Brasilímaðurinn vildi ólmur fara til Barcelona í janúar en nú nokkrum mánuðum síðar er Liverpool komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og Barcelona er úr leik.
Philippe Coutinho gat reyndar ekki hjálpað Barcelona liðinu í útsláttarkeppninni því hann átti ekki spila með tveimur liðum á þessu Meistaradeildartímabili.
Por cierto, Coutinho está a tres partidos del Liverpool de ser campeón de Europa. Es el único jugador de la plantilla del Barcelona que no ha sido eliminado hoy.
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 10, 2018
Barcelona þarf því enn á ný að sætta sig við það að detta út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Þetta breytir því þó ekki að Philippe Coutinho getur enn orðið Evrópumeistari því Liverpool, eina liðið sem hann hefur spilað með í Meistaradeildinni í vetur, er enn með í keppninni.
Liverpool komst áfram með því að slá út Manchester City samanlagt 5-1. Mótherjarnir í undanúrslitun gætu orðið Roma, Real Madrid eða Bayern Münhcen þó Sevilla og Juventus eigi enn möguleika á því á komast áfram í kvöld.
When you leave Liverpool for Barcelona to WIN Champions League and end up going out of the tournament before them... pic.twitter.com/Bjuqt8nn42
— GeniusFootball (@GeniusFootball) April 10, 2018
Philippe Coutinho ætti því að fá verðlaunapening fari svo að Liverpool fari alla leið og vinni Meistaradeildina í maí.