Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 16. maí 2018 06:00 Guðjón Árni segir að leikmenn feli oft höfuðáverka. Vísir/Stefán Fyrrverandi knattspyrnukappinn Guðjón Árni Antoníusson hefur tekið við starfi aðstoðarskólastjóra í Gerðaskóla í Garði. Guðjón Árni ákvað í fyrra að draga sig úr leik eftir að hafa lengi glímt við eftirköst höfuðmeiðsla í boltanum. Hann hefur kennt íþróttir í grunnskóla frá 2008 og segist spenntur að takast á við nýtt hlutverk. ,,Ástæðan fyrir að ég hætti var röð höfuðhögga sem höfðu mikil áhrif á mig. Bæði fékk ég spörk í höfuðið og bolta í höfuðið á skömmum tíma,“ segir Guðjón Árni sem spilaði í 15 ár með meistaraflokki Keflavíkur að undanskildum þremur árum, frá 2012-2014. Hann fékk sitt fyrsta höfuðhögg á æfingu árið 2013 og stuttu seinna fékk hann annað og svo þriðja höfuðhöggið sem hafði slæmar afleiðingar. „Þetta byrjaði að hafa áhrif á mínar hversdagslegu athafnir. Ég gat ekki sinnt einföldustu hlutum. Ég upplifði móðukennda sjón, svima og jafnvægisleysi,“ segir Guðjón Árni sem var iðulega undir læknishendi hjá ýmsum læknum vegna höfuðáverkanna. „Þegar ég fékk grænt ljós um að fara aftur í boltann þá létti mér mjög mikið. Ég vildi bara spila, þetta var mín ástríða.“ Guðjón segir fræðslu um höfuðáverka lengi hafa verið ábótavant í íþróttaheiminum og hana þyrfti að bæta, en þó hafi ákveðin vitundarvakning átt sér stað undanfarið og umræðan sé hægt og rólega að opnast. Leikmenn hafi oftar en ekki falið slík meiðsli fyrir sjálfum sér og öðrum enda keppnisskap mikið. ,,Ég vissi eiginlega ekki neitt um þetta. Það voru aðrir sem höfðu lent í þessu, bæði í handbolta og fótbolta, og varð ég samferða þeim í gegnum bataferlið. Þar fékk ég að kynnast alvöru málsins,“ segir Guðjón Árni en Sara Hrund Helgadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona í meistaraflokki Grindavíkur, steig fram fyrir um hálfu ári og sagði frá þrálátum höfuðverkjum og vanlíðan í mörg ár, eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsli í leikjum en hún fékk heilahristing sex sinnum. ,,Það tók mig þrjú ár að átta mig á því að heilsan væri ofar öllu. Ef heilsan er ekki í lagi þá er ekkert í lagi. Það er lagt mikið upp úr því að þú þurfir að vera harður og því er slegið upp að það sé eitthvað töff að harka af sér. Sem það verður þó ekki ef þú ert að glíma við varanlegan skaða vegna höfuðáverka. Eftir svona höfuðáverka er mikilvægt að hvíla sig og hlúa að heilsunni. Menn þurfa að passa sig og taka ekki of mikla áhættu,“ segir Guðjón Árni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Fyrrverandi knattspyrnukappinn Guðjón Árni Antoníusson hefur tekið við starfi aðstoðarskólastjóra í Gerðaskóla í Garði. Guðjón Árni ákvað í fyrra að draga sig úr leik eftir að hafa lengi glímt við eftirköst höfuðmeiðsla í boltanum. Hann hefur kennt íþróttir í grunnskóla frá 2008 og segist spenntur að takast á við nýtt hlutverk. ,,Ástæðan fyrir að ég hætti var röð höfuðhögga sem höfðu mikil áhrif á mig. Bæði fékk ég spörk í höfuðið og bolta í höfuðið á skömmum tíma,“ segir Guðjón Árni sem spilaði í 15 ár með meistaraflokki Keflavíkur að undanskildum þremur árum, frá 2012-2014. Hann fékk sitt fyrsta höfuðhögg á æfingu árið 2013 og stuttu seinna fékk hann annað og svo þriðja höfuðhöggið sem hafði slæmar afleiðingar. „Þetta byrjaði að hafa áhrif á mínar hversdagslegu athafnir. Ég gat ekki sinnt einföldustu hlutum. Ég upplifði móðukennda sjón, svima og jafnvægisleysi,“ segir Guðjón Árni sem var iðulega undir læknishendi hjá ýmsum læknum vegna höfuðáverkanna. „Þegar ég fékk grænt ljós um að fara aftur í boltann þá létti mér mjög mikið. Ég vildi bara spila, þetta var mín ástríða.“ Guðjón segir fræðslu um höfuðáverka lengi hafa verið ábótavant í íþróttaheiminum og hana þyrfti að bæta, en þó hafi ákveðin vitundarvakning átt sér stað undanfarið og umræðan sé hægt og rólega að opnast. Leikmenn hafi oftar en ekki falið slík meiðsli fyrir sjálfum sér og öðrum enda keppnisskap mikið. ,,Ég vissi eiginlega ekki neitt um þetta. Það voru aðrir sem höfðu lent í þessu, bæði í handbolta og fótbolta, og varð ég samferða þeim í gegnum bataferlið. Þar fékk ég að kynnast alvöru málsins,“ segir Guðjón Árni en Sara Hrund Helgadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona í meistaraflokki Grindavíkur, steig fram fyrir um hálfu ári og sagði frá þrálátum höfuðverkjum og vanlíðan í mörg ár, eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsli í leikjum en hún fékk heilahristing sex sinnum. ,,Það tók mig þrjú ár að átta mig á því að heilsan væri ofar öllu. Ef heilsan er ekki í lagi þá er ekkert í lagi. Það er lagt mikið upp úr því að þú þurfir að vera harður og því er slegið upp að það sé eitthvað töff að harka af sér. Sem það verður þó ekki ef þú ert að glíma við varanlegan skaða vegna höfuðáverka. Eftir svona höfuðáverka er mikilvægt að hvíla sig og hlúa að heilsunni. Menn þurfa að passa sig og taka ekki of mikla áhættu,“ segir Guðjón Árni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira