Simpson jafnaði vallarmetið og leiðir með fimm höggum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. maí 2018 08:56 Það lak allt ofan í hjá Simpson í gær vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson jafnaði vallarmetið á Sawgrass vellinum þegar hann fór hringinn á 63 höggum á öðrum degi Players mótsins í golfi sem er hluti af PGA mótaröðinni. Hann leiðir mótið þegar keppni er hálfnuð. Simpson er á fimmtán höggum undir pari eftir fyrri hringina tvo og er með fimm högga forystu á Patrick Cantlay, Charl Schwartzel og Danny Lee í öðru sætinu.Add him to the list!@webbsimpson1 is the seventh player ever to shoot 63 at @THEPLAYERSChamp.#LiveUnderParpic.twitter.com/H15eZpkcMN — PGA TOUR (@PGATOUR) May 11, 2018 Tiger Woods komst í naumlega í gegnum niðurskurðinn á mótinu, niðurskurðarlínan var við eitt högg undir pari sem er skor Woods eftir tvo hringi. Hann fór hringinn í gær á 71 höggi, spilaði mjög stöðugt golf, fékk tvo fugla og einn skolla. Það voru engin smá nöfn í ráshóp með Woods, þeir Phil Mickelson og Rickie Fowler spiluðu með Woods og voru þeir kallaðir „ofurhópurinn.“ Woods var þó sá eini af þeim þremur sem komst í gegnum niðurskurðinn. Fowler, sem vann mótið 2015, lék einnig á 71 höggi í dag en þar sem hann fór fyrsta hringinn á 74 höggum endaði hann á einu höggi yfir pari og þarf að ljúka keppni. Mickelson átti hörmulegan dag á fimmtudag sem fór langt með að gera út um vonir hans og 73 högga hringur í gær tryggði það að hann hefði lokið keppni á samtals átta höggum yfir pari..@RickieFowler's ball got stuck in a tree. He tried just about EVERYTHING to get it back. pic.twitter.com/lF79LSQIRb — PGA TOUR (@PGATOUR) May 11, 2018 Norður-Írinn Rory McIlroy var að berjast við niðurskurðarlínunna á lokasprettinum í gærkvöld en endaði röngu megin við hana og mun ekki hefja leik í dag. Tvöfaldur skolli á 17. holu fór með vonir McIlroy en hann var á pari fyrir hana og því einu höggi undir pari samtals því hann fór fyrsta hring á 71 höggi. Hann náði ekki að vinna sér inn högg til baka á 18. braut og niðurstaðan samanlagt eitt högg yfir pari. Bein útsending frá þriðja degi mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Tengdar fréttir Tapaði Mickelson veðmáli? Phil Mickelson gat ekkert á Players-meistaramótinu í gær en þrátt fyrir það er lítið talað um spilamennsku hans. Það eru allir að tala um klæðnaðinn sem hann var í. 11. maí 2018 13:00 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson jafnaði vallarmetið á Sawgrass vellinum þegar hann fór hringinn á 63 höggum á öðrum degi Players mótsins í golfi sem er hluti af PGA mótaröðinni. Hann leiðir mótið þegar keppni er hálfnuð. Simpson er á fimmtán höggum undir pari eftir fyrri hringina tvo og er með fimm högga forystu á Patrick Cantlay, Charl Schwartzel og Danny Lee í öðru sætinu.Add him to the list!@webbsimpson1 is the seventh player ever to shoot 63 at @THEPLAYERSChamp.#LiveUnderParpic.twitter.com/H15eZpkcMN — PGA TOUR (@PGATOUR) May 11, 2018 Tiger Woods komst í naumlega í gegnum niðurskurðinn á mótinu, niðurskurðarlínan var við eitt högg undir pari sem er skor Woods eftir tvo hringi. Hann fór hringinn í gær á 71 höggi, spilaði mjög stöðugt golf, fékk tvo fugla og einn skolla. Það voru engin smá nöfn í ráshóp með Woods, þeir Phil Mickelson og Rickie Fowler spiluðu með Woods og voru þeir kallaðir „ofurhópurinn.“ Woods var þó sá eini af þeim þremur sem komst í gegnum niðurskurðinn. Fowler, sem vann mótið 2015, lék einnig á 71 höggi í dag en þar sem hann fór fyrsta hringinn á 74 höggum endaði hann á einu höggi yfir pari og þarf að ljúka keppni. Mickelson átti hörmulegan dag á fimmtudag sem fór langt með að gera út um vonir hans og 73 högga hringur í gær tryggði það að hann hefði lokið keppni á samtals átta höggum yfir pari..@RickieFowler's ball got stuck in a tree. He tried just about EVERYTHING to get it back. pic.twitter.com/lF79LSQIRb — PGA TOUR (@PGATOUR) May 11, 2018 Norður-Írinn Rory McIlroy var að berjast við niðurskurðarlínunna á lokasprettinum í gærkvöld en endaði röngu megin við hana og mun ekki hefja leik í dag. Tvöfaldur skolli á 17. holu fór með vonir McIlroy en hann var á pari fyrir hana og því einu höggi undir pari samtals því hann fór fyrsta hring á 71 höggi. Hann náði ekki að vinna sér inn högg til baka á 18. braut og niðurstaðan samanlagt eitt högg yfir pari. Bein útsending frá þriðja degi mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Tengdar fréttir Tapaði Mickelson veðmáli? Phil Mickelson gat ekkert á Players-meistaramótinu í gær en þrátt fyrir það er lítið talað um spilamennsku hans. Það eru allir að tala um klæðnaðinn sem hann var í. 11. maí 2018 13:00 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tapaði Mickelson veðmáli? Phil Mickelson gat ekkert á Players-meistaramótinu í gær en þrátt fyrir það er lítið talað um spilamennsku hans. Það eru allir að tala um klæðnaðinn sem hann var í. 11. maí 2018 13:00