Vilja fá Íslendinga til Noregs í víkinganám Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. apríl 2018 08:00 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur heimsótt skólann til að kynna sér námið. Tormod Flatebo, ljósmyndari Fjordabladet, tók mynd af henni. Fjórtán nemendur á víkingalínu í lýðháskóla í Nordfjordeid í Noregi koma hingað til Íslands á morgun í tengslum við nám sitt. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir íslenskra víkinga. „Við erum með hóp í víkinganámi. Þeir læra stálsmíði, leðurvinnu og að útbúa föt og mat að hætti víkinganna. Svo læra þeir að sigla víkingaskipi og svo framvegis,“ segir Stig Myren, sérfræðingur í víkingafræðum og kennari í náminu. Hann segir að í náminu sé sjónum beint að því sem vitað er um víkingaöldina og hvernig sýn manna á víkingana hefur breyst yfir tímann, meðal annars vegna sjónvarpsins. Stig segir að hópurinn verði hér á landi í eina viku, en þetta er í annað skipti sem nemendur í þessu námi fara til Íslands.Stig G. Myren, sérfræðingur í víkingafræðum.Stig segir að hluti af náminu sé reiðkennsla og að nokkrir nemendanna hyggist fara á hestbak hér. Svo stefna nemendurnir líka á að kynna sér glímu á Íslandi. Stig segir þó að það hafi reynst mjög erfitt að finna glímuiðkendur sem geti tekið á móti þeim. Íslendingurinn Marta Eiríksdóttir býr í Nordfjordeid Noregi, þar sem lýðháskólinn er og kennir jóga einu sinni í viku. Hún segir Norðmenn hafa mikinn áhuga á sögu landnámsmannanna norsku sem sigldu til Íslands og hún hafi verið beðin um að segja þá sögu oftar en einu sinni. „Ísland er eins og Mekka er fyrir múslima. Þetta er landið sem varðveitt hefur tungumálið forna, dýrategundirnar eins og íslenska hestinn, landnámshænur og fleira vegna mjög strangra krafa yfirvalda um verndun íslenskrar náttúru,“ segir Marta. Marta segir að skólanum sé umhugað um að fá Íslendinga í námið og hvetur þá sem gætu haft áhuga á náminu að kynna sér það betur. „Ég held að það þurfi að hrista aðeins upp í Íslendingum, að þeir átti sig aðeins á því hvaðan við komum. Við erum ekki Ameríkanar og við erum ekki Danir. Við erum Norðmenn. Það þarf að dusta rykið af þessu og það er verið að gera það í þessum litla bæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Norðurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Fjórtán nemendur á víkingalínu í lýðháskóla í Nordfjordeid í Noregi koma hingað til Íslands á morgun í tengslum við nám sitt. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir íslenskra víkinga. „Við erum með hóp í víkinganámi. Þeir læra stálsmíði, leðurvinnu og að útbúa föt og mat að hætti víkinganna. Svo læra þeir að sigla víkingaskipi og svo framvegis,“ segir Stig Myren, sérfræðingur í víkingafræðum og kennari í náminu. Hann segir að í náminu sé sjónum beint að því sem vitað er um víkingaöldina og hvernig sýn manna á víkingana hefur breyst yfir tímann, meðal annars vegna sjónvarpsins. Stig segir að hópurinn verði hér á landi í eina viku, en þetta er í annað skipti sem nemendur í þessu námi fara til Íslands.Stig G. Myren, sérfræðingur í víkingafræðum.Stig segir að hluti af náminu sé reiðkennsla og að nokkrir nemendanna hyggist fara á hestbak hér. Svo stefna nemendurnir líka á að kynna sér glímu á Íslandi. Stig segir þó að það hafi reynst mjög erfitt að finna glímuiðkendur sem geti tekið á móti þeim. Íslendingurinn Marta Eiríksdóttir býr í Nordfjordeid Noregi, þar sem lýðháskólinn er og kennir jóga einu sinni í viku. Hún segir Norðmenn hafa mikinn áhuga á sögu landnámsmannanna norsku sem sigldu til Íslands og hún hafi verið beðin um að segja þá sögu oftar en einu sinni. „Ísland er eins og Mekka er fyrir múslima. Þetta er landið sem varðveitt hefur tungumálið forna, dýrategundirnar eins og íslenska hestinn, landnámshænur og fleira vegna mjög strangra krafa yfirvalda um verndun íslenskrar náttúru,“ segir Marta. Marta segir að skólanum sé umhugað um að fá Íslendinga í námið og hvetur þá sem gætu haft áhuga á náminu að kynna sér það betur. „Ég held að það þurfi að hrista aðeins upp í Íslendingum, að þeir átti sig aðeins á því hvaðan við komum. Við erum ekki Ameríkanar og við erum ekki Danir. Við erum Norðmenn. Það þarf að dusta rykið af þessu og það er verið að gera það í þessum litla bæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Norðurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira