Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 07:59 Jafnlaunavottun var ætlað að koma á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og vinna gegn kynbundnum launamun. Vísir/Getty Jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2016 var til umfjöllunar í áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna um helgina. Kanadískur sálfræðingur sem hefur notið hylli hægrimanna spáir því að vottunin falli um sjálfa sig innan fimmtán ára með miklum fjárhagslegum kostnaði. Rætt er við Þorstein Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um jafnlaunavottunina í fréttaskýringu þáttarins um kynbundinn launamun á milli karla og kvenna. Hann segir að alla Íslendinga hagnast á því að halda konum á vinnumarkaði. Meginröksemdin sem Þorsteinn segist hafa heyrt gegn jafnalaunavottun hafi verið að hún væri of kostnaðarsöm. Raunverulegi kostnaðurinn felist hins vegar ekki í því að framfylgja vottuninni heldur að hækka laun kvenna. „Mín rök voru þau að ef það er kostnaðurinn þá ættu konur ekki að standa straum af honum, fyrirtæki ættu að gera það,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson var félagsmála- og jafnréttisráðherra þegar jafnlaunavottun var lögfest fyrir tveimur árum.Vísir/Vilhelm„Slæm hugmynd“ að stefna að jöfnum launum Í þættinum er einnig rætt við Jordan Peterson, kanadískan sálfræðing, sem hefur öðlast vinsældir á hægri væng stjórnmálanna vegna málflutnings hans um að náttúrulegar líffræðilegar ástæður komi í veg fyrir að fullt jafnrétti geti verið á milli karla og kvenna á vinnumarkaði. Hann fullyrðir í þættinum að það sé slæm hugmynd af stefna að jöfnu launum karla og kvenna. Peterson gefur lítið fyrir tilraun Íslands með jafnlaunavottun. Ekki sé hægt að fullyrða að munur sé á launum karla og kvenna vegna kynferðis þeirra. Þá spáir hann að jafnlaunavottunin muni bíða skipbrot á næstu áratugum. „Ég myndi segja að það taki líklega fimmtán ár og það mun leiða til gífurlegs efnahagslegs kostnaðar vegna þess að það er ekki hægt að leysa fjölþætt vandamál á þennan hátt. Það er tæknilega ómögulegt,“ fullyrðir Peterson sem getur þess þó ekki á hverju hann byggi þá spá sína. Peterson þessi er væntanlegur til Íslands. Hann mun halda tvo fyrirlestra í Hörpu í byrjun júní.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra Peterson gera lítið úr tilraunum íslensks orkufyrirtækis til þess að jafna hlut kynjanna á vinnustaðnum. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2016 var til umfjöllunar í áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna um helgina. Kanadískur sálfræðingur sem hefur notið hylli hægrimanna spáir því að vottunin falli um sjálfa sig innan fimmtán ára með miklum fjárhagslegum kostnaði. Rætt er við Þorstein Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um jafnlaunavottunina í fréttaskýringu þáttarins um kynbundinn launamun á milli karla og kvenna. Hann segir að alla Íslendinga hagnast á því að halda konum á vinnumarkaði. Meginröksemdin sem Þorsteinn segist hafa heyrt gegn jafnalaunavottun hafi verið að hún væri of kostnaðarsöm. Raunverulegi kostnaðurinn felist hins vegar ekki í því að framfylgja vottuninni heldur að hækka laun kvenna. „Mín rök voru þau að ef það er kostnaðurinn þá ættu konur ekki að standa straum af honum, fyrirtæki ættu að gera það,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson var félagsmála- og jafnréttisráðherra þegar jafnlaunavottun var lögfest fyrir tveimur árum.Vísir/Vilhelm„Slæm hugmynd“ að stefna að jöfnum launum Í þættinum er einnig rætt við Jordan Peterson, kanadískan sálfræðing, sem hefur öðlast vinsældir á hægri væng stjórnmálanna vegna málflutnings hans um að náttúrulegar líffræðilegar ástæður komi í veg fyrir að fullt jafnrétti geti verið á milli karla og kvenna á vinnumarkaði. Hann fullyrðir í þættinum að það sé slæm hugmynd af stefna að jöfnu launum karla og kvenna. Peterson gefur lítið fyrir tilraun Íslands með jafnlaunavottun. Ekki sé hægt að fullyrða að munur sé á launum karla og kvenna vegna kynferðis þeirra. Þá spáir hann að jafnlaunavottunin muni bíða skipbrot á næstu áratugum. „Ég myndi segja að það taki líklega fimmtán ár og það mun leiða til gífurlegs efnahagslegs kostnaðar vegna þess að það er ekki hægt að leysa fjölþætt vandamál á þennan hátt. Það er tæknilega ómögulegt,“ fullyrðir Peterson sem getur þess þó ekki á hverju hann byggi þá spá sína. Peterson þessi er væntanlegur til Íslands. Hann mun halda tvo fyrirlestra í Hörpu í byrjun júní.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra Peterson gera lítið úr tilraunum íslensks orkufyrirtækis til þess að jafna hlut kynjanna á vinnustaðnum.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira