Garðar Örn: Var orðinn þreyttur á að ljúga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2018 19:30 Garðar Örn ætlar að láta til sín taka í tónlistarheiminum næstu misseri. Garðar Örn Hinriksson, sem er einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, greindi frá því á dögunum að hann væri að glíma við Parkinson-sjúkdóminn. Hann reynir að takast á við sjúkdóminn með jákvæðnina og tónlistina að vopni. Garðar lagði flautuna á hilluna um mitt sumar árið 2016 eftir glæstan feril og skömmu síðar fann hann fyrir fyrstu einkennum sjúkdómsins. Síðan þá hefur líf hans eðlilega breyst mikið. Með yngri mönnum til að fá sjúkdóminn „Þetta byrjaði með örfínum skjálfta og ég spáði ekkert í því til að byrja með. Þegar þetta hætti ekki þá fór mig að gruna ýmislegt. Í framhaldinu fór ég til heimilislæknis sem vísaði mér til taugalæknis sem staðfesti svo nokkrum mánuðum síðar að ég væri með Parkinson,“ segir Garðar en hann fær sjúkdóma óvenju ungur. „Ég telst með yngri mönnum til að fá þetta því venjulega eru menn í kringum sextugt að fá þetta. Michael J. Fox var 29 ára þannig að ég er heppinn innan gæsalappa að fá þetta 45 ára.“ Garðar hefur ekki viljað tjá neinum nema sínum nánustu frá sjúkdómnum í tvö ár og það er góð ástæða fyrir því að hann ákveður að stíga fram núna. Nú fær fólk það bara beint í feisið „Ég var orðinn þreyttur á að ljúga að fólki. Ljúga að ég væri meiddur með einhver íþróttameiðsli eða bara drepast í bakinu. Það var kominn tími á að koma út og þetta er svakalegur léttir. Nú þarf ég ekki að ljúga að fólki lengur. Nú fær fólk það bara beint í feisið. Ef það spyr af hverju ég haltri svona þá svara ég bara að ég sé með Parkinson.“ Garðar notaði sérstaka aðferð til þess að greina frá veikindum sínum. Hann gerði það með lagi þar sem hann syngur um líf sitt í dag enda heitir lagið einfaldlega This is my life. Lagið kom til mín í draumi „Þetta er lagið sem ég vildi óska að ég hefði aldrei samið. Þetta er náttúrulega drullugott lag og ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta lag kom til mín í draumi að hluta til og ég útfærði það svo síðar. Ég ákvað að þegar ég myndi koma út úr skápnum þá kæmi ég út úr skápnum með þessu lagi sem fjallar um mín veikindi. Mér fannst það alveg tilvalið,“ segir Garðar en sjúkdómurinn getur skaðað raddbönd Garðars sem hefur verið söngvari um árabil. Hann ætlar því að nýta tímann vel núna. „Einn af fylgikvillum Parkinson er að missa raddstyrkinn sem er algjört eitur fyrir mig. Skítt með helvítis skjálftann. Mér er sama um hann en mér þykir svolítið vænt um röddina. Ég get alveg verið shaky stevens í smá stund en ég vil halda röddinni. Vonandi verður eitthvað framhald á þessu og það væri gaman að komast 2-3 upp á svið áður en maður er alveg búinn.“ Íslenski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Garðar Örn Hinriksson, sem er einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, greindi frá því á dögunum að hann væri að glíma við Parkinson-sjúkdóminn. Hann reynir að takast á við sjúkdóminn með jákvæðnina og tónlistina að vopni. Garðar lagði flautuna á hilluna um mitt sumar árið 2016 eftir glæstan feril og skömmu síðar fann hann fyrir fyrstu einkennum sjúkdómsins. Síðan þá hefur líf hans eðlilega breyst mikið. Með yngri mönnum til að fá sjúkdóminn „Þetta byrjaði með örfínum skjálfta og ég spáði ekkert í því til að byrja með. Þegar þetta hætti ekki þá fór mig að gruna ýmislegt. Í framhaldinu fór ég til heimilislæknis sem vísaði mér til taugalæknis sem staðfesti svo nokkrum mánuðum síðar að ég væri með Parkinson,“ segir Garðar en hann fær sjúkdóma óvenju ungur. „Ég telst með yngri mönnum til að fá þetta því venjulega eru menn í kringum sextugt að fá þetta. Michael J. Fox var 29 ára þannig að ég er heppinn innan gæsalappa að fá þetta 45 ára.“ Garðar hefur ekki viljað tjá neinum nema sínum nánustu frá sjúkdómnum í tvö ár og það er góð ástæða fyrir því að hann ákveður að stíga fram núna. Nú fær fólk það bara beint í feisið „Ég var orðinn þreyttur á að ljúga að fólki. Ljúga að ég væri meiddur með einhver íþróttameiðsli eða bara drepast í bakinu. Það var kominn tími á að koma út og þetta er svakalegur léttir. Nú þarf ég ekki að ljúga að fólki lengur. Nú fær fólk það bara beint í feisið. Ef það spyr af hverju ég haltri svona þá svara ég bara að ég sé með Parkinson.“ Garðar notaði sérstaka aðferð til þess að greina frá veikindum sínum. Hann gerði það með lagi þar sem hann syngur um líf sitt í dag enda heitir lagið einfaldlega This is my life. Lagið kom til mín í draumi „Þetta er lagið sem ég vildi óska að ég hefði aldrei samið. Þetta er náttúrulega drullugott lag og ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta lag kom til mín í draumi að hluta til og ég útfærði það svo síðar. Ég ákvað að þegar ég myndi koma út úr skápnum þá kæmi ég út úr skápnum með þessu lagi sem fjallar um mín veikindi. Mér fannst það alveg tilvalið,“ segir Garðar en sjúkdómurinn getur skaðað raddbönd Garðars sem hefur verið söngvari um árabil. Hann ætlar því að nýta tímann vel núna. „Einn af fylgikvillum Parkinson er að missa raddstyrkinn sem er algjört eitur fyrir mig. Skítt með helvítis skjálftann. Mér er sama um hann en mér þykir svolítið vænt um röddina. Ég get alveg verið shaky stevens í smá stund en ég vil halda röddinni. Vonandi verður eitthvað framhald á þessu og það væri gaman að komast 2-3 upp á svið áður en maður er alveg búinn.“
Íslenski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira