Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Hersir Aron Ólafsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 1. apríl 2018 20:10 Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. Hann telur ólíklegt að meirihluti bæjarbúa séu móttfallnir fyrirhugðu niðurrifi. Lengi hefur staðið styr um húsnæðisins við Framnesveg 9 þar sem sundhöll Keflavíkur var áður starfrækt. Húsið var byggt á fimmta áratug síðustu aldar en til stendur að rífa það til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð. Bæjarstjórnin heimilaði niðurrif og uppbyggingu á dögunum en hollvinir hússins ætla að kæra afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsnefnd. Þeir telja einn nefndarmanna vanhæfan. „Þetta er nefndarmaður sem er vensluð eigendum hússins og í öllum málum sem varða það fyrirtæki og þessa uppbyggingu á þessum reit, eða þessi deilskipulagsáform, þá hefur hún alltaf vikið, þar til núna og það er kannski eina skiptið sem hennar atkvæði skiptir máli því það fór þrjú tvö,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka sundhallarinnar. „Við förum eftir lögum sem heita sveitarstjórnarlög og í 20. grein þeirra laga stendur svo ekki er um villst að viðkomandi nefndarmaður var ekki vanhæfur í málinu,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Ástand hússins er miður gott en þar er hnefaleikafélag bæjarins nú með aðstöðu. Eigandi hússins vill rífa það og byggja á reitnum. Ragnheiður Elín telur hins vegar að hægt væri að koma því í betra ástand og önnur not. „Það er verið að þyrla upp moldviðri í málinu. Ég held að við eigum bara að fara að hugsa um það sem skiptir máli í þessu. Það er búið að liggja fyrir síðan 2006 að þessi sundlaug átti að fara,“ segir Guðbrandur. Nokkuð virkur Facebook hópur með 1.550 meðlimi berst gegn niðurrifi hússins, en á þeim vettvangi var efnt til undirskriftarsöfnunar um málið. „Ég held að það hafi fengist fimm hundrað undirskriftir. Þar af var helmingurinn búsettur utan svæðis,“ segir Guðbrandur. Ragnheiður Elín segir hins vegar að húsið hafi mikið tilfinningagildi fyrir fjölda bæjarbúa, íbúarnir hafi sjálfir safnað fyrir og byggt höllina sem auk þess sé hönnuð af einum ástsælasta arkitekt þjóðarinnar, Guðjóni Samúelssyni. „Þetta er einungis ein af þremur byggingum sem teiknuð er af Guðjóni hér í bænum þannig að þá aðeins af þeirri ástæðu þykir okkur hún mjög varðveisluverð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Reykjanesbær Sundlaugar Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. Hann telur ólíklegt að meirihluti bæjarbúa séu móttfallnir fyrirhugðu niðurrifi. Lengi hefur staðið styr um húsnæðisins við Framnesveg 9 þar sem sundhöll Keflavíkur var áður starfrækt. Húsið var byggt á fimmta áratug síðustu aldar en til stendur að rífa það til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð. Bæjarstjórnin heimilaði niðurrif og uppbyggingu á dögunum en hollvinir hússins ætla að kæra afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsnefnd. Þeir telja einn nefndarmanna vanhæfan. „Þetta er nefndarmaður sem er vensluð eigendum hússins og í öllum málum sem varða það fyrirtæki og þessa uppbyggingu á þessum reit, eða þessi deilskipulagsáform, þá hefur hún alltaf vikið, þar til núna og það er kannski eina skiptið sem hennar atkvæði skiptir máli því það fór þrjú tvö,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka sundhallarinnar. „Við förum eftir lögum sem heita sveitarstjórnarlög og í 20. grein þeirra laga stendur svo ekki er um villst að viðkomandi nefndarmaður var ekki vanhæfur í málinu,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Ástand hússins er miður gott en þar er hnefaleikafélag bæjarins nú með aðstöðu. Eigandi hússins vill rífa það og byggja á reitnum. Ragnheiður Elín telur hins vegar að hægt væri að koma því í betra ástand og önnur not. „Það er verið að þyrla upp moldviðri í málinu. Ég held að við eigum bara að fara að hugsa um það sem skiptir máli í þessu. Það er búið að liggja fyrir síðan 2006 að þessi sundlaug átti að fara,“ segir Guðbrandur. Nokkuð virkur Facebook hópur með 1.550 meðlimi berst gegn niðurrifi hússins, en á þeim vettvangi var efnt til undirskriftarsöfnunar um málið. „Ég held að það hafi fengist fimm hundrað undirskriftir. Þar af var helmingurinn búsettur utan svæðis,“ segir Guðbrandur. Ragnheiður Elín segir hins vegar að húsið hafi mikið tilfinningagildi fyrir fjölda bæjarbúa, íbúarnir hafi sjálfir safnað fyrir og byggt höllina sem auk þess sé hönnuð af einum ástsælasta arkitekt þjóðarinnar, Guðjóni Samúelssyni. „Þetta er einungis ein af þremur byggingum sem teiknuð er af Guðjóni hér í bænum þannig að þá aðeins af þeirri ástæðu þykir okkur hún mjög varðveisluverð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Reykjanesbær Sundlaugar Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent