Landlæknir vill gögn um frestanir aðgerða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 20:00 Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi. Læknaráð Landspítalans lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af viðvarandi skorti á legurýmum á gjörgæsludeildum spítalans og ítrekuðum frestunum stærri aðgerða vegna þess. Í fyrra þurfti að fresta 56% allra hjartaaðgerða og eru dæmi um að sömu aðgerðinni hafi verið frestað fimm sinnum. Landlæknir hefur nú kallað eftir gögnum og verður unnið að aðgerðum samkvæmt þeim. „Það er hversu margir eru að bíða og hversu lengi þeir hafa beðið. Og síðan líka nánar um þessar frestanir; hversu margar þær voru árið 2017 og síðan það sem af er þessu ári," segir Alma D. Möller landlæknir. Hún telur brýnast að efla mönnun til þess að hægt sé að taka á móti fólki á legudeildum. „Það er verkefni í gangi hjá Landspítala sem stuðlar að því að gera vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga betra og þá einnig á gjörgæslunni og vonir eru bundnar við að það skili árangri," segir Alma. „Það er verið að breyta vinnuskipulagi og ýmislegu í vinnutilhögun hjúkrunarfræðinga." Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans hefur bent á að spítalinn ráði illa við mikla fjölgun ferðamanna sem áttu 17% legudaga á síðasta ári. Landlæknir segir að þetta þurfi að skoða. „Varðandi fjölgun útlendinga þarf að grípa til margvíslegra forvarna eins og forstjóri Landspítlans hefur bent á." Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi. Læknaráð Landspítalans lýsti í síðustu viku yfir miklum áhyggjum af viðvarandi skorti á legurýmum á gjörgæsludeildum spítalans og ítrekuðum frestunum stærri aðgerða vegna þess. Í fyrra þurfti að fresta 56% allra hjartaaðgerða og eru dæmi um að sömu aðgerðinni hafi verið frestað fimm sinnum. Landlæknir hefur nú kallað eftir gögnum og verður unnið að aðgerðum samkvæmt þeim. „Það er hversu margir eru að bíða og hversu lengi þeir hafa beðið. Og síðan líka nánar um þessar frestanir; hversu margar þær voru árið 2017 og síðan það sem af er þessu ári," segir Alma D. Möller landlæknir. Hún telur brýnast að efla mönnun til þess að hægt sé að taka á móti fólki á legudeildum. „Það er verkefni í gangi hjá Landspítala sem stuðlar að því að gera vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga betra og þá einnig á gjörgæslunni og vonir eru bundnar við að það skili árangri," segir Alma. „Það er verið að breyta vinnuskipulagi og ýmislegu í vinnutilhögun hjúkrunarfræðinga." Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans hefur bent á að spítalinn ráði illa við mikla fjölgun ferðamanna sem áttu 17% legudaga á síðasta ári. Landlæknir segir að þetta þurfi að skoða. „Varðandi fjölgun útlendinga þarf að grípa til margvíslegra forvarna eins og forstjóri Landspítlans hefur bent á."
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira