Oddvitaáskorunin: Skammast sín fyrir dálæti sitt á Baby Got Back Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 11:00 Dóra Björt Guðjónsdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Dóra Björt Guðjónsdóttir leiðir lista Pírata í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Dóra Björt og er 29 ára og er alin upp í Árbænum í Reykjavík. Ég er stúdent við HÍ og starfa samhliða því sem aðstoðarkona fyrir fatlaðan mann. Við Píratar ætlum að auka traust á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins með því að valdefla almenning, auka gagnsæi og vera aðhaldsafl gegn spillingu. Allir eiga að geta átt hér gott líf og enginn á að þurfa að lifa í fátækt. Við viljum standa vörð um mannréttindi jaðarsettra hópa eins og fatlaðs fólks, barna, fátæks fólks og innflytjenda. Allir verða að hafa aðgengi að samfélaginu okkar og þjónustunni sem stendur til boða. Það er forsenda þess að geta verið virkur lýðræðisborgari. Umhverfismálin standa okkur nærri enda er hlýnun jarðar mest knýjandi vandamál okkar tíma. Við viljum gera notkun vistvænni ferðamáta eins og almenningssamganga, rafbíla og hjóla að raunverulegum valkosti. Stofnanir verða líka að taka sína ábyrgð og koma í veg fyrir mengun og sóun. Við ætlum að búa hér til borgarsamfélag sem ungu fólki líður vel í. Við erum í mikilli samkeppni við nágrannalöndin um unga fólkið og verðum að þétta byggð, styðja betur við barnafjölskyldur, bæta menntakerfið og efla geðheilbrigðiskerfið og forvarnir til að bæta lífsgæði ungs fólks.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Flatey á Breiðafirði er mikill töfrastaður þar sem ég kom alltaf við með Baldri á leiðinni til afa míns sem bjó á Rauðasandi á Vestfjörðum. Seinni ár hef ég reynt að heimsækja Flatey reglulega. Þar ríkir mikil kyrrð og ró og tíminn stendur í stað og þar finn ég fyrir algjörum friði í hjartanu.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í miðbænum í Hafnarfirði. Eða í vita nálægt sjónum einhversstaðar úti á landi.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjötfarsið og kálið hennar mömmu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ítalska fusion-rétti sem þar sem ég blanda saman einhverju tiltölulega tilviljunarkenndu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Baby got back með Sir Mix-A-Lot. Ég finn virkilega fyrir skömminni þegar ég nefni það. Þá hlýtur þetta að vera viðeigandi lag.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var yngri dvaldi ég oft á sumrin og í fríum hjá ættingjum í sveitinni sem pabbi minn ólst upp í. Þar eignaðist ég kærasta þegar ég var unglingur og upplifði fyrsta kossinn. Eitt sinn þegar ég var með honum beið frænka mín sem ætlaði að aka mér heim eftir mér á meðan ég kvaddi. Nema hvað að ástfanginn unglingurinn ég var svo lengi að kveðja að það endaði með því að frænka mín kom frekar pirruð og reif mig úr miðjum klíðum í miklu kossaflensi og neyddi mig til að koma með sér heim. Það var hrikalega vandræðalegt augnablik.Draumaferðalagið? Þessa dagana, með vetrarstormum í maí, dreymir mig um íslenskt sumar. Að ferðast um landið, ganga, tjalda, baða mig í náttúrulaugum, lesa. Hlusta á náttúruna, vera náttúran.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég er of upptekin við að lifa til að hafa áhyggjur af dauðanum.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Veistu, ég get eiginlega ekki sagt frá því. Það er bara of vandræðalegt.Hundar eða kettir? Kettir. Ég elska hvað þeir eru sjálfstæðir en samt trygglyndir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? National Lampoon’s Christmas Vacation.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Sandra Bullock. Hún er svo hress. Og svo er hún dökkhærð.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ætli ég verði ekki að segja Stark-fjölskyldan. Þau reyna að finna réttlæti og ást á stað ástleysis og ranglætis. Dálítið eins og Píratar eru að reyna í íslenskri stjórnmálamenningu. Svo hef ég verið sögð líkjast henni Aryu Stark.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Neibb.Uppáhalds tónlistarmaður? Má telja upp nokkra? Bob Dylan, Beyonce, Ólöf Arnalds, Ásgeir Trausti, Bon Iver, Björk, David Bowie, Tchaikovsky. Sigur Rós er uppáhaldshljómsveitin mín.Uppáhalds bókin? Ég verð að fá að nefna nokkrar. Ég myndi segja að ,,The Second Sex” (Annað kynið) eftir feminíska heimspekinginn Simone de Beauvoir hafi haft mest áhrif á mig. ,,The Authoritarians” eftir Bob Altemeyer sem fjallar um stjórnlyndi og hvernig það virkar hefur opnað augu mín fyrir ákveðnum mynstrum íslenskra stjórnmála. ,,Just Kids” eftir Patti Smith er líka ofsalega falleg minningabók sem veitti mér mikinn innblástur.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Dökkur bjór.Uppáhalds þynnkumatur? Þegar þörfin er mest er fátt betra en Subway-samloka með teriyaki-kjúklingi, fullt af grænmeti, súrum gúrkum, barbecue-sósu og majónesi.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei, ég minnist þess ekki og ef svo væri myndi ég örugglega ekki viðurkenna það.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Það fer dálítið eftir því í hvaða gír. „Roar“ með Katy Perry hressir mig við þegar ég er að fara í aðstæður sem mér þykja stressandi. „The Rockafeller Skank“ með Fatboy Slim kemur sér vel þegar ég þarf að rífa mig upp úr sófanum í stuðið. „Invaders must die“ með Prodigy hefur hjálpað mér í gegnum ýmiskonar líkamlegt púl.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga?Það er brú í Elliðaárdal sem ég fer alltaf yfir þegar ég tek strætó í heimsókn til foreldra minna. Það flæðir reglulega yfir hana í rigningu vegna þess hve lág hún er. Ég myndi vilja sjá hana hækkaða. Á að banna flugelda? Tja.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Dagný Brynjarsdóttir. Því hún er svakalega svöl og kærasta frænda míns.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Dóra Björt Guðjónsdóttir leiðir lista Pírata í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Dóra Björt og er 29 ára og er alin upp í Árbænum í Reykjavík. Ég er stúdent við HÍ og starfa samhliða því sem aðstoðarkona fyrir fatlaðan mann. Við Píratar ætlum að auka traust á stjórnmálum og stofnunum samfélagsins með því að valdefla almenning, auka gagnsæi og vera aðhaldsafl gegn spillingu. Allir eiga að geta átt hér gott líf og enginn á að þurfa að lifa í fátækt. Við viljum standa vörð um mannréttindi jaðarsettra hópa eins og fatlaðs fólks, barna, fátæks fólks og innflytjenda. Allir verða að hafa aðgengi að samfélaginu okkar og þjónustunni sem stendur til boða. Það er forsenda þess að geta verið virkur lýðræðisborgari. Umhverfismálin standa okkur nærri enda er hlýnun jarðar mest knýjandi vandamál okkar tíma. Við viljum gera notkun vistvænni ferðamáta eins og almenningssamganga, rafbíla og hjóla að raunverulegum valkosti. Stofnanir verða líka að taka sína ábyrgð og koma í veg fyrir mengun og sóun. Við ætlum að búa hér til borgarsamfélag sem ungu fólki líður vel í. Við erum í mikilli samkeppni við nágrannalöndin um unga fólkið og verðum að þétta byggð, styðja betur við barnafjölskyldur, bæta menntakerfið og efla geðheilbrigðiskerfið og forvarnir til að bæta lífsgæði ungs fólks.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Flatey á Breiðafirði er mikill töfrastaður þar sem ég kom alltaf við með Baldri á leiðinni til afa míns sem bjó á Rauðasandi á Vestfjörðum. Seinni ár hef ég reynt að heimsækja Flatey reglulega. Þar ríkir mikil kyrrð og ró og tíminn stendur í stað og þar finn ég fyrir algjörum friði í hjartanu.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í miðbænum í Hafnarfirði. Eða í vita nálægt sjónum einhversstaðar úti á landi.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjötfarsið og kálið hennar mömmu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ítalska fusion-rétti sem þar sem ég blanda saman einhverju tiltölulega tilviljunarkenndu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Baby got back með Sir Mix-A-Lot. Ég finn virkilega fyrir skömminni þegar ég nefni það. Þá hlýtur þetta að vera viðeigandi lag.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var yngri dvaldi ég oft á sumrin og í fríum hjá ættingjum í sveitinni sem pabbi minn ólst upp í. Þar eignaðist ég kærasta þegar ég var unglingur og upplifði fyrsta kossinn. Eitt sinn þegar ég var með honum beið frænka mín sem ætlaði að aka mér heim eftir mér á meðan ég kvaddi. Nema hvað að ástfanginn unglingurinn ég var svo lengi að kveðja að það endaði með því að frænka mín kom frekar pirruð og reif mig úr miðjum klíðum í miklu kossaflensi og neyddi mig til að koma með sér heim. Það var hrikalega vandræðalegt augnablik.Draumaferðalagið? Þessa dagana, með vetrarstormum í maí, dreymir mig um íslenskt sumar. Að ferðast um landið, ganga, tjalda, baða mig í náttúrulaugum, lesa. Hlusta á náttúruna, vera náttúran.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég er of upptekin við að lifa til að hafa áhyggjur af dauðanum.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Veistu, ég get eiginlega ekki sagt frá því. Það er bara of vandræðalegt.Hundar eða kettir? Kettir. Ég elska hvað þeir eru sjálfstæðir en samt trygglyndir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? National Lampoon’s Christmas Vacation.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Sandra Bullock. Hún er svo hress. Og svo er hún dökkhærð.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ætli ég verði ekki að segja Stark-fjölskyldan. Þau reyna að finna réttlæti og ást á stað ástleysis og ranglætis. Dálítið eins og Píratar eru að reyna í íslenskri stjórnmálamenningu. Svo hef ég verið sögð líkjast henni Aryu Stark.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Neibb.Uppáhalds tónlistarmaður? Má telja upp nokkra? Bob Dylan, Beyonce, Ólöf Arnalds, Ásgeir Trausti, Bon Iver, Björk, David Bowie, Tchaikovsky. Sigur Rós er uppáhaldshljómsveitin mín.Uppáhalds bókin? Ég verð að fá að nefna nokkrar. Ég myndi segja að ,,The Second Sex” (Annað kynið) eftir feminíska heimspekinginn Simone de Beauvoir hafi haft mest áhrif á mig. ,,The Authoritarians” eftir Bob Altemeyer sem fjallar um stjórnlyndi og hvernig það virkar hefur opnað augu mín fyrir ákveðnum mynstrum íslenskra stjórnmála. ,,Just Kids” eftir Patti Smith er líka ofsalega falleg minningabók sem veitti mér mikinn innblástur.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Dökkur bjór.Uppáhalds þynnkumatur? Þegar þörfin er mest er fátt betra en Subway-samloka með teriyaki-kjúklingi, fullt af grænmeti, súrum gúrkum, barbecue-sósu og majónesi.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei, ég minnist þess ekki og ef svo væri myndi ég örugglega ekki viðurkenna það.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Það fer dálítið eftir því í hvaða gír. „Roar“ með Katy Perry hressir mig við þegar ég er að fara í aðstæður sem mér þykja stressandi. „The Rockafeller Skank“ með Fatboy Slim kemur sér vel þegar ég þarf að rífa mig upp úr sófanum í stuðið. „Invaders must die“ með Prodigy hefur hjálpað mér í gegnum ýmiskonar líkamlegt púl.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga?Það er brú í Elliðaárdal sem ég fer alltaf yfir þegar ég tek strætó í heimsókn til foreldra minna. Það flæðir reglulega yfir hana í rigningu vegna þess hve lág hún er. Ég myndi vilja sjá hana hækkaða. Á að banna flugelda? Tja.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Dagný Brynjarsdóttir. Því hún er svakalega svöl og kærasta frænda míns.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira