Twitter skilar hagnaði annan fjórðunginn í röð Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2018 17:35 Jack Dorsey, stofnandi og forstjóri Twitter. Vísir/EPA Nýtt uppgjör Twitter leiðir í ljós að breytingar sem fyrirtækið gerði til að afla sér auglýsingatekna og taka þannig tekjur frá Facebook og Google virðast hafa skilað sér. Á síðasta fjórðungi skilaði Twitter hagnaði í fyrsta sinn í tólf ára rekstrarsögu fyrirtækisins. Greiningaraðilar á markaði bjuggust við að fyrirtækið myndi skila tapi á ný en samkvæmt nýju uppgjöri hagnaðist félagið um 61 milljón dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna, á síðasta ársfjórðungi. Tekjur og virkni notenda jukust meira en búist var við að því er fram kemur í Financial Times. Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, sagði í tilefni af uppgjörinu að jafnvægi kæmi líklega á virkni notenda eftir að Twitter hefði kynnt breytingar sem munu bæta skilaboðaskjóðu forritsins. Twitter hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og hefur fjöldi notenda aukist eftir að hafa staðið í stað um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir fréttir af jákvæðri afkomu lækkuðu hlutabréf Twitter um 3,6 prósent við opnun markaða í Kauphöllinni í New York í dag og var gengið 29,36 dollarar á hlut í fyrstu viðskiptum. Twitter hefur aðeins brot af notendafjölda Facebook en 262 milljónir manna nota Twitter á heimsvísu meðan tveir milljarðar manna hafa skráð sig fyrir aðgangi að Facebook. Nokkur spenna er í loftinu vegna uppgjörs Facebook sem verður birt síðar í dag en það verður fyrsta uppgjörið eftir Cambridge Analytica hneykslið. Twitter Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Nýtt uppgjör Twitter leiðir í ljós að breytingar sem fyrirtækið gerði til að afla sér auglýsingatekna og taka þannig tekjur frá Facebook og Google virðast hafa skilað sér. Á síðasta fjórðungi skilaði Twitter hagnaði í fyrsta sinn í tólf ára rekstrarsögu fyrirtækisins. Greiningaraðilar á markaði bjuggust við að fyrirtækið myndi skila tapi á ný en samkvæmt nýju uppgjöri hagnaðist félagið um 61 milljón dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna, á síðasta ársfjórðungi. Tekjur og virkni notenda jukust meira en búist var við að því er fram kemur í Financial Times. Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, sagði í tilefni af uppgjörinu að jafnvægi kæmi líklega á virkni notenda eftir að Twitter hefði kynnt breytingar sem munu bæta skilaboðaskjóðu forritsins. Twitter hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og hefur fjöldi notenda aukist eftir að hafa staðið í stað um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir fréttir af jákvæðri afkomu lækkuðu hlutabréf Twitter um 3,6 prósent við opnun markaða í Kauphöllinni í New York í dag og var gengið 29,36 dollarar á hlut í fyrstu viðskiptum. Twitter hefur aðeins brot af notendafjölda Facebook en 262 milljónir manna nota Twitter á heimsvísu meðan tveir milljarðar manna hafa skráð sig fyrir aðgangi að Facebook. Nokkur spenna er í loftinu vegna uppgjörs Facebook sem verður birt síðar í dag en það verður fyrsta uppgjörið eftir Cambridge Analytica hneykslið.
Twitter Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira