Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fjármálaáætlun var kynnt í Arnarhvoli í gær. Vísir/Anton Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 var kynnt í gær. Á tímabilinu verður 338 milljörðum króna varið til fjárfestinga, þar af mestu til sjúkrahúsþjónustu eða 75 milljörðum króna. Fjármálaráðherra segir það skipta miklu máli að greiða niður skuldir ríkissjóðs um leið og að verja þann árangur sem náðst hefur síðustu árin. Í kynningu Bjarna Benediktssonar kom fram að hann teldi mikilvægt að sátt náist á vinnumarkaði og taldi líklegt að sú sátt næðist. Samtalið væri hins vegar lifandi. Það myndi hafa mikil áhrif á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og mikilvægt væri að verja þann árangur sem náðst hefur í ríkisfjármálum; hraða niðurgreiðslu skulda hins opinbera og bæta stöðu þjóðarbúsins. Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri ríkissjóðs verði rétt ofan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu svo lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál sem kveða á um að afgangur af rekstrinum verði að vera að minnsta kosti eitt prósent.Viðskiptaráð hefur sagt að efnahagsspá hins opinbera sé afar bjartsýn og geri ráð fyrir fordæmalausu hagvaxtarskeiði. Bjarni segir flesta spámenn sammála um það. „Við fylgjum þeirri vinnureglu að reyna ekki að kokka upp okkar eigin hagvaxtarspár. Með þær hagvaxtarspár sem okkur berast áætlum við tekju- og gjaldaþróun inn í framtíðina. Það er vissulega rétt að við erum að sjá samfellt hagvaxtarskeið en flestir spáaðilar eru sammála um að það horfi ekki til annars en að áfram verði hagvöxtur,“ segir Bjarni. Útgjaldaaukning hins opinbera í fjármálaáætluninni er mjög mikil og ráðist verður í margvíslegar framkvæmdir á tímabilinu. Til að mynda á að verja 124 milljörðum á spátímanum í uppbyggingu innviða, ljósleiðaravæða landið og kaupa nýjar þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna svo eitthvað sé nefnt . Að sama skapi eru tekjustofnar hins opinbera veiktir. Til að mynda á að lækka tekjuskattsprósentuna um eitt prósent, lækka á tryggingagjald og gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu. Alls er skorið niður til fjórtán málaflokka á spátímabilinu borið saman við fjárlagafrumvarp ársins 2018. Lækkunin er mest til ferðaþjónustunnar eða um hartnær fjórðung. Einnig er skorið niður til húsnæðismála, orkumála, menningar, lista og íþrótta- og æskulýðsmála svo eitthvað sé nefnt. Einnig lækka fjárframlög til landbúnaðar um fjögur prósent á tímabilinu. Spáð er áframhaldandi fjölgun ferðamanna hingað til lands. Í því felst nokkur óvissa því ekki er hægt að meta nákvæmlega hvaða áhrif það hafi á gengi íslensku krónunnar. „Við horfum á að bróðurpartur styrkingar krónunnar verður rakinn til uppgangs í ferðaþjónustu. Samkvæmt spám mun ferðamönnum halda áfram að fjölga hér á landi,“ segir Bjarni. „Því er mikilvægt að hafa það í huga hvaða smitáhrif það kunni að hafa á aðrar útflutningsgreinar.“Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður eins ríkisstjórnarflokkanna.Vísir/ErnirSamgönguráðherra telur sig ekki fá nóg Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er reiknað með að um 125 milljarðar króna fari til innviðauppbyggingar á tímabilinu frá 2019- 2023. Fyrstu þrjú árin verður 5,5 milljörðum króna aukalega varið til uppbyggingar sem fjármögnuð verður af arðgreiðslum fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þá innspýtingu sem fjármálaráðherra kynnti í gær ekki nægjanlega. „Nei, þetta er ekki nóg. Ástandið er annars vegar þannig að vegir eru að koma mjög illa undan vetri. Bæði er það vegna óhagstæðs veðurs en einnig vegna langvarandi viðhaldsleysis. Þar til viðbótar er umferðaraukningin meiri sem kallar á enn frekari framkvæmdir,“ segir Sigurður Ingi. „Þess vegna höfum við verið að skoða hvort við getum spýtt meira í á þessu ári. Við gætum þurft að flýta framkvæmdum á samgönguáætlun og erum með það til skoðunar og þá með einhvers konar gjaldaleið. Það mun svo skýrast, líklega í næstu viku, hvernig því verður háttað.“ Sigurður Ingi segir fjármálaáætlun ekki binda hendur ríkisstjórnarinnar hvað það varðar. „Fjármálaáætlun snýst um tekjur og gjöld hins opinbera og hvernig við ráðstöfum tekjum ríkissjóðs. Hins vegar vitum við hvernig Hvalfjarðargöngin voru fjármögnuð og því getum við séð fyrir okkur slíkar leiðir til að byggja upp á næstu árum án aðkomu ríkisins,“ segir Sigurður Ingi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Með boðaðri skattastefnu sé verið að hygla þeim tekjuhærri í samfélaginu. 4. apríl 2018 19:34 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 var kynnt í gær. Á tímabilinu verður 338 milljörðum króna varið til fjárfestinga, þar af mestu til sjúkrahúsþjónustu eða 75 milljörðum króna. Fjármálaráðherra segir það skipta miklu máli að greiða niður skuldir ríkissjóðs um leið og að verja þann árangur sem náðst hefur síðustu árin. Í kynningu Bjarna Benediktssonar kom fram að hann teldi mikilvægt að sátt náist á vinnumarkaði og taldi líklegt að sú sátt næðist. Samtalið væri hins vegar lifandi. Það myndi hafa mikil áhrif á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og mikilvægt væri að verja þann árangur sem náðst hefur í ríkisfjármálum; hraða niðurgreiðslu skulda hins opinbera og bæta stöðu þjóðarbúsins. Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri ríkissjóðs verði rétt ofan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu svo lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál sem kveða á um að afgangur af rekstrinum verði að vera að minnsta kosti eitt prósent.Viðskiptaráð hefur sagt að efnahagsspá hins opinbera sé afar bjartsýn og geri ráð fyrir fordæmalausu hagvaxtarskeiði. Bjarni segir flesta spámenn sammála um það. „Við fylgjum þeirri vinnureglu að reyna ekki að kokka upp okkar eigin hagvaxtarspár. Með þær hagvaxtarspár sem okkur berast áætlum við tekju- og gjaldaþróun inn í framtíðina. Það er vissulega rétt að við erum að sjá samfellt hagvaxtarskeið en flestir spáaðilar eru sammála um að það horfi ekki til annars en að áfram verði hagvöxtur,“ segir Bjarni. Útgjaldaaukning hins opinbera í fjármálaáætluninni er mjög mikil og ráðist verður í margvíslegar framkvæmdir á tímabilinu. Til að mynda á að verja 124 milljörðum á spátímanum í uppbyggingu innviða, ljósleiðaravæða landið og kaupa nýjar þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna svo eitthvað sé nefnt . Að sama skapi eru tekjustofnar hins opinbera veiktir. Til að mynda á að lækka tekjuskattsprósentuna um eitt prósent, lækka á tryggingagjald og gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu. Alls er skorið niður til fjórtán málaflokka á spátímabilinu borið saman við fjárlagafrumvarp ársins 2018. Lækkunin er mest til ferðaþjónustunnar eða um hartnær fjórðung. Einnig er skorið niður til húsnæðismála, orkumála, menningar, lista og íþrótta- og æskulýðsmála svo eitthvað sé nefnt. Einnig lækka fjárframlög til landbúnaðar um fjögur prósent á tímabilinu. Spáð er áframhaldandi fjölgun ferðamanna hingað til lands. Í því felst nokkur óvissa því ekki er hægt að meta nákvæmlega hvaða áhrif það hafi á gengi íslensku krónunnar. „Við horfum á að bróðurpartur styrkingar krónunnar verður rakinn til uppgangs í ferðaþjónustu. Samkvæmt spám mun ferðamönnum halda áfram að fjölga hér á landi,“ segir Bjarni. „Því er mikilvægt að hafa það í huga hvaða smitáhrif það kunni að hafa á aðrar útflutningsgreinar.“Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður eins ríkisstjórnarflokkanna.Vísir/ErnirSamgönguráðherra telur sig ekki fá nóg Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er reiknað með að um 125 milljarðar króna fari til innviðauppbyggingar á tímabilinu frá 2019- 2023. Fyrstu þrjú árin verður 5,5 milljörðum króna aukalega varið til uppbyggingar sem fjármögnuð verður af arðgreiðslum fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þá innspýtingu sem fjármálaráðherra kynnti í gær ekki nægjanlega. „Nei, þetta er ekki nóg. Ástandið er annars vegar þannig að vegir eru að koma mjög illa undan vetri. Bæði er það vegna óhagstæðs veðurs en einnig vegna langvarandi viðhaldsleysis. Þar til viðbótar er umferðaraukningin meiri sem kallar á enn frekari framkvæmdir,“ segir Sigurður Ingi. „Þess vegna höfum við verið að skoða hvort við getum spýtt meira í á þessu ári. Við gætum þurft að flýta framkvæmdum á samgönguáætlun og erum með það til skoðunar og þá með einhvers konar gjaldaleið. Það mun svo skýrast, líklega í næstu viku, hvernig því verður háttað.“ Sigurður Ingi segir fjármálaáætlun ekki binda hendur ríkisstjórnarinnar hvað það varðar. „Fjármálaáætlun snýst um tekjur og gjöld hins opinbera og hvernig við ráðstöfum tekjum ríkissjóðs. Hins vegar vitum við hvernig Hvalfjarðargöngin voru fjármögnuð og því getum við séð fyrir okkur slíkar leiðir til að byggja upp á næstu árum án aðkomu ríkisins,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Með boðaðri skattastefnu sé verið að hygla þeim tekjuhærri í samfélaginu. 4. apríl 2018 19:34 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Með boðaðri skattastefnu sé verið að hygla þeim tekjuhærri í samfélaginu. 4. apríl 2018 19:34
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent