Viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:02 Tim Bergling var 28 ára gamall. Vísir/afp Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. Foreldrar Avicii ýjuðu að því í liðinni viku að hann kynni að hafa svipt sig lífi. Hann hefði einfaldlega ekki „getað lifað lengur,“ eins og sagði í skriflegri yfirlýsingu þeirra. Hann hefði verið viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu. Það rennir jafnframt stoðum undir niðurstöður lögreglunnar, sem útilokaði fljótt að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, fannst látinn í íbúð í Óman þann 20. apríl síðastliðinn. Hann var 28 ára gamall og hafði notið gríðarlegra vinsælda um heim allan fyrir grípandi tónsmíðar sínar. Þessari gríðarlegu velgengni fylgdi mikið partýstand og mikil drykkja. Afleiðingarnar fyrir tónlistarmanninn urðu miklar. Hann varð háður áfengi og þróaði með sér brisbólgu vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Árið 2014 þurfti hann að láta fjarlægja úr sér botnlangann og gallblöðruna vegna þessa. Vinir og kunningjar hafa tjáð sig um dauða hans síðustu daga og fullyrða að hann hafi aldrei viljað verða frægur. Plötusnúðurinn Laidback Luke, sem hafði þekkt Avicii frá upphafi ferils hans, segir frá því þegar hann hitti hann síðast, árið 2015. „Það var ekki mikið eftir af Tim þegar ég hitti hann. Hann leit út eins og uppvakningur og hafði elst óeðlilega mikið. Þegar ég sá hann á tónleikum var eins og hann hefði ekki tengingu við lífið lengur.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Andlát Óman Tengdar fréttir Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. Foreldrar Avicii ýjuðu að því í liðinni viku að hann kynni að hafa svipt sig lífi. Hann hefði einfaldlega ekki „getað lifað lengur,“ eins og sagði í skriflegri yfirlýsingu þeirra. Hann hefði verið viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu. Það rennir jafnframt stoðum undir niðurstöður lögreglunnar, sem útilokaði fljótt að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, fannst látinn í íbúð í Óman þann 20. apríl síðastliðinn. Hann var 28 ára gamall og hafði notið gríðarlegra vinsælda um heim allan fyrir grípandi tónsmíðar sínar. Þessari gríðarlegu velgengni fylgdi mikið partýstand og mikil drykkja. Afleiðingarnar fyrir tónlistarmanninn urðu miklar. Hann varð háður áfengi og þróaði með sér brisbólgu vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Árið 2014 þurfti hann að láta fjarlægja úr sér botnlangann og gallblöðruna vegna þessa. Vinir og kunningjar hafa tjáð sig um dauða hans síðustu daga og fullyrða að hann hafi aldrei viljað verða frægur. Plötusnúðurinn Laidback Luke, sem hafði þekkt Avicii frá upphafi ferils hans, segir frá því þegar hann hitti hann síðast, árið 2015. „Það var ekki mikið eftir af Tim þegar ég hitti hann. Hann leit út eins og uppvakningur og hafði elst óeðlilega mikið. Þegar ég sá hann á tónleikum var eins og hann hefði ekki tengingu við lífið lengur.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Andlát Óman Tengdar fréttir Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45
Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10
Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30