Það var boðið upp á markaveislu þegar Liverpool skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Roma er liðin mættust á Anfield í kvöld.
Leikurinn var liður í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en þetta var fyrri leikur liðanna. Liverpool spilaði á alls oddi framan af og komst í 5-0.
Roma náði að klóra í bakkann áður en yfir lauk með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum en lokatölur 5-2 sigur Liverpool.
Mörkin má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Sjáðu sýninguna frá Salah og öll mörkin af Anfield
Tengdar fréttir

Ótrúlegur Salah og Liverpool leiðir með þremur mörkum
Liverpool er í ansi góðri stöðu eftir 5-2 sigur á Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tók Roma í kennslustund lengst af.