Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 15:43 Sindri strauk frá fangelsinu að Sogni. samsett Rannsókn á máli strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar stendur enn yfir og unnið að því að hafa hendur í hári hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að tveir hafi verið yfirheyrðir með stöðu sakbornings vegna gruns aðild þeirra að flótta Sindra Þórs en hafa verið látnir lausir lausir. Fjöldi upplýsinga og ábendinga hafa borist lögreglu og stendur úrvinnsla þeirra yfir. Sindri Þór flúði úr fangelsinu Sogni í Ölfusi um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags. Hann fór þaðan til Keflavíkurflugvallar og flaug með farþegaþotu Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans.Ekkert spurst til hansGunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi í morgun að ekkert hefði spurst til Sindra Þórs frá því hann kom til Svíþjóðar. Ekki liggur því fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann flaug þaðan til annars lands. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar en Gunnar sagði við Vísi að Sindri hefði ekki notast við falsað vegabréf til að komast úr landinu. Svíþjóð er innan Schengen-svæðisins og fer það eftir flugfélögum hvort að farþegar þurfa að framvísa vegabréfum áður en þeir fara um borð í vélarnar. Gunnar sagði í samtali við Vísi í gær að fullyrða mætti að Sindri hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Í haldi vegna Bitcoin-málsSindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Rannsókn á máli strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar stendur enn yfir og unnið að því að hafa hendur í hári hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að tveir hafi verið yfirheyrðir með stöðu sakbornings vegna gruns aðild þeirra að flótta Sindra Þórs en hafa verið látnir lausir lausir. Fjöldi upplýsinga og ábendinga hafa borist lögreglu og stendur úrvinnsla þeirra yfir. Sindri Þór flúði úr fangelsinu Sogni í Ölfusi um klukkan eitt aðfaranótt þriðjudags. Hann fór þaðan til Keflavíkurflugvallar og flaug með farþegaþotu Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi um klukkan hálf átta í gærmorgun, eða rétt áður en lögreglu barst tilkynning um flótta hans.Ekkert spurst til hansGunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi í morgun að ekkert hefði spurst til Sindra Þórs frá því hann kom til Svíþjóðar. Ekki liggur því fyrir hvort hann sé enn í Svíþjóð eða hvort hann flaug þaðan til annars lands. Fyrir liggur að Sindri ferðaðist á nafni annars manns með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar en Gunnar sagði við Vísi að Sindri hefði ekki notast við falsað vegabréf til að komast úr landinu. Svíþjóð er innan Schengen-svæðisins og fer það eftir flugfélögum hvort að farþegar þurfa að framvísa vegabréfum áður en þeir fara um borð í vélarnar. Gunnar sagði í samtali við Vísi í gær að fullyrða mætti að Sindri hefði átt sér vitorðsmann eða vitorðsmenn við flóttann.Í haldi vegna Bitcoin-málsSindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Undanfarna tíu daga hefur hann verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti að sögn fangelsismálastjóra. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33
Ekkert spurst til Sindra frá því hann kom til Svíþjóðar Liggur ekki fyrir hvort hann er enn þar eða farinn til annars lands. 18. apríl 2018 10:45