarfar Liverpool manna var bara að ráðast á City-liðið og það eru ekki mörg lið sem hefðu átt svar við því. Pressan hjá Klopp er ein af hans aðalsmerkjum og þegar leikmaður Manchester City fékk boltann í gær þá leið honum örugglega eins og hann væri að mæta býflugnahóp,“ skrifar Lawrenson. „Eftir að Liverpool komst í 3-0 þá sýndi liðið líka aga í varnarleik sem maður er ekki vanur að sjá til þessa liðs. Sú staðreynd að Loris Karius hafi ekki fengið á sig eitt einasta skot í leiknum sýnir best hversu vel varnarlínan var að spila í þessum leik,“ skrifaði Mark Lawrenson sem sjálfur lék 356 leiki í vörn Liverpool frá 1981 til 1988. „Ég held samt að það hafi ekki komið neinum á óvart af hve miklum krafti Livepool byrjaði þennan leik. City menn hljóta hafa átt von á þessu og að þeir þyrftu bara að lifa storminn af. Ég held bara að vandamálið fyrir liðið hans Pep Guardiola hafi verið að það eru svo fá lið sem sækja á City liðið að þeir þekkja þessa stöðu ekki nægilega vel,“ skrifaði Lawrenson. „Þeir sem lið eru ekki vanir að vera að bakka eða að fá á sig svona pressu. Alltaf þegar David Silva eða Kevin de Bruyne fengu boltann þá voru þeir að flýta sér of mikið vegna pressunnar. Þegar slíkt gerist þá skiptir ekki máli hversu góður þú ert, þú gerir alltaf mistök. Liverpool vissi það og var með City liðið þar sem þeir vildu hafa þá,“ skrifaði Mark Lawrenson en það má sjá allan pistilinn hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira
Liverpool er komið í frábæra stöðu í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum á móti Manchester City á Anfield í gær. Liverpool sýndi á sér tvær hliðar í leiknum, liðið skoraði öll þrjú mörkin sín og lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik og gaf Manchester City síðan engin færi á sér með skipulögðum varnarleik í þeim síðari. Mark Lawrenson, knattspyrnusérfræðingur á BBC, skrifaði pistil um leikinn á Anfield í gær og reyndi að finna út ástæðurnar fyrir því að Liverpool tókst að vinna svona stóran sigur á yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool spilaði mjög ólíkan leikstíl eftir hálfleikum í þessum leik en báðar leikaðferðir heppnuðust fullkomlega,“ skrifaði Mark Lawrenson.'A swarm of bees then defensive discipline.' @MTLawrenson on how Liverpool took control of their #UCL tie https://t.co/uoXYgXx56jpic.twitter.com/VXLygdm8U1 — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018 „Hugarfar Liverpool manna var bara að ráðast á City-liðið og það eru ekki mörg lið sem hefðu átt svar við því. Pressan hjá Klopp er ein af hans aðalsmerkjum og þegar leikmaður Manchester City fékk boltann í gær þá leið honum örugglega eins og hann væri að mæta býflugnahóp,“ skrifar Lawrenson. „Eftir að Liverpool komst í 3-0 þá sýndi liðið líka aga í varnarleik sem maður er ekki vanur að sjá til þessa liðs. Sú staðreynd að Loris Karius hafi ekki fengið á sig eitt einasta skot í leiknum sýnir best hversu vel varnarlínan var að spila í þessum leik,“ skrifaði Mark Lawrenson sem sjálfur lék 356 leiki í vörn Liverpool frá 1981 til 1988. „Ég held samt að það hafi ekki komið neinum á óvart af hve miklum krafti Livepool byrjaði þennan leik. City menn hljóta hafa átt von á þessu og að þeir þyrftu bara að lifa storminn af. Ég held bara að vandamálið fyrir liðið hans Pep Guardiola hafi verið að það eru svo fá lið sem sækja á City liðið að þeir þekkja þessa stöðu ekki nægilega vel,“ skrifaði Lawrenson. „Þeir sem lið eru ekki vanir að vera að bakka eða að fá á sig svona pressu. Alltaf þegar David Silva eða Kevin de Bruyne fengu boltann þá voru þeir að flýta sér of mikið vegna pressunnar. Þegar slíkt gerist þá skiptir ekki máli hversu góður þú ert, þú gerir alltaf mistök. Liverpool vissi það og var með City liðið þar sem þeir vildu hafa þá,“ skrifaði Mark Lawrenson en það má sjá allan pistilinn hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira