Segir sig frá varaþingmennsku vegna áfengisvanda Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2018 12:53 Guðmundur Sævar segir að opinber staða sé ekki fyrir sig eins og staðan er í dag. Guðmundur Sævar Sævarsson, varaþingmaður Flokks fólksins, hefur sagt sig frá varaþingmennsku. Er það vegna atviks sem Vísir greindi frá í gær og snýr að því að Guðmundur Sævar drakk sig ofurölvi í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Þar mun hann hafa áreitt konur, verið með óviðeigandi snertingar og fór svo að lokum að starfsmaður hótelsins var kallaður til og var honum vísað á dyr. Guðmundur Sævar sagðist í gær eiga við áfengisvanda að stríða, sem hann sé að taka á. Og nú hefur hann sent frá sér yfirlýsingu sem fylgir hér orðrétt neðar. En, þar kemur fram að hann segi sig frá öllu sem heita má opinber staða: „Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Guðmundar Sævars.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar ásamt félögum sínum, kosningasigri.visir/ernirYfirlýsing Guðmundar Sævars „Í ljósi þeirra umræðna sem hefur verið vil ég endurtaka að, ég þáði að fara í matarboð á vegum forseta þingsins. Í tilteknum matarboði drakk ég úr hófi og hagaði mér ósæmilega, Á því hef ég beðið innilegar afsökunar, enda skömmin min og er ég og mun vera ævanlega þakklátur aðilum að hafa tekið við henni. Á sama tíma hef ég gert mér fulla grein fyrir því að ég á við áfengisvandamál að stríða sem ég er að fá aðstoð við, en á eftir langa vegferð þar. Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki. Annað sem hefur komið í kjölfarið er ekki svaravert og kemur af allt öðru meiði. Langar mig að biðja um að geta rétt nú við lífi mínu í friði til að verða mér og börnum mínum að sóma, án áfengis“. Alþingi Tengdar fréttir Varaþingmaður segist hafa hagað sér skammarlega á Hótel Sögu Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. 17. apríl 2018 14:11 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Guðmundur Sævar Sævarsson, varaþingmaður Flokks fólksins, hefur sagt sig frá varaþingmennsku. Er það vegna atviks sem Vísir greindi frá í gær og snýr að því að Guðmundur Sævar drakk sig ofurölvi í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Þar mun hann hafa áreitt konur, verið með óviðeigandi snertingar og fór svo að lokum að starfsmaður hótelsins var kallaður til og var honum vísað á dyr. Guðmundur Sævar sagðist í gær eiga við áfengisvanda að stríða, sem hann sé að taka á. Og nú hefur hann sent frá sér yfirlýsingu sem fylgir hér orðrétt neðar. En, þar kemur fram að hann segi sig frá öllu sem heita má opinber staða: „Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Guðmundar Sævars.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar ásamt félögum sínum, kosningasigri.visir/ernirYfirlýsing Guðmundar Sævars „Í ljósi þeirra umræðna sem hefur verið vil ég endurtaka að, ég þáði að fara í matarboð á vegum forseta þingsins. Í tilteknum matarboði drakk ég úr hófi og hagaði mér ósæmilega, Á því hef ég beðið innilegar afsökunar, enda skömmin min og er ég og mun vera ævanlega þakklátur aðilum að hafa tekið við henni. Á sama tíma hef ég gert mér fulla grein fyrir því að ég á við áfengisvandamál að stríða sem ég er að fá aðstoð við, en á eftir langa vegferð þar. Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki. Annað sem hefur komið í kjölfarið er ekki svaravert og kemur af allt öðru meiði. Langar mig að biðja um að geta rétt nú við lífi mínu í friði til að verða mér og börnum mínum að sóma, án áfengis“.
Alþingi Tengdar fréttir Varaþingmaður segist hafa hagað sér skammarlega á Hótel Sögu Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. 17. apríl 2018 14:11 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Varaþingmaður segist hafa hagað sér skammarlega á Hótel Sögu Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. 17. apríl 2018 14:11