Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason, tónlistarmaður. Vísir/Anton Brink Út er komin ný útgáfa á ensku af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason. Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. Þessari útgáfu af laginu er ætlað að undirstrika skyldleika lagsins You Raise Me Up við Söknuð en klukkan 14 í dag hefst blaðamannafundur Jóhanns Helgasonar vegna fyrirhugaðrar málsóknar hans gegn Universal Music, norska lagahöfundinum Rolf Løvland og fleirum vegna meints hugverkastuldar á Söknuði.Á fundinum, sem haldinn er í Hljóðrita, verður kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97 prósent. Gert er ráð fyrir að kostnaður við málaferlin verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. Lag Jóhanns er samið við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar sem söng það inn á hljómplötu árið 1977. Hefur því verið haldið fram að Rolf Løvland hafi heyrt lagið Söknuð á meðan hann dvaldi hér á landi og fékk kynningarkasettu með íslenskum lögum. Jóhann hefur staðið í þessari baráttu í um áratug en lagið You Raise Me Up var fyrst flutt af írsk/norska dúettinum Secret Garden. Þann dúett skipuðu írski fiðluleikarinn Fionnuala Sherry og fyrrnefndur Rolf Løvland. Þau vöktu fyrst athygli þegar þau unnu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 1995 með laginu Nocturne.Í flutningi Secret Garden náði lagið athygli einhverra í Bretlandi en það var ekki fyrr en söngvarinn Josh Groban flutti það sem það sló í gegn á heimsvísu. Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Út er komin ný útgáfa á ensku af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason. Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. Þessari útgáfu af laginu er ætlað að undirstrika skyldleika lagsins You Raise Me Up við Söknuð en klukkan 14 í dag hefst blaðamannafundur Jóhanns Helgasonar vegna fyrirhugaðrar málsóknar hans gegn Universal Music, norska lagahöfundinum Rolf Løvland og fleirum vegna meints hugverkastuldar á Söknuði.Á fundinum, sem haldinn er í Hljóðrita, verður kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97 prósent. Gert er ráð fyrir að kostnaður við málaferlin verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. Lag Jóhanns er samið við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar sem söng það inn á hljómplötu árið 1977. Hefur því verið haldið fram að Rolf Løvland hafi heyrt lagið Söknuð á meðan hann dvaldi hér á landi og fékk kynningarkasettu með íslenskum lögum. Jóhann hefur staðið í þessari baráttu í um áratug en lagið You Raise Me Up var fyrst flutt af írsk/norska dúettinum Secret Garden. Þann dúett skipuðu írski fiðluleikarinn Fionnuala Sherry og fyrrnefndur Rolf Løvland. Þau vöktu fyrst athygli þegar þau unnu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 1995 með laginu Nocturne.Í flutningi Secret Garden náði lagið athygli einhverra í Bretlandi en það var ekki fyrr en söngvarinn Josh Groban flutti það sem það sló í gegn á heimsvísu.
Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20