Karem Benzema skoraði bæði mörk Real Madrid í jafnteflinu við Bayern München sem skilaði Real í þriðja úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í röð. Benzema getur þó þakkað markverði Bayern fyrir seinna markið.
Gestirnir í Bayern komust yfir strax á þriðju mínútu leiksins þegar Joshua Kimmich skoraði en Benzema jafnaði stuttu seinna.
Í upphafi seinni hálfleiks gerði Sven Ulreich, markvörður Bayern, sig svo sekann um hrikaleg mistök sem gáfu Benzema og Real annað markið á silfurfati.
James Rodriguez jafnaði leikinn fyrir Bayern en það dugði ekki til því Real vann fyrri leikinn í Þýskalandi og er komið í úrslitin.
Öll mörk leiksins sem og önnur helstu atvik má sjá í sjónvarpsglugganum með fréttinni.
Sjáðu mistök Ulreich sem kostuðu Bayern sigurinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið






„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn