Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 18:21 Hér liggur Sunna Elvira inni á sjúkrahúsi á Spáni. Sunna lamaðist við fallið. Vísir/Egill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. Fréttablaðið greinir frá. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í dag lömuð. Sunnu hefur verið skipaður réttargæslumaður og tekin af henni skýrsla. Sunna hefur ekki sjálf lagt fram kæru í málinu og er rannsókn lögreglunnar sjálfstæð. Fulltrúi lögreglunnar vildi ekki tjá sig um hvort umrædd rannsókn væri í gangi, í samtali við Fréttablaðið. Sigurður var hnepptur í gæsluvarðhald hjá lögreglunni á Spáni í kjölfar slyssins. Honum var sleppt ekki löngu síðar. Við komuna til Íslands, viku síðar, var Sigurður handtekinn á ný. Honum var sleppt föstudaginn síðasta en þá hafði hann verið í haldi í alls tólf vikur. Tólf vikur er hámarkslengd gæsluvarðhalds án þess að sakborningi hafi verið birt ákæra. Sigurður hefur játað aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Er hér vísað í Skáksambandsmálið svokallaða þar sem fimm kíló af amfetamíni, falin í skákmönnum, voru send til landsins, stíluð á Skáksamband Íslands. Sigurður hefur áður gerst sekur um afbrot og er í dag undir rannsókn lögreglu vegna stórfelldra skattaundanskota. Sigurður fékk uppreist æru árið 2013, meðal annars fyrir tilstilli meðmæla frá listmálaranum Tolla. Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003, ásamt öðrum, kveikt í einbýlishúsi í Laugardal. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Félagið SS verk sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar síðastliðinn. Sigurður er, ásamt tveimur öðrum, til rannsóknar vegna meintra skattsvika í gegn um fyrirtækið. Upphæð meintra svika nær tæpum 105 milljónum króna. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. Fréttablaðið greinir frá. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í dag lömuð. Sunnu hefur verið skipaður réttargæslumaður og tekin af henni skýrsla. Sunna hefur ekki sjálf lagt fram kæru í málinu og er rannsókn lögreglunnar sjálfstæð. Fulltrúi lögreglunnar vildi ekki tjá sig um hvort umrædd rannsókn væri í gangi, í samtali við Fréttablaðið. Sigurður var hnepptur í gæsluvarðhald hjá lögreglunni á Spáni í kjölfar slyssins. Honum var sleppt ekki löngu síðar. Við komuna til Íslands, viku síðar, var Sigurður handtekinn á ný. Honum var sleppt föstudaginn síðasta en þá hafði hann verið í haldi í alls tólf vikur. Tólf vikur er hámarkslengd gæsluvarðhalds án þess að sakborningi hafi verið birt ákæra. Sigurður hefur játað aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Er hér vísað í Skáksambandsmálið svokallaða þar sem fimm kíló af amfetamíni, falin í skákmönnum, voru send til landsins, stíluð á Skáksamband Íslands. Sigurður hefur áður gerst sekur um afbrot og er í dag undir rannsókn lögreglu vegna stórfelldra skattaundanskota. Sigurður fékk uppreist æru árið 2013, meðal annars fyrir tilstilli meðmæla frá listmálaranum Tolla. Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003, ásamt öðrum, kveikt í einbýlishúsi í Laugardal. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Félagið SS verk sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar síðastliðinn. Sigurður er, ásamt tveimur öðrum, til rannsóknar vegna meintra skattsvika í gegn um fyrirtækið. Upphæð meintra svika nær tæpum 105 milljónum króna.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent