Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Sveinn Arnarsson skrifar 5. maí 2018 07:00 Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar að hafa brotið lög. Fréttablaðið/Anton Brink Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisrannsókn á því að Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna um barnaverndarmál á höfuðborgarsvæðinu. Málið er litið alvarlegum augum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig að skoða það. Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hafi verið afmáð úr gögnunum er mögulegt að finna út hvaða einstaklinga er um að ræða. Þetta ætlar Persónuvernd að rannsaka. „Gögn sem þessi eru líkast til viðkvæmustu upplýsingarnar sem hægt er að komast í. Það er því mikilvægt að skoða hvernig vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga var háttað í þessu tilviki. Við höfum skoðað málið eins og það liggur fyrir núna og teljum ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Ekki er nóg samkvæmt persónuverndarlögum að afmá nöfn og kennitölur. Ef hægt er að rekja upplýsingar til tiltekinna einstaklinga eigi þær að fara leynt. Afhending gagnanna gæti einnig varðað við almenn hegningarlög. Þar segir að opinber starfsmaður gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi segi hann frá einhverju er leynt á að fara sem hann hefur vitneskju um í starfi sínu eða embætti.Alþingi Þing 2013 alþingismaður Ásmundur Einar DaðasonHeiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar því að hafa brotið lög. „Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar.“ Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra og æðsti yfirmaður barnaverndarmála, segir málið alvarlegt og til skoðunar. „Við erum búin að kalla til okkar forsvarsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu á fund í næstu viku til að fara yfir þessi mál,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikils titrings innan barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna afhendingar gagnanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið á borði ákærusviðs. Anna Eygló Karlsdóttir, yfirmaður barnaverndar Kópavogs, segir að mögulega hafi mál úr Kópavogi verið í gagnapakkanum. „Bæjarlögmaður og lögfræðingur barnaverndarnefndar Kópavogs eru að skoða þetta mál. Við viljum auðvitað ekki að upplýsingar sem þessar rati til annarra en þeirra sem málið varðar,“ segir Anna Eygló. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Ásmundur bað þingið velvirðingar Vissi ekki að fundi hefði verið frestað. 2. maí 2018 16:51 Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Sjá meira
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisrannsókn á því að Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna um barnaverndarmál á höfuðborgarsvæðinu. Málið er litið alvarlegum augum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig að skoða það. Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hafi verið afmáð úr gögnunum er mögulegt að finna út hvaða einstaklinga er um að ræða. Þetta ætlar Persónuvernd að rannsaka. „Gögn sem þessi eru líkast til viðkvæmustu upplýsingarnar sem hægt er að komast í. Það er því mikilvægt að skoða hvernig vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga var háttað í þessu tilviki. Við höfum skoðað málið eins og það liggur fyrir núna og teljum ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Ekki er nóg samkvæmt persónuverndarlögum að afmá nöfn og kennitölur. Ef hægt er að rekja upplýsingar til tiltekinna einstaklinga eigi þær að fara leynt. Afhending gagnanna gæti einnig varðað við almenn hegningarlög. Þar segir að opinber starfsmaður gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi segi hann frá einhverju er leynt á að fara sem hann hefur vitneskju um í starfi sínu eða embætti.Alþingi Þing 2013 alþingismaður Ásmundur Einar DaðasonHeiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar því að hafa brotið lög. „Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar.“ Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra og æðsti yfirmaður barnaverndarmála, segir málið alvarlegt og til skoðunar. „Við erum búin að kalla til okkar forsvarsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu á fund í næstu viku til að fara yfir þessi mál,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikils titrings innan barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna afhendingar gagnanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið á borði ákærusviðs. Anna Eygló Karlsdóttir, yfirmaður barnaverndar Kópavogs, segir að mögulega hafi mál úr Kópavogi verið í gagnapakkanum. „Bæjarlögmaður og lögfræðingur barnaverndarnefndar Kópavogs eru að skoða þetta mál. Við viljum auðvitað ekki að upplýsingar sem þessar rati til annarra en þeirra sem málið varðar,“ segir Anna Eygló.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Ásmundur bað þingið velvirðingar Vissi ekki að fundi hefði verið frestað. 2. maí 2018 16:51 Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Sjá meira
Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26
Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57