Lífið

Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Karl Bretaprins, Megan Markle og Harry Bretaprins.
Karl Bretaprins, Megan Markle og Harry Bretaprins.
Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. Faðir Markle verður ekki viðstaddur athöfnina en Thomas Markle gekkst undir hjartaaðgerð á miðvikudagsmorgun og þarf töluverðan tíma til þess að ná fullum bata.

Kengsington höll hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu þar sem kemur í ljós að Karl Bretaprins muni leiða Megan Markle að altarinu.

Allt er að verða klárt fyrir stóru stundina á morgun en brúðkaupið verður í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala og  hefst athöfnin klukkan 11 á morgun að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma.

Kapellan var byggð árið 1475 og hafa ýmsar konunglegar athafnir farið þar fram í gegnum aldirnar, þar á meðal skírn Harry árið 1984 og blessun borgaralegs hjónabands Karls og Camillu Parker-Bowles árið 2005. Hér má lesa allt um brúðkaupið á morgun en Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast náið með gangi mála.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.