Valdís í toppbaráttu í Morokkó Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. apríl 2018 19:16 Valdís Þóra Jónsdóttir. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu í Lalla Maryem bikarnum sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, sterkustu mótaröð Evrópu, eftir fyrsta hring mótsins í Morokkó í dag. Valdís lék hringinn í dag á 71 höggi sem er eitt högg undir pari. Hún er jöfn í 5.-13. sæti eftir fyrsta hring, þremur höggum frá Nicole Garcia sem leiðir mótið á fjórum höggum undir pari. Skagamærin fór hringinn í dag með þó nokkrum látum, fékk þrjá skolla og fjóra fugla. „Ég var bara nokkuð ánægð með hringinn,“ sagði Valdís Þóra þegar hún hafði lokið keppni. „Ég byrjaði ekki með gott tempó í sveiflunni en náði að hægja á mér og járnahöggin voru orðin mjög góð frá fimmtu holu.“ „Ég er virkilega ánægð með hvar leikurinn minn er.“ Valdís fer af stað á öðrum hring klukkan 13:20 að íslenskum tíma á morgun. Golf Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu í Lalla Maryem bikarnum sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, sterkustu mótaröð Evrópu, eftir fyrsta hring mótsins í Morokkó í dag. Valdís lék hringinn í dag á 71 höggi sem er eitt högg undir pari. Hún er jöfn í 5.-13. sæti eftir fyrsta hring, þremur höggum frá Nicole Garcia sem leiðir mótið á fjórum höggum undir pari. Skagamærin fór hringinn í dag með þó nokkrum látum, fékk þrjá skolla og fjóra fugla. „Ég var bara nokkuð ánægð með hringinn,“ sagði Valdís Þóra þegar hún hafði lokið keppni. „Ég byrjaði ekki með gott tempó í sveiflunni en náði að hægja á mér og járnahöggin voru orðin mjög góð frá fimmtu holu.“ „Ég er virkilega ánægð með hvar leikurinn minn er.“ Valdís fer af stað á öðrum hring klukkan 13:20 að íslenskum tíma á morgun.
Golf Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira