Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. maí 2018 06:51 Minnst tíu bílar og ein rútu keyrðu fram hjá slysstað þann 28. apríl síðastliðinn. Vísir/Ívar Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað manninn í farbann til 6. júní næstkomandi en Landsréttur sneri þeim úrskurði við í gær.Slysið vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að fjöldi bíla er sagður hafa ekið framhjá slysstað án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á ReykjanesbrautFerðamaðurinn sem um ræðir ók aftan á hestakerru bifreiðar sem hafði verið stöðvuð á Reykjanesbraut á móts við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í úrskurði Landréttar segir að bílaröð hafi myndast þegar ökumaður annars bíls hafði ákveðið að fjarlægja bolta af veginum sem sagður er hafa valdið truflun fyrir ökumenn.Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um slysiðÁrekstur bandaríska ferðamannsins varð til þess að bílarnir í röðinni rákust hver á annan og er ökumaður fremsta bílsins sagður hafa hlotið lífshættulega áverka. Ferðamaðurinn, sem ók í átt til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli, er jafnframt sagður hafa slasast. Lögreglan fór fram á farbann yfir ferðamanninum enda ætlaði hann sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi. Í ljósi þess að hann var grunaður um „alvarlega háttsemi“ taldi lögreglan nauðsynlegt að hann yrði settur í farbann þangað til að mál hans yrði til lykta leitt - „ella megi ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar.“ Á þennan rökstuðning féllst Héraðsdómur Reykjaness og úrskurðaði manninn í farbann til 6. júní næstkomandi hið minnsta. Í úrskurði Landsréttar, sem sneri við ákvörðu héraðsdóms, segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að maðurinn „muni reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.“ Í málinu liggi hins vegar fyrir upplýsingar um heimilisfang hans í heimalandinu, vinnustað, símanúmer og netfang og því ætti að vera hægt að ná í manninn sé þess talin þörf. Þar að auki sé búið að yfirheyra ferðamanninn og búið að taka skýrslur af vitnum. Dómsmál Tengdar fréttir Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað manninn í farbann til 6. júní næstkomandi en Landsréttur sneri þeim úrskurði við í gær.Slysið vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að fjöldi bíla er sagður hafa ekið framhjá slysstað án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á ReykjanesbrautFerðamaðurinn sem um ræðir ók aftan á hestakerru bifreiðar sem hafði verið stöðvuð á Reykjanesbraut á móts við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í úrskurði Landréttar segir að bílaröð hafi myndast þegar ökumaður annars bíls hafði ákveðið að fjarlægja bolta af veginum sem sagður er hafa valdið truflun fyrir ökumenn.Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um slysiðÁrekstur bandaríska ferðamannsins varð til þess að bílarnir í röðinni rákust hver á annan og er ökumaður fremsta bílsins sagður hafa hlotið lífshættulega áverka. Ferðamaðurinn, sem ók í átt til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli, er jafnframt sagður hafa slasast. Lögreglan fór fram á farbann yfir ferðamanninum enda ætlaði hann sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi. Í ljósi þess að hann var grunaður um „alvarlega háttsemi“ taldi lögreglan nauðsynlegt að hann yrði settur í farbann þangað til að mál hans yrði til lykta leitt - „ella megi ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar.“ Á þennan rökstuðning féllst Héraðsdómur Reykjaness og úrskurðaði manninn í farbann til 6. júní næstkomandi hið minnsta. Í úrskurði Landsréttar, sem sneri við ákvörðu héraðsdóms, segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að maðurinn „muni reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.“ Í málinu liggi hins vegar fyrir upplýsingar um heimilisfang hans í heimalandinu, vinnustað, símanúmer og netfang og því ætti að vera hægt að ná í manninn sé þess talin þörf. Þar að auki sé búið að yfirheyra ferðamanninn og búið að taka skýrslur af vitnum.
Dómsmál Tengdar fréttir Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12
Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27