Viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:02 Tim Bergling var 28 ára gamall. Vísir/afp Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. Foreldrar Avicii ýjuðu að því í liðinni viku að hann kynni að hafa svipt sig lífi. Hann hefði einfaldlega ekki „getað lifað lengur,“ eins og sagði í skriflegri yfirlýsingu þeirra. Hann hefði verið viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu. Það rennir jafnframt stoðum undir niðurstöður lögreglunnar, sem útilokaði fljótt að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, fannst látinn í íbúð í Óman þann 20. apríl síðastliðinn. Hann var 28 ára gamall og hafði notið gríðarlegra vinsælda um heim allan fyrir grípandi tónsmíðar sínar. Þessari gríðarlegu velgengni fylgdi mikið partýstand og mikil drykkja. Afleiðingarnar fyrir tónlistarmanninn urðu miklar. Hann varð háður áfengi og þróaði með sér brisbólgu vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Árið 2014 þurfti hann að láta fjarlægja úr sér botnlangann og gallblöðruna vegna þessa. Vinir og kunningjar hafa tjáð sig um dauða hans síðustu daga og fullyrða að hann hafi aldrei viljað verða frægur. Plötusnúðurinn Laidback Luke, sem hafði þekkt Avicii frá upphafi ferils hans, segir frá því þegar hann hitti hann síðast, árið 2015. „Það var ekki mikið eftir af Tim þegar ég hitti hann. Hann leit út eins og uppvakningur og hafði elst óeðlilega mikið. Þegar ég sá hann á tónleikum var eins og hann hefði ekki tengingu við lífið lengur.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Andlát Óman Tengdar fréttir Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. Foreldrar Avicii ýjuðu að því í liðinni viku að hann kynni að hafa svipt sig lífi. Hann hefði einfaldlega ekki „getað lifað lengur,“ eins og sagði í skriflegri yfirlýsingu þeirra. Hann hefði verið viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu. Það rennir jafnframt stoðum undir niðurstöður lögreglunnar, sem útilokaði fljótt að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, fannst látinn í íbúð í Óman þann 20. apríl síðastliðinn. Hann var 28 ára gamall og hafði notið gríðarlegra vinsælda um heim allan fyrir grípandi tónsmíðar sínar. Þessari gríðarlegu velgengni fylgdi mikið partýstand og mikil drykkja. Afleiðingarnar fyrir tónlistarmanninn urðu miklar. Hann varð háður áfengi og þróaði með sér brisbólgu vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Árið 2014 þurfti hann að láta fjarlægja úr sér botnlangann og gallblöðruna vegna þessa. Vinir og kunningjar hafa tjáð sig um dauða hans síðustu daga og fullyrða að hann hafi aldrei viljað verða frægur. Plötusnúðurinn Laidback Luke, sem hafði þekkt Avicii frá upphafi ferils hans, segir frá því þegar hann hitti hann síðast, árið 2015. „Það var ekki mikið eftir af Tim þegar ég hitti hann. Hann leit út eins og uppvakningur og hafði elst óeðlilega mikið. Þegar ég sá hann á tónleikum var eins og hann hefði ekki tengingu við lífið lengur.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Andlát Óman Tengdar fréttir Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45
Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10
Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30