Launin fóru niður en lífsgæðin upp Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 09:15 Hilmar Sigvaldason við vitana á Breið. Vísir/Sammi Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. Hann segir laun sín hafa lækkað við breytinguna en lífsgæðin og hamingjan hafi aukist til muna. Á hverjum degi hitti hann og spjalli við nýtt fólk sem komi víðs vegar að úr heiminum og enginn dagur sé eins. „Klikkaðar hugmyndir eru yfirleitt þær sem virka best,“ sagði Hilmar við blaðamann sem kom við hjá honum á dögunum og ræddi við hann um vitaævintýri sitt. Hilmar hefur verið í forsvari fyrir hóp fólks sem unnið hefur að endurbótum og opnun vitanna á Breið á Akranesi.Byssuskot í ljóshúsið Þegar átakið hófst var ástand gamla vitans ekki gott. Mikið var um steypuskemmdir, allir gluggar voru brotnir og einhver hafði skotið í ljóshús hundrað ára gamals vitans. Gamli vitinn var reistur árið 1918 og Akranesviti á seinnistríðsárunum. „Þegar við komum þessu af stað var ég að nota frítíma minn í verkið,“ segir Hilmar, sem vann á tólf tíma vöktum í álverinu og varði öðrum tíma sínum við vitana. Þar ræddi hann við ferðamenn sem voru á svæðinu og hleypti þeim jafnvel inn í Akranesvita og upp á topp hans en vitinn er um 23 metra hár. Upphafið má rekja til Vitans, ljósmyndafélagsins sem Hilmar kom að því að stofna. Einn úr félaginu fékk þá hugmynd að það væri gaman að fara í vitann og taka myndir þar því útsýnið væri eflaust flott. Eftir að hafa sótt lyklana til Vegagerðarinnar geymdi Hilmar svo lyklana þar sem hann var formaður klúbbsins. Það var í mars 2012 að stóri vitinn var opnaður fyrir almenningi.Eldri vitinn var byggður árið 1918 og Akranesviti á seinnistríðsárunum.Vísir/SammiHilmar vakti athygli á gamla vitanum í grein í Morgunblaðinu sama ár og í kjölfar þess var farið í að gera hann upp. Til þess fékkst tíu milljóna króna styrkur úr styrktarsjóði sem afkomendur fyrsta vitavarðar vitans höfðu stofnað. Akraneskaupstaður lagði einnig fjórar milljónir til verksins.Þá hafði Hilmar varið miklum tíma í að kynda undir opnun stærri vitans, Akranesvita. „Þetta gekk nú ekkert rosalega vel til að byrja með,“ segir Hilmar. „Menn höfðu litla trú á þessu.“ Hilmar grínast einnig með það að ef hann færi með þessa hugmynd, að gera Vitana að vinsælum ferðamannastað, í banka í dag væri ólíklegt að honum yrði tekið fagnandi. Síðan þá hafa vitarnir orðið mjög vinsælir meðal ferðamanna. Í fyrra komu fjórtán þúsund manns að Akranesvita. Fólki er frjálst að ganga um svæðið en þarf að greiða 300 krónur til að fá að fara inn í nýrri vitann. Þeir sem fara inn í vitann eru taldir og því er greinilegt að mun fleiri mæta á svæðið en fara inn.Túrisminn breytt Akranesi gríðarlega Hilmar segist telja að í raun ætti talan að vera tvöföld. „Þetta eitt og sér hefur breytt túrismanum hér á Akranesi alveg gríðarlega.“ Hilmar segir einnig að mikil þörf sé á hóteli á Akranes. Gistipláss séu í bænum en ómögulegt sé að taka á móti stærri hópum. Hann segist einnig sjá tækifæri víða og telur að vel væri hægt að gera ferðaþjónustunni vel undir höfði á Akranesi. Mikið sé af stöðum og hlutum í bænum sem mikið séu myndaðir og það væri vel hægt að auglýsa það betur og nýta samfélagsmiðlana betur. Þar fari myndir og annað efni í dreifingu víða. Í raun séu ferðamenn sjálfir að auglýsa staðina sem þeir heimsæki.Tónlistarmenn sækja í Akranesvitann Hljómburður er sérstaklega góður í Akranesvita og Hilmar segir að tónlengdin sé um tíu sekúndur. Fjöldi tónleika hefur verið haldinn í vitanum og hafa tónlistarmenn sótt í að kíkja í vitann. Þar hafa jafnvel verið tekin upp tónlistarmyndbönd og lög. Sömuleiðis er vitinn notaður í ljósmyndasýningar. Þrjú brúðkaup hafa verið haldin á svæðinu og eitt sinn var fór fram skírn í Akranesvita. „Ég gæti haldið fimm tíma fyrirlestur um allt það sem hefur gerst í vitanum,“ segir Hilmar. Hann telur sig nú vera kominn í draumastarfið og hann muni halda áfram í því starfi svo lengi sem Skagamenn „þola“ að hafa hann þarna, eins og Hilmar orðar það.Hér að neðan má sjá myndbönd af tónlistarfólki spila í