Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2018 08:00 Jim Ratcliffe er auðugasti maður Bretlandseyja. Hann er eigandi þó nokkurra jarða hér á landi, meðal annars Grímsstaða á Fjöllum. vísir/getty Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. Auðæfi hans eru nú metin á 21 milljarð punda, en voru í fyrra metin á 15 milljarða punda. Aukin auðæfi hans eru rakin til þess að virði efnaframleiðslufyrirtækis hans, Ineos Group Limited, hefur hækkað á milli ár. 21 milljarður punda samsvarar tæpum þrjú þúsundum milljörðum króna. Kaup Ratcliffe á Grímsstöðum á Fjöllum og jörðum í Vopnafirði, sem liggja við gjöfular laxveiðiár, vöktu talsverða athygli á sínum tíma.Mikil umsvif efnaframleiðslurisa Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi var uppgefin ástæða Ratcliffe fyrir kaupunum en vegna umsvifa Ineos hafa erlendir fjölmiðlar í gegnum tíðina efast um að umhverfismál séu Ratcliffe sérstaklega hugleikin en fyrirtækið er efnaframleiðslurisi með starfsemi í öllum heimshlutum. Fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins um Ratcliffe í lok árs 2016 þegar nýlega hafði verið greint frá kaupum hans á Grímsstöðum að hann virtist vera hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi þar sem lítið bæri á honum persónulega öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Þá sagði jafnframt í umfjöllun Fréttablaðsins að Ratcliffe væri lýst sem hlédrægum og dulum í bandaríska blaðinu Financial Times.Kínverjin Huang Nubo hafði augastað á Grímsstöðum á Fjöllum en stjórnvöld bönnuðu kaup hans á sínum tíma. Nokkrum árum síðar keypti Jim Ratcliffe jörðina.vísir/pjeturJR og Dr. No Þar hefði einnig komið fram að Ratcliffe hafi verið kallaður JR eftir þekktri persónu úr sápuóperunni Dallas auk þess sem Dr. No hefur verið tengt við hann, og þar með vísað í eitt þekktasta illmenni kvikmyndasögunnar. Ekki var þó tiltekið í umfjöllun FT í hvaða samhengi þessi viðurnefni voru tengd við eiganda Grímsstaða á Fjöllum. Í janúar 2017 greindi Fréttablaðið svo frá því að Ratcliffe vildi kaupa jarðir í Þistilfirði sem væru með veiðirétt í Hafralónsá. Að ánni liggja fimmtán jarðir og kom fram í Fréttablaðinu að tilraunir Ratcliffe til jarðarkaupanna hefðu leitt til deilumál innan sveitarinnar og jafnvel innan fjölskyldna.Á enn 60 prósent í Ineos Í frétt Guardian kemur fram að Ratcliffe hafi alist upp í félagslegu húsnæði ekki langt frá Manchester. Hann stofnaði Ineos árið 1998 og á enn 60 prósenta hlut í fyrirtækinu sem skilað 2,2 milljörðum punda í hagnað á síðasta ári. Ineos hyggur á vinnslu á jarðgasi með svokölluðu bergbroti (e. fracking) víða um Bretland en slík vinnsla er vægast sagt umdeild aðferð við orkuöflun. Hefur áformum Ineos verið mótmælt í Bretlandi og mótmælendur meðal annars brugðið á það ráð í aðgerðum sínum að leggjast fyrir framan vinnuvélar fyrirtækisins. Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Breski auðkýfingurinn vill varpa ljósi á hvað fyrir honum vakir Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. 19. apríl 2017 16:19 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. Auðæfi hans eru nú metin á 21 milljarð punda, en voru í fyrra metin á 15 milljarða punda. Aukin auðæfi hans eru rakin til þess að virði efnaframleiðslufyrirtækis hans, Ineos Group Limited, hefur hækkað á milli ár. 21 milljarður punda samsvarar tæpum þrjú þúsundum milljörðum króna. Kaup Ratcliffe á Grímsstöðum á Fjöllum og jörðum í Vopnafirði, sem liggja við gjöfular laxveiðiár, vöktu talsverða athygli á sínum tíma.Mikil umsvif efnaframleiðslurisa Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi var uppgefin ástæða Ratcliffe fyrir kaupunum en vegna umsvifa Ineos hafa erlendir fjölmiðlar í gegnum tíðina efast um að umhverfismál séu Ratcliffe sérstaklega hugleikin en fyrirtækið er efnaframleiðslurisi með starfsemi í öllum heimshlutum. Fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins um Ratcliffe í lok árs 2016 þegar nýlega hafði verið greint frá kaupum hans á Grímsstöðum að hann virtist vera hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi þar sem lítið bæri á honum persónulega öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Þá sagði jafnframt í umfjöllun Fréttablaðsins að Ratcliffe væri lýst sem hlédrægum og dulum í bandaríska blaðinu Financial Times.Kínverjin Huang Nubo hafði augastað á Grímsstöðum á Fjöllum en stjórnvöld bönnuðu kaup hans á sínum tíma. Nokkrum árum síðar keypti Jim Ratcliffe jörðina.vísir/pjeturJR og Dr. No Þar hefði einnig komið fram að Ratcliffe hafi verið kallaður JR eftir þekktri persónu úr sápuóperunni Dallas auk þess sem Dr. No hefur verið tengt við hann, og þar með vísað í eitt þekktasta illmenni kvikmyndasögunnar. Ekki var þó tiltekið í umfjöllun FT í hvaða samhengi þessi viðurnefni voru tengd við eiganda Grímsstaða á Fjöllum. Í janúar 2017 greindi Fréttablaðið svo frá því að Ratcliffe vildi kaupa jarðir í Þistilfirði sem væru með veiðirétt í Hafralónsá. Að ánni liggja fimmtán jarðir og kom fram í Fréttablaðinu að tilraunir Ratcliffe til jarðarkaupanna hefðu leitt til deilumál innan sveitarinnar og jafnvel innan fjölskyldna.Á enn 60 prósent í Ineos Í frétt Guardian kemur fram að Ratcliffe hafi alist upp í félagslegu húsnæði ekki langt frá Manchester. Hann stofnaði Ineos árið 1998 og á enn 60 prósenta hlut í fyrirtækinu sem skilað 2,2 milljörðum punda í hagnað á síðasta ári. Ineos hyggur á vinnslu á jarðgasi með svokölluðu bergbroti (e. fracking) víða um Bretland en slík vinnsla er vægast sagt umdeild aðferð við orkuöflun. Hefur áformum Ineos verið mótmælt í Bretlandi og mótmælendur meðal annars brugðið á það ráð í aðgerðum sínum að leggjast fyrir framan vinnuvélar fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Breski auðkýfingurinn vill varpa ljósi á hvað fyrir honum vakir Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. 19. apríl 2017 16:19 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45
Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00
Breski auðkýfingurinn vill varpa ljósi á hvað fyrir honum vakir Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. 19. apríl 2017 16:19