Gunnar Nelson um meiðslin: „Þetta er alveg ömurlegt" Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2018 17:15 Gunnar mun ekki berjast í London. vísir/afp Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og mun þurfa að undirgangast aðgerð. Þessi tíðindi þýða að fyrirhuguðum bardaga Gunnars gegn Neil Magny í Liverpool, 27. maí næstkomandi, hefur verið aflýst. „Svekktur er ekki nægjanlega sterkt lýsingarorð til að segja hvernig mér líður. Þetta er alveg ömurlegt en ég get ekkert gert í þessu annað en að sætta mig það og líta á björtu hliðarnar," segir Gunnar Nelson og bætir við: „Ég get tekið margt jákvætt úr undrbúningsferlinu og ég mun halda áfram að vaxa sem bardagamaður þó svo að ég þurfi að vera á hliðarlínunni ögn lengur. „Æfingar voru búnar að ganga frábærlega fram að því að þetta gerðist. Öflugir bardagamenn víðsvegar að úr heiminum eru búnir að vera með mér í æfingabúðunum og enn fleiri voru á leiðinni.” „Andinn hefur verið virkilega góður og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt núna. Eftir að hafa verið í talsvert löngu hléi frá búrinu þá fann ég sterkt hvað hungrið var farið að segja til sín og ég var farinn að hlakka virkilega mikið til að fara til Liverpool og minna á mig.” Gera má ráð fyrir að Gunnar verði fjarri góðu gamni í nokkrar vikur á meðan hann jafnar sig á meiðslunum. „Ég vona að aðgerðin heppnist vel og að ég verði fljótt kominn á ról aftur. Ég ætti að geta byrjað að æfa af fullum krafti aftur uppúr miðju sumri og ég get þá gert mér vonir um að berjast með haustinu ef allt fer að óskum." „Svona er bardagabransinn. Meiðsli eru hluti af þessu og ég innstilli mig bara á að koma sterkur til baka,” segir Gunnar að lokum.Unfortunately I have to withdraw from my fight against @NeilMagny on May 27th in Liverpool. Last weekend I injured my knee. I will undergo an operation right away and I´ll be out for 8-10 weeks. Longer statement on my fb: https://t.co/ypdDEGRxaN #UFCLiverpool @UFCEurope @ufc pic.twitter.com/bv4Xuc5IDy— Gunnar Nelson (@GunniNelson) April 29, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og mun þurfa að undirgangast aðgerð. Þessi tíðindi þýða að fyrirhuguðum bardaga Gunnars gegn Neil Magny í Liverpool, 27. maí næstkomandi, hefur verið aflýst. „Svekktur er ekki nægjanlega sterkt lýsingarorð til að segja hvernig mér líður. Þetta er alveg ömurlegt en ég get ekkert gert í þessu annað en að sætta mig það og líta á björtu hliðarnar," segir Gunnar Nelson og bætir við: „Ég get tekið margt jákvætt úr undrbúningsferlinu og ég mun halda áfram að vaxa sem bardagamaður þó svo að ég þurfi að vera á hliðarlínunni ögn lengur. „Æfingar voru búnar að ganga frábærlega fram að því að þetta gerðist. Öflugir bardagamenn víðsvegar að úr heiminum eru búnir að vera með mér í æfingabúðunum og enn fleiri voru á leiðinni.” „Andinn hefur verið virkilega góður og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt núna. Eftir að hafa verið í talsvert löngu hléi frá búrinu þá fann ég sterkt hvað hungrið var farið að segja til sín og ég var farinn að hlakka virkilega mikið til að fara til Liverpool og minna á mig.” Gera má ráð fyrir að Gunnar verði fjarri góðu gamni í nokkrar vikur á meðan hann jafnar sig á meiðslunum. „Ég vona að aðgerðin heppnist vel og að ég verði fljótt kominn á ról aftur. Ég ætti að geta byrjað að æfa af fullum krafti aftur uppúr miðju sumri og ég get þá gert mér vonir um að berjast með haustinu ef allt fer að óskum." „Svona er bardagabransinn. Meiðsli eru hluti af þessu og ég innstilli mig bara á að koma sterkur til baka,” segir Gunnar að lokum.Unfortunately I have to withdraw from my fight against @NeilMagny on May 27th in Liverpool. Last weekend I injured my knee. I will undergo an operation right away and I´ll be out for 8-10 weeks. Longer statement on my fb: https://t.co/ypdDEGRxaN #UFCLiverpool @UFCEurope @ufc pic.twitter.com/bv4Xuc5IDy— Gunnar Nelson (@GunniNelson) April 29, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira