Manneskjan er alltaf söm við sig á öllum aldri Magnús Guðmundsson skrifar 12. maí 2018 10:00 Kristján Þórður segir að það sé alltaf sérstök og skemmtileg stemning á útskriftarsýningum leiklistarnema. Vísir/Eyþór Aðfaranótt kallast nýtt íslenskt leikrit sem var frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Verkið er skrifað sérstaklega fyrir útskriftarárgang nemenda á leikarabraut í Listaháskóla Íslands en leikstjórn er í höndum Unu Þorleifsdóttur. Höfundur verksins er Kristján Þórður Hrafnsson, en hann á að baki fjölda skáldverka, leikrit, ljóðabækur og skáldsögur og segir að í árslok 2016 hafi hann rekið augun í auglýsingu þar sem kallað var eftir hugmyndum að útskriftarverki. „Ég átti í fórum mínum hugmynd sem ég sá að gæti fallið mjög vel að þessari samkeppni og fannst spennandi að þarna ætti að skrifa fyrir hóp af ungu fólki. Þannig að ég sendi hugmyndina inn, hún bar sigur úr býtum og í kjölfarið settist ég niður og byrjaði að skrifa þetta leikrit.“Spennandi áskorun Kristján Þórður segir að leikritið fjalli um hóp af ungum manneskjum en leiðir þeirra liggi saman fyrir tilviljun eitt laugardagsköld á skemmtistað í Reykjavík. „Það kemur fljótt í ljós að þarna eru ýmis óuppgerð mál, væntingar, langanir, þrár og líka innibyrgð reiði. Þarna fer í gang atburðarás með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það má kannski segja að þetta leikrit sé ákveðin rannsókn á árásargirninni í manninum og hvernig hún getur tekið á sig ólíkar myndir. Hvernig hún getur birst í bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi og leitað útrásar í gegnum ögranir, húmor, yfirlýsingagleði, öfgafulla framkomu eða skoðanir. Ég er svona að leitast við að skoða þennan þátt í manneskjunni. Síðasta leikrit mitt, Fyrir framan annað fólk, var frekar kómískt verk en þetta er aftur á móti líklega harkalegasta leikrit sem ég hef skrifað. Þrátt fyrir að ég bindi vonir við að það sé töluverður húmor í því líka.“Kristján Þórður Hrafsson, leikskáldAðspurður um það hvernig sé að vinna með svo ungum hópi leikara sem er eðli málsins samkvæmt lítt reyndur, segir Kristján Þórður að það sé ekki mikill munur á því og að vinna með margreyndum leikurum. „Mitt verkefni er að skapa áhugaverðar persónur og láta söguna tvinnast saman. Sérstaða þessa verks er sú að það fjallar alfarið um ungar manneskjur. Ég reyndi að gæta þess að vægið á milli hlutverkanna væri sem jafnast. Slíkt er spennandi áskorun þegar skrifað er fyrir svona stóran hóp því ég reyni að nálgast þetta þannig að allt séu þetta ákveðin aðalhlutverk.“Þegar hömlurnar bresta Útskriftarsýningar leiklistarnema LHÍ hafa ávallt dálítið sérstakt yfirbragð sem er tilkomið af þessu, að hópur ungra leikara er að kynna sig inn í heim atvinnuleikhússins á Íslandi. Kristján Þórður tekur undir þetta og segir að þarna sé á ferðinni hópur mjög hæfileikaríkra ungmenna sem eru í þann mund að ljúka þessu námi. „Þau eru búin að vera að stunda þetta nám í þrjú ár og fá þarna ákveðið tækifæri til þess að kynna sig. Sjálfur sótti ég sýningar gamla Nemendaleikhússins á sínum tíma og svo útskriftarárgangsins eftir að leiklistarskólinn varð hluti af Listaháskólanum og mér hefur alltaf þótt mjög gaman að fara á þessar sýningar. Þarna eru listamenn framtíðarinnar að stíga út í leikhúsheiminn og það er stór viðburður. Þarna er alltaf mjög sérstök og skemmtileg stemning og það fylgir þessu ákveðin orka, kraftur æskunnar. Ég tók vissulega mið af því þegar ég var að skrifa og reyndi að fjalla um samskiptamynstur sem maður sér stundum hjá ungu fólki. En svo er nú manneskjan alltaf söm við sig á öllum aldri.“ Eins og svo mörg skáld sem skrifa fyrir leikhús þá er Kristján Þórður með rætur í ljóðlistinni og hann segir að þarna sé á vissan hátt stutt á milli. „Það er eitthvað við hvernig bæði þessi form krefjast ákveðinnar samþjöppunar. Það sem hrífur mig við bæði ljóðið og leikritið er að maður þarf að mæta ákveðnum formkröfum. Þarna er líka hægt að leika sér talsvert að ákveðinni tilfinningatjáningu og leika sér með sambland raunsæis og óraunsæis. Leikhúsið getur þannig verið rétt eins og ljóðlistin mjög nærgöngult form. Ég hef í mínum verkum haft mikinn áhuga á því að rannsaka innra líf fólks og tilfinningalega togstreitu og þetta verk er um það. Það fjallar um þessar órökréttu, hömlulausu hvatir sem blunda innra með manneskjunni og geta brotist út og tekið á sig ýmsar birtingarmyndir við ólíkar kringumstæður. Hvernig bældur sársauki getur leitað að útrás, ekki síst þegar fólk er samankomið í næturlífinu og áfengi er haft um hönd og hömlurnar bresta.“ Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Aðfaranótt kallast nýtt íslenskt leikrit sem var frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Verkið er skrifað sérstaklega fyrir útskriftarárgang nemenda á leikarabraut í Listaháskóla Íslands en leikstjórn er í höndum Unu Þorleifsdóttur. Höfundur verksins er Kristján Þórður Hrafnsson, en hann á að baki fjölda skáldverka, leikrit, ljóðabækur og skáldsögur og segir að í árslok 2016 hafi hann rekið augun í auglýsingu þar sem kallað var eftir hugmyndum að útskriftarverki. „Ég átti í fórum mínum hugmynd sem ég sá að gæti fallið mjög vel að þessari samkeppni og fannst spennandi að þarna ætti að skrifa fyrir hóp af ungu fólki. Þannig að ég sendi hugmyndina inn, hún bar sigur úr býtum og í kjölfarið settist ég niður og byrjaði að skrifa þetta leikrit.“Spennandi áskorun Kristján Þórður segir að leikritið fjalli um hóp af ungum manneskjum en leiðir þeirra liggi saman fyrir tilviljun eitt laugardagsköld á skemmtistað í Reykjavík. „Það kemur fljótt í ljós að þarna eru ýmis óuppgerð mál, væntingar, langanir, þrár og líka innibyrgð reiði. Þarna fer í gang atburðarás með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það má kannski segja að þetta leikrit sé ákveðin rannsókn á árásargirninni í manninum og hvernig hún getur tekið á sig ólíkar myndir. Hvernig hún getur birst í bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi og leitað útrásar í gegnum ögranir, húmor, yfirlýsingagleði, öfgafulla framkomu eða skoðanir. Ég er svona að leitast við að skoða þennan þátt í manneskjunni. Síðasta leikrit mitt, Fyrir framan annað fólk, var frekar kómískt verk en þetta er aftur á móti líklega harkalegasta leikrit sem ég hef skrifað. Þrátt fyrir að ég bindi vonir við að það sé töluverður húmor í því líka.“Kristján Þórður Hrafsson, leikskáldAðspurður um það hvernig sé að vinna með svo ungum hópi leikara sem er eðli málsins samkvæmt lítt reyndur, segir Kristján Þórður að það sé ekki mikill munur á því og að vinna með margreyndum leikurum. „Mitt verkefni er að skapa áhugaverðar persónur og láta söguna tvinnast saman. Sérstaða þessa verks er sú að það fjallar alfarið um ungar manneskjur. Ég reyndi að gæta þess að vægið á milli hlutverkanna væri sem jafnast. Slíkt er spennandi áskorun þegar skrifað er fyrir svona stóran hóp því ég reyni að nálgast þetta þannig að allt séu þetta ákveðin aðalhlutverk.“Þegar hömlurnar bresta Útskriftarsýningar leiklistarnema LHÍ hafa ávallt dálítið sérstakt yfirbragð sem er tilkomið af þessu, að hópur ungra leikara er að kynna sig inn í heim atvinnuleikhússins á Íslandi. Kristján Þórður tekur undir þetta og segir að þarna sé á ferðinni hópur mjög hæfileikaríkra ungmenna sem eru í þann mund að ljúka þessu námi. „Þau eru búin að vera að stunda þetta nám í þrjú ár og fá þarna ákveðið tækifæri til þess að kynna sig. Sjálfur sótti ég sýningar gamla Nemendaleikhússins á sínum tíma og svo útskriftarárgangsins eftir að leiklistarskólinn varð hluti af Listaháskólanum og mér hefur alltaf þótt mjög gaman að fara á þessar sýningar. Þarna eru listamenn framtíðarinnar að stíga út í leikhúsheiminn og það er stór viðburður. Þarna er alltaf mjög sérstök og skemmtileg stemning og það fylgir þessu ákveðin orka, kraftur æskunnar. Ég tók vissulega mið af því þegar ég var að skrifa og reyndi að fjalla um samskiptamynstur sem maður sér stundum hjá ungu fólki. En svo er nú manneskjan alltaf söm við sig á öllum aldri.“ Eins og svo mörg skáld sem skrifa fyrir leikhús þá er Kristján Þórður með rætur í ljóðlistinni og hann segir að þarna sé á vissan hátt stutt á milli. „Það er eitthvað við hvernig bæði þessi form krefjast ákveðinnar samþjöppunar. Það sem hrífur mig við bæði ljóðið og leikritið er að maður þarf að mæta ákveðnum formkröfum. Þarna er líka hægt að leika sér talsvert að ákveðinni tilfinningatjáningu og leika sér með sambland raunsæis og óraunsæis. Leikhúsið getur þannig verið rétt eins og ljóðlistin mjög nærgöngult form. Ég hef í mínum verkum haft mikinn áhuga á því að rannsaka innra líf fólks og tilfinningalega togstreitu og þetta verk er um það. Það fjallar um þessar órökréttu, hömlulausu hvatir sem blunda innra með manneskjunni og geta brotist út og tekið á sig ýmsar birtingarmyndir við ólíkar kringumstæður. Hvernig bældur sársauki getur leitað að útrás, ekki síst þegar fólk er samankomið í næturlífinu og áfengi er haft um hönd og hömlurnar bresta.“
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira