Buffon stimplaði sig út eins og Zidane fyrir tólf árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2018 10:00 Gianluigi Buffon segir Michael Oliver sína skoðun. Vísir/Getty Það gleymist seint hvernig Zinedine Zidane endaði frábæran fótboltaferil sinn og það lítur út fyrir að einn endalok eins besta markvarðar allra tíma verði á svipuðum nótunum. Gianluigi Buffon endaði fótboltaferillinn sinn á stóra sviðinu í gærkvöldi þegar hann var rekinn útaf í uppbótartíma í seinni undanúrslitaleik Juventus og Real Madrid í Meistaradeildinni. Buffon missti algjörlega stjórn á sér þegar Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu á Juventus í uppbótartíma þegar Juventus var búið að vinna upp þriggja marka forystu Real og allt stefndi í framlengingu. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni og Real Madrid tryggði sér með því sæti í undanúrslitunum. 12 years ago, Buffon "retired" Zidane from football (with expulsion included) and today Zidane has "retired" Buffon from the Champions League (with expulsion included). The circle of life. The soccer cycle. Legends in any case. And none of them deserved an end like that #RMAJUVpic.twitter.com/5VZz6BwDH7 — MisterChip (English) (@MisterChiping) April 11, 2018 Það er vel hægt að líkja endalokum Gianluigi Buffon við þau hjá Zinedine Zidane á HM í Þýskalandi fyrir tólf árum. Zidane fékk þá rautt spjald í úrslitaleiknum á móti Gianluigi Buffon og félögum í ítalska landsliðinu og Frakkar töpuðu í vítakeppni. Nú var það Buffon sem fékk rautt spjald í leik á móti liði Real Madrid sem er einmitt þjálfað af umræddum Zinedine Zidane.Gianluigi Buffon has played his final match in the Champions League. 117 appearances 50 clean sheets Not the end anyone wanted. pic.twitter.com/UdbluxGeff — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2018 Gianluigi Buffon ætlaði sér að enda ferilinn á HM í Rússlandi í sumar en ítalska landsliðið komst ekki þangað. Hann dreymdi um að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum en ekkert verður að því þökk sé dómi Michael Oliver í gærkvöldi. Gianluigi Buffon á eftir að spila leiki heima fyrir þar sem liðið er á toppnum í deildinni og komið í bikarúrslitaleikinn. Buffon getur því endað ferilinn sem tvöfaldur meistari en ferill hans í alþjóðlegum fótbolta endaði hinsvegar með rauðu spjaldi á Santiago Bernabeu í gærkvöldi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Sjá meira
Það gleymist seint hvernig Zinedine Zidane endaði frábæran fótboltaferil sinn og það lítur út fyrir að einn endalok eins besta markvarðar allra tíma verði á svipuðum nótunum. Gianluigi Buffon endaði fótboltaferillinn sinn á stóra sviðinu í gærkvöldi þegar hann var rekinn útaf í uppbótartíma í seinni undanúrslitaleik Juventus og Real Madrid í Meistaradeildinni. Buffon missti algjörlega stjórn á sér þegar Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu á Juventus í uppbótartíma þegar Juventus var búið að vinna upp þriggja marka forystu Real og allt stefndi í framlengingu. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni og Real Madrid tryggði sér með því sæti í undanúrslitunum. 12 years ago, Buffon "retired" Zidane from football (with expulsion included) and today Zidane has "retired" Buffon from the Champions League (with expulsion included). The circle of life. The soccer cycle. Legends in any case. And none of them deserved an end like that #RMAJUVpic.twitter.com/5VZz6BwDH7 — MisterChip (English) (@MisterChiping) April 11, 2018 Það er vel hægt að líkja endalokum Gianluigi Buffon við þau hjá Zinedine Zidane á HM í Þýskalandi fyrir tólf árum. Zidane fékk þá rautt spjald í úrslitaleiknum á móti Gianluigi Buffon og félögum í ítalska landsliðinu og Frakkar töpuðu í vítakeppni. Nú var það Buffon sem fékk rautt spjald í leik á móti liði Real Madrid sem er einmitt þjálfað af umræddum Zinedine Zidane.Gianluigi Buffon has played his final match in the Champions League. 117 appearances 50 clean sheets Not the end anyone wanted. pic.twitter.com/UdbluxGeff — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2018 Gianluigi Buffon ætlaði sér að enda ferilinn á HM í Rússlandi í sumar en ítalska landsliðið komst ekki þangað. Hann dreymdi um að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum en ekkert verður að því þökk sé dómi Michael Oliver í gærkvöldi. Gianluigi Buffon á eftir að spila leiki heima fyrir þar sem liðið er á toppnum í deildinni og komið í bikarúrslitaleikinn. Buffon getur því endað ferilinn sem tvöfaldur meistari en ferill hans í alþjóðlegum fótbolta endaði hinsvegar með rauðu spjaldi á Santiago Bernabeu í gærkvöldi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Sjá meira