Ronaldo kom Real yfir snemma leiks en það er annað mark hans sem vakti sanngjarna athygli, stórbrotin bakfallsspyrna úr miðjum markteignum.
Sjá einnig: Sjáðu glæsimark Ronaldo og magnaða lýsingu Hödda Magg
Real vann leikinn 0-3 og er í frábærri stöðu fyrir seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Knattspyrnustjóri Real, fyrrum stórstjarnan Zinedine Zidane, var þó ekki eins hrifinn og margir aðrir og sagðist hafa skorað betra mark á sínum tíma.
Aðspurður í viðtali eftir leikinn hvort markið hafi verið fallegra, mark Ronaldo eða mark hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Bayer Leverkusen árið 2002 sagði Zidane: „Markið mitt. Klárlega.“
Hann var þó ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum.
„Það er ekki auðvelt að skora þrjú mörk gegn Juventus á þeirra heimavelli. Við spiluðum frábærlega en Juve spilaði einnig vel og settu pressu á okkur. Þeir fengu færi til að skora mörk en við vorum beinskeyttari.“
„Cristiano Ronaldo er öðruvísi en allir aðrir og hann vill alltaf gera eitthvað stórkostlegt í Meistaradeildinni. Markið hans var frábært en hann misnotaði tvö mun auðveldari færi,“ sagði Zinedine Zidane.
Mark Zidane frá 2002 má sjá í myndbandinu hér að neðan.