vitanum. Fleiri myndbönd má sjá hér. Kosningar 2018 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. Hann segir laun sín hafa lækkað við breytinguna en lífsgæðin og hamingjan hafi aukist til muna. Á hverjum degi hitti hann og spjalli við nýtt fólk sem komi víðs vegar að úr heiminum og enginn dagur sé eins. „Klikkaðar hugmyndir eru yfirleitt þær sem virka best,“ sagði Hilmar við blaðamann sem kom við hjá honum á dögunum og ræddi við hann um vitaævintýri sitt. Hilmar hefur verið í forsvari fyrir hóp fólks sem unnið hefur að endurbótum og opnun vitanna á Breið á Akranesi.Byssuskot í ljóshúsið Þegar átakið hófst var ástand gamla vitans ekki gott. Mikið var um steypuskemmdir, allir gluggar voru brotnir og einhver hafði skotið í ljóshús hundrað ára gamals vitans. Gamli vitinn var reistur árið 1918 og Akranesviti á seinnistríðsárunum. „Þegar við komum þessu af stað var ég að nota frítíma minn í verkið,“ segir Hilmar, sem vann á tólf tíma vöktum í álverinu og varði öðrum tíma sínum við vitana. Þar ræddi hann við ferðamenn sem voru á svæðinu og hleypti þeim jafnvel inn í Akranesvita og upp á topp hans en vitinn er um 23 metra hár. Upphafið má rekja til Vitans, ljósmyndafélagsins sem Hilmar kom að því að stofna. Einn úr félaginu fékk þá hugmynd að það væri gaman að fara í vitann og taka myndir þar því útsýnið væri eflaust flott. Eftir að hafa sótt lyklana til Vegagerðarinnar geymdi Hilmar svo lyklana þar sem hann var formaður klúbbsins. Það var í mars 2012 að stóri vitinn var opnaður fyrir almenningi.Eldri vitinn var byggður árið 1918 og Akranesviti á seinnistríðsárunum.Vísir/SammiHilmar vakti athygli á gamla vitanum í grein í Morgunblaðinu sama ár og í kjölfar þess var farið í að gera hann upp. Til þess fékkst tíu milljóna króna styrkur úr styrktarsjóði sem afkomendur fyrsta vitavarðar vitans höfðu stofnað. Akraneskaupstaður lagði einnig fjórar milljónir til verksins.Þá hafði Hilmar varið miklum tíma í að kynda undir opnun stærri vitans, Akranesvita. „Þetta gekk nú ekkert rosalega vel til að byrja með,“ segir Hilmar. „Menn höfðu litla trú á þessu.“ Hilmar grínast einnig með það að ef hann færi með þessa hugmynd, að gera Vitana að vinsælum ferðamannastað, í banka í dag væri ólíklegt að honum yrði tekið fagnandi. Síðan þá hafa vitarnir orðið mjög vinsælir meðal ferðamanna. Í fyrra komu fjórtán þúsund manns að Akranesvita. Fólki er frjálst að ganga um svæðið en þarf að greiða 300 krónur til að fá að fara inn í nýrri vitann. Þeir sem fara inn í vitann eru taldir og því er greinilegt að mun fleiri mæta á svæðið en fara inn.Túrisminn breytt Akranesi gríðarlega Hilmar segist telja að í raun ætti talan að vera tvöföld. „Þetta eitt og sér hefur breytt túrismanum hér á Akranesi alveg gríðarlega.“ Hilmar segir einnig að mikil þörf sé á hóteli á Akranes. Gistipláss séu í bænum en ómögulegt sé að taka á móti stærri hópum. Hann segist einnig sjá tækifæri víða og telur að vel væri hægt að gera ferðaþjónustunni vel undir höfði á Akranesi. Mikið sé af stöðum og hlutum í bænum sem mikið séu myndaðir og það væri vel hægt að auglýsa það betur og nýta samfélagsmiðlana betur. Þar fari myndir og annað efni í dreifingu víða. Í raun séu ferðamenn sjálfir að auglýsa staðina sem þeir heimsæki.Tónlistarmenn sækja í Akranesvitann Hljómburður er sérstaklega góður í Akranesvita og Hilmar segir að tónlengdin sé um tíu sekúndur. Fjöldi tónleika hefur verið haldinn í vitanum og hafa tónlistarmenn sótt í að kíkja í vitann. Þar hafa jafnvel verið tekin upp tónlistarmyndbönd og lög. Sömuleiðis er vitinn notaður í ljósmyndasýningar. Þrjú brúðkaup hafa verið haldin á svæðinu og eitt sinn var fór fram skírn í Akranesvita. „Ég gæti haldið fimm tíma fyrirlestur um allt það sem hefur gerst í vitanum,“ segir Hilmar. Hann telur sig nú vera kominn í draumastarfið og hann muni halda áfram í því starfi svo lengi sem Skagamenn „þola“ að hafa hann þarna, eins og Hilmar orðar það.Hér að neðan má sjá myndbönd af tónlistarfólki spila í vitanum. Fleiri myndbönd má sjá hér.
Kosningar 2018 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels