Whatsapp hækkar aldurstakmarkið í Evrópu í 16 ár Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2018 18:02 Whatsapp er vinsælt meðal evrópskra ungmenna og er ráðandi samskiptaforrit í mörgum ríkjum. Vísir/AFP Whatsapp varð í dag eitt af fyrstu samskipta- og tæknifyrirtækjunum til að uppfylla alveg skilyrði nýrrar persónuverndarlöggjafar í Evrópu (GDPR) sem tekur gildi eftir mánuð. Whatsapp, sem er í eigu Facebook, hefur 1,5 milljarða notenda á heimsvísu. Forritið nýtur mikilla vinsælda í öðrum ríkjum Evrópu en hefur ekki náð sömu útbreiðslu hér á landi. Mörg tæknifyrirtæki eru nú í kapphlaupi við tímann við að uppfylla skilyrði GDPR (General Data Protection Regulation) löggjafarinnar sem tekur gildi alls staðar á innri markaði Evrópu og EES eftir um það bil mánuð. Nýja persónuverndarlöggjöfin bannar miðlun persónuupplýsinga hjá ungmennum undir 16 ára nema foreldrar eða forráðamenn viðkomandi hafi veitt sérstakt samþykki. Hins vegar munu einstök ríki Evrópusambandsins og EES geta stjórnar aldurstakmarkinu sjálf hjá ungmennum á aldrinum 13-16 ára. Facebook greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið myndi biðja notendur undir 16 ára um að afla samþykkis frá foreldri eða forráðamanni til að geta notað miðilinn áfram að því er fram kemur í Financial Times. Án samþykkis forráðamanns verður ekki hægt að beina auglýsingum að notendum á aldrinum 13-15 ára. Þá mega notendur á þessum aldri ekki heldur greina frá stjórnmála- eða trúarskoðunum sínum á síðunni sinni á Facebook. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Whatsapp varð í dag eitt af fyrstu samskipta- og tæknifyrirtækjunum til að uppfylla alveg skilyrði nýrrar persónuverndarlöggjafar í Evrópu (GDPR) sem tekur gildi eftir mánuð. Whatsapp, sem er í eigu Facebook, hefur 1,5 milljarða notenda á heimsvísu. Forritið nýtur mikilla vinsælda í öðrum ríkjum Evrópu en hefur ekki náð sömu útbreiðslu hér á landi. Mörg tæknifyrirtæki eru nú í kapphlaupi við tímann við að uppfylla skilyrði GDPR (General Data Protection Regulation) löggjafarinnar sem tekur gildi alls staðar á innri markaði Evrópu og EES eftir um það bil mánuð. Nýja persónuverndarlöggjöfin bannar miðlun persónuupplýsinga hjá ungmennum undir 16 ára nema foreldrar eða forráðamenn viðkomandi hafi veitt sérstakt samþykki. Hins vegar munu einstök ríki Evrópusambandsins og EES geta stjórnar aldurstakmarkinu sjálf hjá ungmennum á aldrinum 13-16 ára. Facebook greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið myndi biðja notendur undir 16 ára um að afla samþykkis frá foreldri eða forráðamanni til að geta notað miðilinn áfram að því er fram kemur í Financial Times. Án samþykkis forráðamanns verður ekki hægt að beina auglýsingum að notendum á aldrinum 13-15 ára. Þá mega notendur á þessum aldri ekki heldur greina frá stjórnmála- eða trúarskoðunum sínum á síðunni sinni á Facebook.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira