Skuld til staðar við uppbyggingu Landspítalans sem bæta þurfi úr Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2018 19:30 Í umsögninni segir að strax á næsta ári vanti átta milljarða aukalega "en alls um 53 milljarða yfir tímabilið í heild.“ Vísir Ef Landspítalanum á að takast að framfylgja stefnu ríkistjórnarinnar í heilbrigðismálum þarf að setja um áttatíu milljarða króna umfram það fjármagn sem gert er ráð fyrir í fjárlaganefnd. Þetta er mat forstjóra spítalans. Nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd telur ríkistjórnina hafa vanmetið fjárþörfina. Rík áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmálanum og kveðið á um aukningu framlaga í þeim málaflokki. Í þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2019 til 2023 kemur fram að framlög til heilbrigðismála verði aukin um nítján present til ársins 2023. Landspítalinn hefur skilað umsögn um málið og þar kemur fram að 80 milljarða króna beri á milli fjárþarfar spítalans og fyrirliggjandi tillögu. Forstjóri Landspítalans segir að þremur árum eftir hrun hafi rekstrarfé spítalans verið dregið saman um tutttugu prósent og því þurfi mun meira fé til. „Það sem við erum að tala um er að það vanti tæplega tuttugu present í rekstur Landspítalans og við höfum fimm ár til að bæta það upp. Þannig að ég tel að þetta sé mikilvægt verkefni, þarna er skuld við uppbyggingu og rekstrarfé til Landspítala sem enn þarf að bæta úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Í umsögninni kemur fram að fjárframlög til rekstrar Landspítala árið 2018 séu ríflega 2 milljörðum lægri en árið 2008 á föstu verðlagi. Páll segir að ef áætlandir ríkistjórnarinnar um heilbrigðiskerfið eigi að ganga eftir vanti 20 prósent meira fjármagn en komi í tillögunni. „Það sem við teljum vanta til þess að geta framfylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar sem er mjög metnaðarfull í heilbrigðismálum og það kostar pening, þannig að við gerum þá ráð fyrir því að hægt sé að verða við stefnu sem þar kemur fram. Auðvitað ef að fé vantar þá verðum við að rífa seglin og gera minna,“ segir Páll. Nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis telur mikilvægt að taka tillit til umsagnarinnar í áframhaldinu. „Þetta álit bendir á mjög alvarlega galla í fjármálaáætluninni og þá sérstaklega varðandi mannfjöldaspánna þar sem að stærsti liðurinn í þessu mati hjá Landspítalanum virðist beinast að mannfjöldaþróuninni á næstu árum. Við erum að sjá þetta í öðrum málefnasviðum, aldraðra til dæmis. Þetta er alvarlegt innleg í þá umræðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Ef Landspítalanum á að takast að framfylgja stefnu ríkistjórnarinnar í heilbrigðismálum þarf að setja um áttatíu milljarða króna umfram það fjármagn sem gert er ráð fyrir í fjárlaganefnd. Þetta er mat forstjóra spítalans. Nefndarmaður Pírata í fjárlaganefnd telur ríkistjórnina hafa vanmetið fjárþörfina. Rík áhersla er lögð á heilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmálanum og kveðið á um aukningu framlaga í þeim málaflokki. Í þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2019 til 2023 kemur fram að framlög til heilbrigðismála verði aukin um nítján present til ársins 2023. Landspítalinn hefur skilað umsögn um málið og þar kemur fram að 80 milljarða króna beri á milli fjárþarfar spítalans og fyrirliggjandi tillögu. Forstjóri Landspítalans segir að þremur árum eftir hrun hafi rekstrarfé spítalans verið dregið saman um tutttugu prósent og því þurfi mun meira fé til. „Það sem við erum að tala um er að það vanti tæplega tuttugu present í rekstur Landspítalans og við höfum fimm ár til að bæta það upp. Þannig að ég tel að þetta sé mikilvægt verkefni, þarna er skuld við uppbyggingu og rekstrarfé til Landspítala sem enn þarf að bæta úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Í umsögninni kemur fram að fjárframlög til rekstrar Landspítala árið 2018 séu ríflega 2 milljörðum lægri en árið 2008 á föstu verðlagi. Páll segir að ef áætlandir ríkistjórnarinnar um heilbrigðiskerfið eigi að ganga eftir vanti 20 prósent meira fjármagn en komi í tillögunni. „Það sem við teljum vanta til þess að geta framfylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar sem er mjög metnaðarfull í heilbrigðismálum og það kostar pening, þannig að við gerum þá ráð fyrir því að hægt sé að verða við stefnu sem þar kemur fram. Auðvitað ef að fé vantar þá verðum við að rífa seglin og gera minna,“ segir Páll. Nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis telur mikilvægt að taka tillit til umsagnarinnar í áframhaldinu. „Þetta álit bendir á mjög alvarlega galla í fjármálaáætluninni og þá sérstaklega varðandi mannfjöldaspánna þar sem að stærsti liðurinn í þessu mati hjá Landspítalanum virðist beinast að mannfjöldaþróuninni á næstu árum. Við erum að sjá þetta í öðrum málefnasviðum, aldraðra til dæmis. Þetta er alvarlegt innleg í þá umræðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson.
Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði