Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2018 19:15 Töluverðar breytingar verða gerðar á tilhögun strandveiða í sumar og aflaheimildir meðal annars auknar um fimmtán hundruð tonn. Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. Það er smátt og smátt að skýrast hvaða mál verða samþykkt á vorþingi. En ljóst er að stjórnarflokkarnir ná aðeins að leggja fram hluta þeirra mála sem stefnt var að fyrir sumarið. Nú er hálfur mánuður þar til tveggja vikna hlé verður gert á störfum Alþingis vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mál eru þegar farin að koma út úr nefndum. þannig voru þrettán frumvörp og þingsályktanir ýmist til annarrar eða síðari umræðu á dagskrá Alþingis í dag. Eitt þessara mála er frumvarp um töluverðar breytingar á lögum um strandveiðar. En samkvæmt gildandi lögum hefur aflaheimildum verið skipt í potta á einstök veiðisvæði í kringum um landið. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnumálanefndar segir sjómenn síðan hafa verið í kappi við hver annan og veðrið við að hala aflanum inn sem skjótast í hverjum mánuði. „Við ætlum í sumar að gera tilraun með tólf daga í mánuði fyrir hvern bát. Og hafa þannig aukinn sveigjanleika og tryggja frekara öryggi. Menn geta valið sér þann dag sem bestur er til róðra,“ segir Lilja Rafney. Verulega verði bætt við veiðiheimildir með ónýttum heimildum innan 5,3 prósenta af heildarveiðiheimildum á fiskveiðiárinu. En ráðherra geti stöðvað veiðarnar ef aflinn næst áður en veiðitímabilinu lýkur. „En ráðherra hefur líka heimild samkvæmt reglugerð til að bæta ónýttum heimildum inn í kerfið þegar líður á sumarið ef þörf verður á,“ segir Lilja Rafney. Hins vegar sé ólíklegt að til þess þurfi að koma enda verði heimildir auknar í 11.200 tonn eða um tæplega fimmtán hundruð tonn. Þá verður ufsinn settur í sviga og ekki talinn með eins og áður var gert. Svæðaskiptingu veiðanna verður haldið og menn verða að skrá sig á tiltekin svæði þótt nú verði um að ræða heildarkvóta fyrir öll svæðin. „Og síðan fer það eftir því hvernig gæftir verða og hvernig gengur að veiða hjá hverjum og einum sem skráir sig inn í strandveiðar hve hratt gengur á þann pott,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir. Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Töluverðar breytingar verða gerðar á tilhögun strandveiða í sumar og aflaheimildir meðal annars auknar um fimmtán hundruð tonn. Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. Það er smátt og smátt að skýrast hvaða mál verða samþykkt á vorþingi. En ljóst er að stjórnarflokkarnir ná aðeins að leggja fram hluta þeirra mála sem stefnt var að fyrir sumarið. Nú er hálfur mánuður þar til tveggja vikna hlé verður gert á störfum Alþingis vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mál eru þegar farin að koma út úr nefndum. þannig voru þrettán frumvörp og þingsályktanir ýmist til annarrar eða síðari umræðu á dagskrá Alþingis í dag. Eitt þessara mála er frumvarp um töluverðar breytingar á lögum um strandveiðar. En samkvæmt gildandi lögum hefur aflaheimildum verið skipt í potta á einstök veiðisvæði í kringum um landið. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnumálanefndar segir sjómenn síðan hafa verið í kappi við hver annan og veðrið við að hala aflanum inn sem skjótast í hverjum mánuði. „Við ætlum í sumar að gera tilraun með tólf daga í mánuði fyrir hvern bát. Og hafa þannig aukinn sveigjanleika og tryggja frekara öryggi. Menn geta valið sér þann dag sem bestur er til róðra,“ segir Lilja Rafney. Verulega verði bætt við veiðiheimildir með ónýttum heimildum innan 5,3 prósenta af heildarveiðiheimildum á fiskveiðiárinu. En ráðherra geti stöðvað veiðarnar ef aflinn næst áður en veiðitímabilinu lýkur. „En ráðherra hefur líka heimild samkvæmt reglugerð til að bæta ónýttum heimildum inn í kerfið þegar líður á sumarið ef þörf verður á,“ segir Lilja Rafney. Hins vegar sé ólíklegt að til þess þurfi að koma enda verði heimildir auknar í 11.200 tonn eða um tæplega fimmtán hundruð tonn. Þá verður ufsinn settur í sviga og ekki talinn með eins og áður var gert. Svæðaskiptingu veiðanna verður haldið og menn verða að skrá sig á tiltekin svæði þótt nú verði um að ræða heildarkvóta fyrir öll svæðin. „Og síðan fer það eftir því hvernig gæftir verða og hvernig gengur að veiða hjá hverjum og einum sem skráir sig inn í strandveiðar hve hratt gengur á þann pott,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira