Ertu Tryggvi eða Thor? Sif Sigmarsdóttir skrifar 12. maí 2018 09:15 Sagan. Hún er oft víti til varnaðar. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér auglýsingu á dögunum þar sem rifjað er upp efnahagslegt ógnarástand „ólgu- og átakaáranna“ milli 1970 og 1990. „Á ólgu- og átakaárunum hækkuðu laun um allt að 55% á ári,“ segir í auglýsingunni. „Á sama tíma stóð kaupmátturinn í stað eða minnkaði. Kauphækkanir skiluðu litlu. Gengisfellingar og aðrar stjórnvaldsaðgerðir, óðaverðbólga, vextir og ýmis fórnarkostnaður átu jafnharðan krónurnar sem höfðust upp úr verkföllum og vopnaskaki.“ Ekki verður annað séð en að auglýsingin sé til þess gerð að letja félagsfólk ASÍ til að svara kalli formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar, sem boðaði „skæruverkföll“ í ræðu 1. maí. „Ef við verðum ekki farin að sjá til sólar um næstu áramót um mikilvægar kerfisbreytingar,“ sagði Ragnar, „munum við hefja aðgerðir.“ ASÍ hefur á réttu að standa. Enginn er bættari hverfum við aftur til óðaverðbólguáranna. En fyrst ASÍ býður okkur nú í vegferð um söguna er rétt að staldra við víðar.Billjarðstofa og vínkjallari Svona voru laun á Íslandi á heimastjórnartímabilinu: Hannes Hafstein, ráðherra: 8.000 krónur; skrifstofustjórar í Stjórnarráðinu: 3.500 krónur; Emil Schou, bankastjóri Íslandsbanka: 8.000 krónur; bókarar í Íslandsbanka: 1.800 krónur; trésmiðir: 1.500 krónur; verkamenn: 500 krónur; verkakonur: 250 krónur. Rithöfundurinn Tryggvi Emilsson fæddist við upphaf 20. aldar. Í bók sinni Fátækt fólk lýsir hann íbúð sem fjölskylda hans bjó í á Akureyri þegar hann var barn: „Ekki var þetta stórt í sniðum, eitt herbergi undir súð og aðgangur að eldhúsi þar sem önnur hjón barnmörg áttu sitt matborð … Engin upphitun var í húsinu nema frá eldavélinni … Engin hurð var á dyrum … [A]llt vatn [var] sótt í brunn sem margir jusu úr. Allt skólp og annar úrgangur var borinn út í fjöru.“ Um sama leyti reisti athafnamaðurinn Thor Jensen sér hús við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík. Var húsið byggt í ítölskum villustíl, skreytt klassísku skrauti og súlum. Í því voru 15 herbergi auk eldhúss. Þar var billjarðstofa og vínkjallari. Þó að hvorki væri komin rafveita né vatnsveita í Reykjavík þegar húsið var byggt var bæði rennandi vatn og rafmótor til lýsingar í húsinu.Ógnin við stöðugleikann Í lok þessa árs losna 79 kjarasamningar. Það er því varla tilviljun að mörgum verður nú tíðrætt um hinn svo kallaða stöðugleika. Virðist ýmsum þykja Ragnar Þór Ingólfsson ein helsta ógnin við stöðugleikann. En er það svo? Ímyndum okkur að við horfum á hús sem kviknað er í. Augljósasta birtingarmynd aðsteðjandi eyðileggingar er ólgandi reykjarmökkur sem streymir út um gluggana. Ef við vissum ekki betur mætti draga þá ályktun að reykurinn væri vandamálið, ef við gætum blásið honum burt væri hættan frá. En við vitum öll að rót vandans er ekki reykurinn heldur eldurinn sem leynist inni í húsinu. Reykurinn er aðeins vísbending um að eitthvað sé að. Í síðustu viku létu 20 þjónustufulltrúar Hörpu af störfum. Ástæðan var sú að á sama tíma og þjónustufulltrúarnir tóku á sig launalækkun vegna erfiðs rekstrar hússins fékk forstjóri Hörpu launahækkun. Ragnar Þór Ingólfsson er ekki bálið sem svíður íslenskt samfélag; Ragnar Þór er reykurinn. Eyðileggingaröflin, eldurinn sem ógnar stöðugleikanum, eru þeir fáu sem eiga allt og heimta stöðugt meira. Hörpumálið er smækkuð en hárnákvæm útgáfa af því sem nú á sér stað í íslensku samfélagi: Þeir sem lægst hafa launin eiga að halda sig á mottunni og gæta stöðugleikans á meðan topparnar maka krókinn sama hvernig sigling skútunnar gengur. Auðvitað vill enginn hverfa aftur til tíma ólgu og óðaverðbólgu. En við viljum heldur ekki hverfa aftur til tíma þar sem sumir búa eins og Tryggvi Emilsson og sumir eins og Thor Jensen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Sagan. Hún er oft víti til varnaðar. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér auglýsingu á dögunum þar sem rifjað er upp efnahagslegt ógnarástand „ólgu- og átakaáranna“ milli 1970 og 1990. „Á ólgu- og átakaárunum hækkuðu laun um allt að 55% á ári,“ segir í auglýsingunni. „Á sama tíma stóð kaupmátturinn í stað eða minnkaði. Kauphækkanir skiluðu litlu. Gengisfellingar og aðrar stjórnvaldsaðgerðir, óðaverðbólga, vextir og ýmis fórnarkostnaður átu jafnharðan krónurnar sem höfðust upp úr verkföllum og vopnaskaki.“ Ekki verður annað séð en að auglýsingin sé til þess gerð að letja félagsfólk ASÍ til að svara kalli formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar, sem boðaði „skæruverkföll“ í ræðu 1. maí. „Ef við verðum ekki farin að sjá til sólar um næstu áramót um mikilvægar kerfisbreytingar,“ sagði Ragnar, „munum við hefja aðgerðir.“ ASÍ hefur á réttu að standa. Enginn er bættari hverfum við aftur til óðaverðbólguáranna. En fyrst ASÍ býður okkur nú í vegferð um söguna er rétt að staldra við víðar.Billjarðstofa og vínkjallari Svona voru laun á Íslandi á heimastjórnartímabilinu: Hannes Hafstein, ráðherra: 8.000 krónur; skrifstofustjórar í Stjórnarráðinu: 3.500 krónur; Emil Schou, bankastjóri Íslandsbanka: 8.000 krónur; bókarar í Íslandsbanka: 1.800 krónur; trésmiðir: 1.500 krónur; verkamenn: 500 krónur; verkakonur: 250 krónur. Rithöfundurinn Tryggvi Emilsson fæddist við upphaf 20. aldar. Í bók sinni Fátækt fólk lýsir hann íbúð sem fjölskylda hans bjó í á Akureyri þegar hann var barn: „Ekki var þetta stórt í sniðum, eitt herbergi undir súð og aðgangur að eldhúsi þar sem önnur hjón barnmörg áttu sitt matborð … Engin upphitun var í húsinu nema frá eldavélinni … Engin hurð var á dyrum … [A]llt vatn [var] sótt í brunn sem margir jusu úr. Allt skólp og annar úrgangur var borinn út í fjöru.“ Um sama leyti reisti athafnamaðurinn Thor Jensen sér hús við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík. Var húsið byggt í ítölskum villustíl, skreytt klassísku skrauti og súlum. Í því voru 15 herbergi auk eldhúss. Þar var billjarðstofa og vínkjallari. Þó að hvorki væri komin rafveita né vatnsveita í Reykjavík þegar húsið var byggt var bæði rennandi vatn og rafmótor til lýsingar í húsinu.Ógnin við stöðugleikann Í lok þessa árs losna 79 kjarasamningar. Það er því varla tilviljun að mörgum verður nú tíðrætt um hinn svo kallaða stöðugleika. Virðist ýmsum þykja Ragnar Þór Ingólfsson ein helsta ógnin við stöðugleikann. En er það svo? Ímyndum okkur að við horfum á hús sem kviknað er í. Augljósasta birtingarmynd aðsteðjandi eyðileggingar er ólgandi reykjarmökkur sem streymir út um gluggana. Ef við vissum ekki betur mætti draga þá ályktun að reykurinn væri vandamálið, ef við gætum blásið honum burt væri hættan frá. En við vitum öll að rót vandans er ekki reykurinn heldur eldurinn sem leynist inni í húsinu. Reykurinn er aðeins vísbending um að eitthvað sé að. Í síðustu viku létu 20 þjónustufulltrúar Hörpu af störfum. Ástæðan var sú að á sama tíma og þjónustufulltrúarnir tóku á sig launalækkun vegna erfiðs rekstrar hússins fékk forstjóri Hörpu launahækkun. Ragnar Þór Ingólfsson er ekki bálið sem svíður íslenskt samfélag; Ragnar Þór er reykurinn. Eyðileggingaröflin, eldurinn sem ógnar stöðugleikanum, eru þeir fáu sem eiga allt og heimta stöðugt meira. Hörpumálið er smækkuð en hárnákvæm útgáfa af því sem nú á sér stað í íslensku samfélagi: Þeir sem lægst hafa launin eiga að halda sig á mottunni og gæta stöðugleikans á meðan topparnar maka krókinn sama hvernig sigling skútunnar gengur. Auðvitað vill enginn hverfa aftur til tíma ólgu og óðaverðbólgu. En við viljum heldur ekki hverfa aftur til tíma þar sem sumir búa eins og Tryggvi Emilsson og sumir eins og Thor Jensen.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun