Twitter skilar hagnaði annan fjórðunginn í röð Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2018 17:35 Jack Dorsey, stofnandi og forstjóri Twitter. Vísir/EPA Nýtt uppgjör Twitter leiðir í ljós að breytingar sem fyrirtækið gerði til að afla sér auglýsingatekna og taka þannig tekjur frá Facebook og Google virðast hafa skilað sér. Á síðasta fjórðungi skilaði Twitter hagnaði í fyrsta sinn í tólf ára rekstrarsögu fyrirtækisins. Greiningaraðilar á markaði bjuggust við að fyrirtækið myndi skila tapi á ný en samkvæmt nýju uppgjöri hagnaðist félagið um 61 milljón dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna, á síðasta ársfjórðungi. Tekjur og virkni notenda jukust meira en búist var við að því er fram kemur í Financial Times. Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, sagði í tilefni af uppgjörinu að jafnvægi kæmi líklega á virkni notenda eftir að Twitter hefði kynnt breytingar sem munu bæta skilaboðaskjóðu forritsins. Twitter hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og hefur fjöldi notenda aukist eftir að hafa staðið í stað um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir fréttir af jákvæðri afkomu lækkuðu hlutabréf Twitter um 3,6 prósent við opnun markaða í Kauphöllinni í New York í dag og var gengið 29,36 dollarar á hlut í fyrstu viðskiptum. Twitter hefur aðeins brot af notendafjölda Facebook en 262 milljónir manna nota Twitter á heimsvísu meðan tveir milljarðar manna hafa skráð sig fyrir aðgangi að Facebook. Nokkur spenna er í loftinu vegna uppgjörs Facebook sem verður birt síðar í dag en það verður fyrsta uppgjörið eftir Cambridge Analytica hneykslið. Twitter Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Nýtt uppgjör Twitter leiðir í ljós að breytingar sem fyrirtækið gerði til að afla sér auglýsingatekna og taka þannig tekjur frá Facebook og Google virðast hafa skilað sér. Á síðasta fjórðungi skilaði Twitter hagnaði í fyrsta sinn í tólf ára rekstrarsögu fyrirtækisins. Greiningaraðilar á markaði bjuggust við að fyrirtækið myndi skila tapi á ný en samkvæmt nýju uppgjöri hagnaðist félagið um 61 milljón dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna, á síðasta ársfjórðungi. Tekjur og virkni notenda jukust meira en búist var við að því er fram kemur í Financial Times. Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, sagði í tilefni af uppgjörinu að jafnvægi kæmi líklega á virkni notenda eftir að Twitter hefði kynnt breytingar sem munu bæta skilaboðaskjóðu forritsins. Twitter hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og hefur fjöldi notenda aukist eftir að hafa staðið í stað um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir fréttir af jákvæðri afkomu lækkuðu hlutabréf Twitter um 3,6 prósent við opnun markaða í Kauphöllinni í New York í dag og var gengið 29,36 dollarar á hlut í fyrstu viðskiptum. Twitter hefur aðeins brot af notendafjölda Facebook en 262 milljónir manna nota Twitter á heimsvísu meðan tveir milljarðar manna hafa skráð sig fyrir aðgangi að Facebook. Nokkur spenna er í loftinu vegna uppgjörs Facebook sem verður birt síðar í dag en það verður fyrsta uppgjörið eftir Cambridge Analytica hneykslið.
Twitter Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira