Fjarlægðu 8 milljón myndbönd á þremur mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 06:27 Youtube bregst við gagnrýni með útgáfu nýrrar skýrslu. Vísir/Getty Myndbandaveitan Youtube segist hafa fjarlægt rúmlega 8,3 milljónir myndbanda af vefsíðunni á þriggja mánaða tímabili í fyrra. Youtube hefur sætt gagnrýni síðustu misseri fyrir að taka ekki harðar á ofbeldis- og hatursfullum myndböndum á síðunni. Stjórnendur síðunnar hafa nú sent frá sér skýrslu þar sem aðgerðir Youtube á síðasta ársfjórungi ársins 2017 eru reifaðar. Þar segja þeir meðal annars að þessi 8 milljón myndbönd sem fjarlægð voru á tímabilinu séu aðeins örlítið brot af öllum þeim myndböndunum sem hlaðið var upp á Youtube frá októbermánuði til ársloka í fyrra. Flest hinna fjarlægðu myndbanda hafi verið afrit af öðrum myndböndum eða innihaldið klámfengið efni. Youtube segir að öryggiskerfi síðunnar hafi í flestum tilfellum sjálft áttað sig á því að um óæskilegt efni væri að ræða. Því hafi um 76% allra fyrrnefndra myndbandanna verið eytt áður en þau fengu eitt einasta áhorf.Í kjölfar skotárásarinnar í Parkland í Flórída í upphafi árs fóru mörg samsæriskenningamyndbönd á flug á Youtube, eitt þeirra rataði jafnvel á lista yfir vinsælustu myndböndin þann daginn. Þó svo að notendareglur Youtube kveði ekki á um bann við falsupplýsingum eða samsæriskenningum segjast stjórnendur síðunnar ætla að hengja hlekk á vefalfræðiorðabókina Wikipedia við „augljósustu samsæriskenningarnar“ á síðunni, eins og það er orðað á vef Guardian. Google, sem er í eigu sama móðurfyrirtækis og Youtube, hefur heitið því að ráða þúsundir einstaklinga til að vakta efni sem hlaðið er upp á myndbandaveituna. Vonast fyrirtækið til að ritskoðunarstarfsmenn verði um 10 þúsund talsins fyrir lok þessa árs. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Myndbandaveitan Youtube segist hafa fjarlægt rúmlega 8,3 milljónir myndbanda af vefsíðunni á þriggja mánaða tímabili í fyrra. Youtube hefur sætt gagnrýni síðustu misseri fyrir að taka ekki harðar á ofbeldis- og hatursfullum myndböndum á síðunni. Stjórnendur síðunnar hafa nú sent frá sér skýrslu þar sem aðgerðir Youtube á síðasta ársfjórungi ársins 2017 eru reifaðar. Þar segja þeir meðal annars að þessi 8 milljón myndbönd sem fjarlægð voru á tímabilinu séu aðeins örlítið brot af öllum þeim myndböndunum sem hlaðið var upp á Youtube frá októbermánuði til ársloka í fyrra. Flest hinna fjarlægðu myndbanda hafi verið afrit af öðrum myndböndum eða innihaldið klámfengið efni. Youtube segir að öryggiskerfi síðunnar hafi í flestum tilfellum sjálft áttað sig á því að um óæskilegt efni væri að ræða. Því hafi um 76% allra fyrrnefndra myndbandanna verið eytt áður en þau fengu eitt einasta áhorf.Í kjölfar skotárásarinnar í Parkland í Flórída í upphafi árs fóru mörg samsæriskenningamyndbönd á flug á Youtube, eitt þeirra rataði jafnvel á lista yfir vinsælustu myndböndin þann daginn. Þó svo að notendareglur Youtube kveði ekki á um bann við falsupplýsingum eða samsæriskenningum segjast stjórnendur síðunnar ætla að hengja hlekk á vefalfræðiorðabókina Wikipedia við „augljósustu samsæriskenningarnar“ á síðunni, eins og það er orðað á vef Guardian. Google, sem er í eigu sama móðurfyrirtækis og Youtube, hefur heitið því að ráða þúsundir einstaklinga til að vakta efni sem hlaðið er upp á myndbandaveituna. Vonast fyrirtækið til að ritskoðunarstarfsmenn verði um 10 þúsund talsins fyrir lok þessa árs.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira