Hörmungar Grosjean halda áfram Bragi Þórðarson skrifar 17. maí 2018 11:30 Bíll Grosjean var fjarlægður af brautinni á Spáni snemma leiks um helgina vísir/getty Frakkinn Romain Grosjean hefur átt vægast sagt slæma byrjun á Formúlu 1 tímabilinu. Hann hefur aðeins klárað tvær af þeim fimm keppnum sem lokið er, og í bæði skiptin hefur hann verið langt á eftir liðsfélaga sínum. Besti árangur Frakkans til þessa er 13. sætið í Barein kappakstrinum. Það verður að teljast lélegt þar sem liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, varð fimmti í eyðimörkinni og er nú þegar kominn með 19 stig í keppni ökuþóra. Í spænska kappakstrinum um helgina varð Grosjean frá að hverfa strax í þriðju beygju eftir að hafa misst stjórn á Haas-bíl sínum. Ekki nóg með það, heldur keyrði hann tvo aðra ökumenn út með því að hringspólast á miðri brautinni. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hefur því gefið Grosjean þriggja sæta refsingu á ráspól í næstu keppni sem fer fram í Mónakó 27. Maí. Aðrir ökumenn í Formúlunni eru hreint ekki sáttir við akstursstíl Frakkans, og telja hann vera stórhættulegan. „Hann ætti að fara í bann fyrir þetta,“ sagði Nico Hulkenberg eftir spænska kappaksturinn, en Nico er einn þeirra sem Romain klessti á. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem akstursstíll Grosjean fær harða gagnrýni. Mark Webber sagði árið 2012 að ræsa ætti Romain sér, svo hinir gætu keppt sín á milli og ekki þurft að hafa áhyggjur af Frakkanum. Það er því alveg ljóst að sæti Grosjean hjá Haas gæti verið í hættu, sérstaklega þar sem Magnussen hefur byrjað tímabilið mjög vel. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Frakkinn Romain Grosjean hefur átt vægast sagt slæma byrjun á Formúlu 1 tímabilinu. Hann hefur aðeins klárað tvær af þeim fimm keppnum sem lokið er, og í bæði skiptin hefur hann verið langt á eftir liðsfélaga sínum. Besti árangur Frakkans til þessa er 13. sætið í Barein kappakstrinum. Það verður að teljast lélegt þar sem liðsfélagi hans, Kevin Magnussen, varð fimmti í eyðimörkinni og er nú þegar kominn með 19 stig í keppni ökuþóra. Í spænska kappakstrinum um helgina varð Grosjean frá að hverfa strax í þriðju beygju eftir að hafa misst stjórn á Haas-bíl sínum. Ekki nóg með það, heldur keyrði hann tvo aðra ökumenn út með því að hringspólast á miðri brautinni. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hefur því gefið Grosjean þriggja sæta refsingu á ráspól í næstu keppni sem fer fram í Mónakó 27. Maí. Aðrir ökumenn í Formúlunni eru hreint ekki sáttir við akstursstíl Frakkans, og telja hann vera stórhættulegan. „Hann ætti að fara í bann fyrir þetta,“ sagði Nico Hulkenberg eftir spænska kappaksturinn, en Nico er einn þeirra sem Romain klessti á. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem akstursstíll Grosjean fær harða gagnrýni. Mark Webber sagði árið 2012 að ræsa ætti Romain sér, svo hinir gætu keppt sín á milli og ekki þurft að hafa áhyggjur af Frakkanum. Það er því alveg ljóst að sæti Grosjean hjá Haas gæti verið í hættu, sérstaklega þar sem Magnussen hefur byrjað tímabilið mjög vel.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira