Tiger á „fjarlæga möguleika á sigri“ á Masters mótinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. apríl 2018 19:30 Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er 1. risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. Sergio Garcia vann Justin Rose í bráðabana á þessu móti í fyrra. Þetta verður í 82. sinn sem mótið fer fram og mikil eftirvænting ríkir, Tiger Woods hefur sigrað á þessu móti fjórum sinnum, síðast fyrir 13 árum. Á hann möguleika núna? „Já, hann á möguleika,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En við verðum samt að segja að hann á fjarlæga möguleika.“ „Þetta snýst ekki bara um getu heldur líka um leikæfingu. Hann er kannski ekki kominn á þann stað að vera búinn að keppa nógu mikið.“ Hverjir eru sigurstranglegastir á mótinu að mati Þorsteins? „Ég mundi nefna Bubba Watson. Hann er búinn að sigra á tveimur mótum á síðustu vikum og búinn að vera góður. Phil Mickelson er búinn að vera mjög góður, Justin Thomas er búinn að vera frábær og Rory McIlroy vann [á dögunum].“ Bein útsending verður á Golfstöðinni alla fjóra keppnisdagana. Klukkan 19 hófst útsending frá par þrjú keppninni á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er 1. risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. Sergio Garcia vann Justin Rose í bráðabana á þessu móti í fyrra. Þetta verður í 82. sinn sem mótið fer fram og mikil eftirvænting ríkir, Tiger Woods hefur sigrað á þessu móti fjórum sinnum, síðast fyrir 13 árum. Á hann möguleika núna? „Já, hann á möguleika,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En við verðum samt að segja að hann á fjarlæga möguleika.“ „Þetta snýst ekki bara um getu heldur líka um leikæfingu. Hann er kannski ekki kominn á þann stað að vera búinn að keppa nógu mikið.“ Hverjir eru sigurstranglegastir á mótinu að mati Þorsteins? „Ég mundi nefna Bubba Watson. Hann er búinn að sigra á tveimur mótum á síðustu vikum og búinn að vera góður. Phil Mickelson er búinn að vera mjög góður, Justin Thomas er búinn að vera frábær og Rory McIlroy vann [á dögunum].“ Bein útsending verður á Golfstöðinni alla fjóra keppnisdagana. Klukkan 19 hófst útsending frá par þrjú keppninni á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira