Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 12:16 Nýbakaðar mæður munu fá þá þjónustu sem þær þurfa þrátt fyrir að heimaþjónustuljósmæður hafi lagt niður stör. Vísir/Gva Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. Nái þær fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu vegna þess að 95 heimaþjónustuljósmæður hafa lagt niður störf. Ástæðan er sú að ekki hefur verið skrifað undir samning um störf þeirra við Sjúkratryggingar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ekki sé rétt að tilbúinn samningur liggi í ráðuneytinu og bíði þess að ráðherra undirriti hann. Hið rétta er að þann 23. mars síðastliðinn komu Sjúkratryggingar minnisblaði á framfæri við ráðuneytið þar sem lagðar voru til breytingar á rammasamningnum. Var minnisblaðið sent í kjölfar samningaviðræðna Sjúkratrygginga við ljósmæður. „Tillögurnar sem um ræðir fela í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem ljóst er að myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna, þar sem verið væri að breyta faglegum áherslum þjónustunnar með lengri legutíma hjá hluta mæðra og það fæli jafnframt í sér aukið álag á fæðingardeildirnar. Velferðarráðuneytið leitaði umsagnar Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og Landspítalans við tillögum að breyttri heimaþjónustu ljósmæðra á rammasamningi. Viðbrögð SAk bárust ráðuneytinu fyrir nokkru og Landspítalinn sendi ráðuneytinu afstöðu sína í morgun. Í stuttu máli er það mat fagfólks beggja sjúkrahúsanna að þær breytingar á þjónustunni sem þarna eru lagðar til séu óæskilegar og leiði jafnt til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura og aukins kostnaðar. Um þetta segir m.a. í umsögn Landspítala að lengri sjúkrahúslega auki hættuna á spítalasýkingum bæði er varðar móður og barn,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þar segir jafnframt að fundað verði í ráðuneytinu í dag vegna málsins en heilbrigðisráðherra leggur kapp á að finna fyrirkomulagi á þjónustu við sængurkonur í heimahúsum traustari farveg. Þá munu nýbakaðar mæður njóta allrar þeirrar þjónustu sem þörf er fyrir þrátt fyrir að heimaþjónustuljósmæður hafi lagt niður störf en ráðherra sendi erindi til allra heilbrigðisstofnana landsins í dag með þeim tilmælum að þær veiti þá þjónustu sem heimaljósmæður hafa veitt. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. Nái þær fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu vegna þess að 95 heimaþjónustuljósmæður hafa lagt niður störf. Ástæðan er sú að ekki hefur verið skrifað undir samning um störf þeirra við Sjúkratryggingar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ekki sé rétt að tilbúinn samningur liggi í ráðuneytinu og bíði þess að ráðherra undirriti hann. Hið rétta er að þann 23. mars síðastliðinn komu Sjúkratryggingar minnisblaði á framfæri við ráðuneytið þar sem lagðar voru til breytingar á rammasamningnum. Var minnisblaðið sent í kjölfar samningaviðræðna Sjúkratrygginga við ljósmæður. „Tillögurnar sem um ræðir fela í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem ljóst er að myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna, þar sem verið væri að breyta faglegum áherslum þjónustunnar með lengri legutíma hjá hluta mæðra og það fæli jafnframt í sér aukið álag á fæðingardeildirnar. Velferðarráðuneytið leitaði umsagnar Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og Landspítalans við tillögum að breyttri heimaþjónustu ljósmæðra á rammasamningi. Viðbrögð SAk bárust ráðuneytinu fyrir nokkru og Landspítalinn sendi ráðuneytinu afstöðu sína í morgun. Í stuttu máli er það mat fagfólks beggja sjúkrahúsanna að þær breytingar á þjónustunni sem þarna eru lagðar til séu óæskilegar og leiði jafnt til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura og aukins kostnaðar. Um þetta segir m.a. í umsögn Landspítala að lengri sjúkrahúslega auki hættuna á spítalasýkingum bæði er varðar móður og barn,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þar segir jafnframt að fundað verði í ráðuneytinu í dag vegna málsins en heilbrigðisráðherra leggur kapp á að finna fyrirkomulagi á þjónustu við sængurkonur í heimahúsum traustari farveg. Þá munu nýbakaðar mæður njóta allrar þeirrar þjónustu sem þörf er fyrir þrátt fyrir að heimaþjónustuljósmæður hafi lagt niður störf en ráðherra sendi erindi til allra heilbrigðisstofnana landsins í dag með þeim tilmælum að þær veiti þá þjónustu sem heimaljósmæður hafa veitt.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44
Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28
Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48