Finnum fyrir miklum fordómum kpt skrifar 14. apríl 2018 16:00 Valkyrjur er fyrsta klappstýruteymi Íslands en þetta hófst allt saman í kollinum á Ósk Tryggvadóttur sem er ein af klappstýrunum. fréttablaðið/Ernir Valkyrjur eru nýr íslenskur klappstýruhópur sem skemmtir á leikjum Einherja, íslensks ruðningsliðs, en þær komu einnig fram á leik ÍR og Tindastóls í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla á dögunum. Er þetta fyrsta klappstýruteymi Íslands en þetta hófst allt saman í kollinum á Ósk Tryggvadóttur sem er ein af klappstýrunum. Fyrstu mánuðurnir fóru í að skoða atriði á YouTube og að æfa þau.Engin skilyrði Hún segir engin skilyrði sett til þess að mæta á fyrstu æfingu en að þetta sé líkamlega erfitt og geti þær því ekki tekið hvern sem er inn. „Ég var búin að vera í fimleikum þegar ég var yngri og var að leita mér að íþrótt eftir að ég hætti. Ég hafði alveg hugsað út í þá hugmynd svona á léttu nótunum að stofna klappstýrulið og strákur sem ég var að hitta á sínum tíma sem er í Einherjum stakk upp á því að ég myndi smala saman stelpum og halda sýningu í hálfleik. Ég fór og fann tíu stelpur strax og við skoðuðum myndbönd á YouTube en það eru ekki allt sömu stelpur og eru í dag,“ sagði Ósk sem sagði klappstýruteymið vera með mismunandi bakgrunn. „Það eru margar með mismunandi bakgrunn, sumar koma úr dansi og fimleikum en aðrar eru ekki jafn reyndar. Það eru í raun engin skilyrði sem við setjum, þú þarft að hafa styrk og kunna að dansa en annars erum við með opnar æfingar út vorið þar sem hver sem er velkomin að prófa. Ef aðili hefur metnað og áhuga á þessu er það svo skoðað.“ Það þarf að vera í góðu formi til að vera klappstýra en Ósk segir að þær séu með æfingar fimm sinnum í viku.Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina.frettabladid/ernir„Það þarf mikinn styrk því við erum að fleygja fólki upp í loftið, við æfum fimm sinnum í viku og það er þrekþjálfun á hverri æfingu. Við æfum tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum og einu sinni á miðvikudögum.“Finnum fyrir fordómum Hún segir að þær finni fyrir miklum fordómum á stundum en þær nái að útiloka það. „Við finnum fyrir mjög miklum fordómum en við hlustum ekkert á það. Helst eru það afbrýðisamar stelpur og eldra fólk sem segir að þetta sé of kynferðislegt. Fólk segir að við séum í stuttum pilsum og flegnum bolum að dilla okkur en það er rugl, “ sagði Ósk og bætti við: „Þetta er alvöru íþrótt, alveg eins og allt annað.“ Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina. „Við finnum fyrir auknum áhuga og erum að verða þekktari, draumur minn er að allt Ísland viti af þessu og að yngri stelpur viti af þessum möguleika og geti æft. Í dag erum við helst með sýningu á Einherjaleikjum en við erum alltaf tilbúnar að taka að okkur verkefni því að umfjöllunin styrkir okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Sjá meira
Valkyrjur eru nýr íslenskur klappstýruhópur sem skemmtir á leikjum Einherja, íslensks ruðningsliðs, en þær komu einnig fram á leik ÍR og Tindastóls í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla á dögunum. Er þetta fyrsta klappstýruteymi Íslands en þetta hófst allt saman í kollinum á Ósk Tryggvadóttur sem er ein af klappstýrunum. Fyrstu mánuðurnir fóru í að skoða atriði á YouTube og að æfa þau.Engin skilyrði Hún segir engin skilyrði sett til þess að mæta á fyrstu æfingu en að þetta sé líkamlega erfitt og geti þær því ekki tekið hvern sem er inn. „Ég var búin að vera í fimleikum þegar ég var yngri og var að leita mér að íþrótt eftir að ég hætti. Ég hafði alveg hugsað út í þá hugmynd svona á léttu nótunum að stofna klappstýrulið og strákur sem ég var að hitta á sínum tíma sem er í Einherjum stakk upp á því að ég myndi smala saman stelpum og halda sýningu í hálfleik. Ég fór og fann tíu stelpur strax og við skoðuðum myndbönd á YouTube en það eru ekki allt sömu stelpur og eru í dag,“ sagði Ósk sem sagði klappstýruteymið vera með mismunandi bakgrunn. „Það eru margar með mismunandi bakgrunn, sumar koma úr dansi og fimleikum en aðrar eru ekki jafn reyndar. Það eru í raun engin skilyrði sem við setjum, þú þarft að hafa styrk og kunna að dansa en annars erum við með opnar æfingar út vorið þar sem hver sem er velkomin að prófa. Ef aðili hefur metnað og áhuga á þessu er það svo skoðað.“ Það þarf að vera í góðu formi til að vera klappstýra en Ósk segir að þær séu með æfingar fimm sinnum í viku.Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina.frettabladid/ernir„Það þarf mikinn styrk því við erum að fleygja fólki upp í loftið, við æfum fimm sinnum í viku og það er þrekþjálfun á hverri æfingu. Við æfum tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum og einu sinni á miðvikudögum.“Finnum fyrir fordómum Hún segir að þær finni fyrir miklum fordómum á stundum en þær nái að útiloka það. „Við finnum fyrir mjög miklum fordómum en við hlustum ekkert á það. Helst eru það afbrýðisamar stelpur og eldra fólk sem segir að þetta sé of kynferðislegt. Fólk segir að við séum í stuttum pilsum og flegnum bolum að dilla okkur en það er rugl, “ sagði Ósk og bætti við: „Þetta er alvöru íþrótt, alveg eins og allt annað.“ Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina. „Við finnum fyrir auknum áhuga og erum að verða þekktari, draumur minn er að allt Ísland viti af þessu og að yngri stelpur viti af þessum möguleika og geti æft. Í dag erum við helst með sýningu á Einherjaleikjum en við erum alltaf tilbúnar að taka að okkur verkefni því að umfjöllunin styrkir okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Sjá meira