Svekkt eiginkona atvinnukylfings lamdi tengdamóður sína Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2018 23:30 Það er mikil pressa á Glover í hvert skipti sem hann fer út á golfvöll. vísir/getty Eiginkona atvinnukylfingsins Lucas Glover hefur verið handtekin og ákærð fyrir að ganga í skrokk á tengdamóður sinni. Búið er að ákæra Kristu Glover fyrir heimilisofbeldi sem og fyrir að vera með mótþróa við handtöku. Hún var handtekin í húsi sem hún leigði í Flórída er eiginmaður hennar var að spila á Players-meistaramótinu. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu og allt var vitlaust er hann snéri aftur í húsið. Lucas tjáði lögreglu að í hvert skipti sem hann spilaði illa þá byrjaði hún með læti. Krista segir að tengdamóðir sín hafi byrjað með lætin en tengdamamman er með sár á báðum höndum. Samkvæmt lögregluskýrslu var Krista að drekka allan daginn og vel við skál er Lucas kom heim. Hann fékk þá að heyra það fyrir spilamennsku sína. Sjálfur var Lucas særður en hann sagði það vera vegna þess að hann hefði reynt að stöðva slagsmálin á milli eiginkonu og móður sinnar. Krista sturlaðist er hún var færð í járnum út í lögreglubíl. Hún öskraði ókvæðisorðum að lögregluþjónunum og sagðist ætla að láta golfsambandið vita af þessu. „Þið munuð missa vinnuna. Það er út af svona hlutum sem lögregluþjónar eru skotnir í andlitið,“ bætti hún við. Hennar bíður að mæta dómara í lok mánaðarins. Golf Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eiginkona atvinnukylfingsins Lucas Glover hefur verið handtekin og ákærð fyrir að ganga í skrokk á tengdamóður sinni. Búið er að ákæra Kristu Glover fyrir heimilisofbeldi sem og fyrir að vera með mótþróa við handtöku. Hún var handtekin í húsi sem hún leigði í Flórída er eiginmaður hennar var að spila á Players-meistaramótinu. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu og allt var vitlaust er hann snéri aftur í húsið. Lucas tjáði lögreglu að í hvert skipti sem hann spilaði illa þá byrjaði hún með læti. Krista segir að tengdamóðir sín hafi byrjað með lætin en tengdamamman er með sár á báðum höndum. Samkvæmt lögregluskýrslu var Krista að drekka allan daginn og vel við skál er Lucas kom heim. Hann fékk þá að heyra það fyrir spilamennsku sína. Sjálfur var Lucas særður en hann sagði það vera vegna þess að hann hefði reynt að stöðva slagsmálin á milli eiginkonu og móður sinnar. Krista sturlaðist er hún var færð í járnum út í lögreglubíl. Hún öskraði ókvæðisorðum að lögregluþjónunum og sagðist ætla að láta golfsambandið vita af þessu. „Þið munuð missa vinnuna. Það er út af svona hlutum sem lögregluþjónar eru skotnir í andlitið,“ bætti hún við. Hennar bíður að mæta dómara í lok mánaðarins.
Golf Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira