Mál Arnfríðar fer fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2018 13:05 Talið var að orð ríkissaksóknara myndu auka líkurnar á því að Hæstiréttur veitti áfrýjunarleyfið sem nú er orðin niðurstaðan. Dómsmálaráðuneytið Hæstiréttur hefur fallist á kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns um áfrýjunarleyfi í máli sem Arnfríður Einarsdóttir dæmdi í Landsrétti í mars. Í málinu var karlmaður dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir ýmis umferðarlagabrot og brot á reynslulausn. Áður en til meðferðar málsins kom í Landsrétti gerði Vilhjálmur, verjandi mannsins, þá kröfu að Arnfríður, einn þriggja dómara í málinu, viki sæti. Ástæðan væri sú að Arnfríður hefði verið ein fjögurra sem dómsmálaráðherra skipaði dómara við Landsrétt þrátt fyrir að hún hefði ekki verið á lista þeirra fimmtán sem sérstök hæfisnefnd taldi hæfasta. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að skipun ráðherra hefði verið ólögmæt. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu þann 22. febrúar og var niðurstaðan sú að Arnfríði bæri ekki að víkja sæti. Arnfríður kvað upp úrskurðinn sjálf auk þeirra Jóhannesar Sigurðssonar og Þorgeirs Inga Njálssonar. Leitaði Vilhjálmur til Hæstaréttar sem vísaði kröfunni frá. Eftir að dómur var kveðinn upp í málinu í mars óskaði Vilhjálmur eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Jón H. B. Snorrason, saksóknari í máli umjóðbanda Vilhjálms, mælti með því fyrir hönd ríkissaksóknara að mjög mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um málið. Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstiréttur vísar frá kröfu um vanhæfi dómara við Landsrétt Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. 8. mars 2018 12:29 Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Ríkissaksóknari vill úrlausn Hæstaréttar um skipan Arnfríðar Talið er að orð ríkissaksóknara auki líkurnar á því að Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið. 15. apríl 2018 21:15 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns um áfrýjunarleyfi í máli sem Arnfríður Einarsdóttir dæmdi í Landsrétti í mars. Í málinu var karlmaður dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir ýmis umferðarlagabrot og brot á reynslulausn. Áður en til meðferðar málsins kom í Landsrétti gerði Vilhjálmur, verjandi mannsins, þá kröfu að Arnfríður, einn þriggja dómara í málinu, viki sæti. Ástæðan væri sú að Arnfríður hefði verið ein fjögurra sem dómsmálaráðherra skipaði dómara við Landsrétt þrátt fyrir að hún hefði ekki verið á lista þeirra fimmtán sem sérstök hæfisnefnd taldi hæfasta. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að skipun ráðherra hefði verið ólögmæt. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu þann 22. febrúar og var niðurstaðan sú að Arnfríði bæri ekki að víkja sæti. Arnfríður kvað upp úrskurðinn sjálf auk þeirra Jóhannesar Sigurðssonar og Þorgeirs Inga Njálssonar. Leitaði Vilhjálmur til Hæstaréttar sem vísaði kröfunni frá. Eftir að dómur var kveðinn upp í málinu í mars óskaði Vilhjálmur eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Jón H. B. Snorrason, saksóknari í máli umjóðbanda Vilhjálms, mælti með því fyrir hönd ríkissaksóknara að mjög mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstaréttar um málið.
Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstiréttur vísar frá kröfu um vanhæfi dómara við Landsrétt Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. 8. mars 2018 12:29 Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Ríkissaksóknari vill úrlausn Hæstaréttar um skipan Arnfríðar Talið er að orð ríkissaksóknara auki líkurnar á því að Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið. 15. apríl 2018 21:15 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Hæstiréttur vísar frá kröfu um vanhæfi dómara við Landsrétt Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. 8. mars 2018 12:29
Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21
Ríkissaksóknari vill úrlausn Hæstaréttar um skipan Arnfríðar Talið er að orð ríkissaksóknara auki líkurnar á því að Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið. 15. apríl 2018 21:15