Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 15. apríl 2018 19:15 Leikmenn ÍBV fagna fyrr á tímabilinu. Magnús er fyrir miðri mynd, númer fjögur. vísir/valli „Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. „ Þetta var bara sanngjarnt, það var betra liðið sem vann. Það er gott fyrir okkur að klára þetta í tveimur leikjum uppá Evrópukeppnina að gera,“ sagði Magnús, en ÍBV er einnig komið í undanúrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku líkt og fyrri leikur liðanna og segir Magnús að það hafi lítið komið sér á óvart enda var búið að draga línuna fyrir þetta einvígi „Við bjuggumst alveg við þessu. Dómararnir mega eiga það að þeir tóku ekki þátt í neinu bulli. Menn fengu bara tvær mínútur og rauð spjöld fyrir það sem þeir áttu skilið. Við vissum alveg að ÍR myndi mæta og hleypa þessu uppí smá vitleysu, það er þeirra leið til að mæta okkur.“ Eftir síðasta leik lét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, stór orð falla um Magnús. Bjarni talaði þar um að Magnús hafi lengi stundað það að meiða leikmenn viljandi til þess að vinna leiki. „Þetta viðtal kom verst út fyrir Bjarna, þetta var kjánalegt hjá honum. Þetta voru mjög alvarlegar ásakanir. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann sent einhvern á sjúkralista og hvað þá viljandi. Það má þá kíkja þessi þrjú til fjögur ár aftur í tímann og finna þann leikmann. Þetta er eitthvað „mind games“ hjá Bjarna sem er bara minni maður fyrir vikið. Þetta voru stór orð hjá honum.” Samkvæmt heimildum Vísir.is þá gekk Bjarni að Magnúsi eftir leik í Vestmannaeyjum og hótaði honum fyrir leikinn í dag. Magnús vildi ekki hafa orð Bjarna eftir. „Það er ekki birtingahæft. Ég get ekki sagt þetta, það var það ljótt að ég verð að sleppa þessu. Það var ýmislegt sagt og mjög ljótt, en alvarlegra en í þessu umrædda viðtali. Ég hafði meira álit á honum en þetta og það fór allt í þessu hvísli hjá honum til mín eftir leik. Honum hlýtur að líða eitthvað illa og verður að ná sér bara.” Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
„Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. „ Þetta var bara sanngjarnt, það var betra liðið sem vann. Það er gott fyrir okkur að klára þetta í tveimur leikjum uppá Evrópukeppnina að gera,“ sagði Magnús, en ÍBV er einnig komið í undanúrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku líkt og fyrri leikur liðanna og segir Magnús að það hafi lítið komið sér á óvart enda var búið að draga línuna fyrir þetta einvígi „Við bjuggumst alveg við þessu. Dómararnir mega eiga það að þeir tóku ekki þátt í neinu bulli. Menn fengu bara tvær mínútur og rauð spjöld fyrir það sem þeir áttu skilið. Við vissum alveg að ÍR myndi mæta og hleypa þessu uppí smá vitleysu, það er þeirra leið til að mæta okkur.“ Eftir síðasta leik lét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, stór orð falla um Magnús. Bjarni talaði þar um að Magnús hafi lengi stundað það að meiða leikmenn viljandi til þess að vinna leiki. „Þetta viðtal kom verst út fyrir Bjarna, þetta var kjánalegt hjá honum. Þetta voru mjög alvarlegar ásakanir. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann sent einhvern á sjúkralista og hvað þá viljandi. Það má þá kíkja þessi þrjú til fjögur ár aftur í tímann og finna þann leikmann. Þetta er eitthvað „mind games“ hjá Bjarna sem er bara minni maður fyrir vikið. Þetta voru stór orð hjá honum.” Samkvæmt heimildum Vísir.is þá gekk Bjarni að Magnúsi eftir leik í Vestmannaeyjum og hótaði honum fyrir leikinn í dag. Magnús vildi ekki hafa orð Bjarna eftir. „Það er ekki birtingahæft. Ég get ekki sagt þetta, það var það ljótt að ég verð að sleppa þessu. Það var ýmislegt sagt og mjög ljótt, en alvarlegra en í þessu umrædda viðtali. Ég hafði meira álit á honum en þetta og það fór allt í þessu hvísli hjá honum til mín eftir leik. Honum hlýtur að líða eitthvað illa og verður að ná sér bara.”
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira