Fær tvær milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg. Vísir/Stefán Eigendum hótelsins Black Pearl hefur verið gert að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrirtækisins tæpar tvær milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Töldu eigendur hótelsins að hann hefði haft hlutastörf sem samræmdust ekki hagsmunum þess. Umræddur starfsmaður hóf störf hjá Black Pearl í gestamóttöku í árslok 2014 en var sagt upp fyrirvaralaust í september 2016. Ástæðan var sú að maðurinn hafði sést nota annað tölvupóstfang en vinnunnar og að hann hefði verið í samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Tripical. Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis hafði áður starfað hjá Black Pearl en eigendur hótelsins vildu engin samskipti við Tripical eftir að framkvæmdastjórinn hvarf frá hótelinu. Eigendur hótelsins töldu starfsmanninn hafa brotið gegn ákvæði ráðningarsamnings síns sem kvað á um að hann ætti að helga vinnuveitanda „óskiptan vinnutíma sinn, athygli og framlag“. Það hefði hann ekki gert þegar hann sinnti eigin fyrirtækjum á vinnutíma hjá hótelinu. Þá hefði einnig falist trúnaðarbrot í því að vera í samskiptum við Tripical þrátt fyrir fyrirmæli þess efnis að svo skyldi ekki gert. Einnig hefði starfsmaðurinn vísað á önnur hótel en hjá „Kalla í Pelsinum“ en þangað átti starfsfólk að vísa gestum væri Black Pearl uppbókað. Hótelið rifti ráðningarsamningi við manninn og taldi sig ekki þurfa að greiða honum laun í uppsagnarfresti. Héraðsdómur féllst ekki á að fyrir lægju ástæður sem réttlættu fyrirvaralausa uppsögn án launa í uppsagnarfresti. Því var fallist á kröfu starfsmannsins. Hótelið þarf einnig að greiða honum 900 þúsund í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Sjá meira
Eigendum hótelsins Black Pearl hefur verið gert að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrirtækisins tæpar tvær milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Töldu eigendur hótelsins að hann hefði haft hlutastörf sem samræmdust ekki hagsmunum þess. Umræddur starfsmaður hóf störf hjá Black Pearl í gestamóttöku í árslok 2014 en var sagt upp fyrirvaralaust í september 2016. Ástæðan var sú að maðurinn hafði sést nota annað tölvupóstfang en vinnunnar og að hann hefði verið í samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Tripical. Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis hafði áður starfað hjá Black Pearl en eigendur hótelsins vildu engin samskipti við Tripical eftir að framkvæmdastjórinn hvarf frá hótelinu. Eigendur hótelsins töldu starfsmanninn hafa brotið gegn ákvæði ráðningarsamnings síns sem kvað á um að hann ætti að helga vinnuveitanda „óskiptan vinnutíma sinn, athygli og framlag“. Það hefði hann ekki gert þegar hann sinnti eigin fyrirtækjum á vinnutíma hjá hótelinu. Þá hefði einnig falist trúnaðarbrot í því að vera í samskiptum við Tripical þrátt fyrir fyrirmæli þess efnis að svo skyldi ekki gert. Einnig hefði starfsmaðurinn vísað á önnur hótel en hjá „Kalla í Pelsinum“ en þangað átti starfsfólk að vísa gestum væri Black Pearl uppbókað. Hótelið rifti ráðningarsamningi við manninn og taldi sig ekki þurfa að greiða honum laun í uppsagnarfresti. Héraðsdómur féllst ekki á að fyrir lægju ástæður sem réttlættu fyrirvaralausa uppsögn án launa í uppsagnarfresti. Því var fallist á kröfu starfsmannsins. Hótelið þarf einnig að greiða honum 900 þúsund í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Sjá meira