Kynferðisbrotin í sumarbústað, bíl og heimili barna en mest á heimili fulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 16:03 Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag og neitar stuðningsfulltrúinn sök. Vísir/GVA Stuðningsfulltrúi á fimmtugsaldri sem ákærður er fyrir að nauðgað þremur drengjum og einni stúlku þegar þau voru á aldrinum sjö til fjórtán ára braut aðallega á börnunum á heimili sínu en sömuleiðis á heimili þeirra, í sumarbústað og í bíl. Fórnarlömbin fara samanlagt fram á 13 milljónir króna í miskabætur frá manninum. Stuðningsfulltrúinn starfaði lengi hjá Barnavernd Reykjavíkur en hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar. Hann var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem hann neitaði sök í málinu. Fyrirhugað er að aðalmeðferð í málinu fari fram um mánaðarmótin en þinghald í málinu er lokað. Auk þeirra fjögurra brotaþola í málinu, sem fulltrúinn er ákærður fyrir að hafa brotið á, eru fleiri meint brot mannsins enn til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafði fulltrínn verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn andlega fötluðum fullorðnum manni en fallið var frá þeim lið ákærunnar. Trúað fyrir kennslu og uppeldi Stuðningsfulltrúinn er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dreng frá því hann var sjö ára og þar til hann varð 13 ára gamall. Nýtti fulltrúinn yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem fjölskylduvinur. Honum hafði verið trúað fyrir kennslu og uppeldi drengsins. Er fulltrúinn sakaður um að hafa beit hann ofbeldi og sumpart notfært sér ástand hans með því að hafa brotið á drengnum í rúmi fulltrúans þar sem drengurinn gisti á aldrinum 7-13 ára. Sömuleiðis brotið á honum við 12 til 13 ára aldur í bíl á leið í útilegu, í útilegu og á skrifstofu sinni. Brotaþoli í málinu fer fram á átta milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Átti að gæta stúlkunnar Stuðningsfulltrúinn er einnig ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot í tilfellli stúlku sem gisti í rúmi fulltrúans á heimili hans þegar hún var á aldrinum sjö til tíu ára. Tók stuðningsfulltrúinn sér það hlutverk að gæta stúlkunnar fyrir foreldra hennar en hann var fjölskylduvinur. Á hann að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum svefndrunga. Brotaþoli í málinu fer fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Brot í sumarbústað Stuðningsfulltrúinn er sömuleiðis ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot á öðrum dreng frá því sá var sex til 12/13 ára gamall. Hafði honum verið trúað fyrir drengnum til kennslu og uppeldis en hann er sakaður um að hafa brotið á piltinum í fjölda skipta á heimili fultrúans, sömuleiðis einu sinni á heimili drengsins og einnig í sumarhúsi. Fer pilturinn fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá er fulltrúinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn fjórða drengnum þegar hann var 13 eða 14 ára gamall. Gisti hann í rúmi fulltrúans sem er sakaður um að hafa beitt ólögmætri nauðung, sem fólst í aldurs-, þroska- og aðstöðumun og yfirburðum fulltrúans gagnvart piltinum sem átti traust hans og trúnað. Fer pilturinn fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Stuðningsfulltrúi á fimmtugsaldri sem ákærður er fyrir að nauðgað þremur drengjum og einni stúlku þegar þau voru á aldrinum sjö til fjórtán ára braut aðallega á börnunum á heimili sínu en sömuleiðis á heimili þeirra, í sumarbústað og í bíl. Fórnarlömbin fara samanlagt fram á 13 milljónir króna í miskabætur frá manninum. Stuðningsfulltrúinn starfaði lengi hjá Barnavernd Reykjavíkur en hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar. Hann var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem hann neitaði sök í málinu. Fyrirhugað er að aðalmeðferð í málinu fari fram um mánaðarmótin en þinghald í málinu er lokað. Auk þeirra fjögurra brotaþola í málinu, sem fulltrúinn er ákærður fyrir að hafa brotið á, eru fleiri meint brot mannsins enn til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hafði fulltrínn verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn andlega fötluðum fullorðnum manni en fallið var frá þeim lið ákærunnar. Trúað fyrir kennslu og uppeldi Stuðningsfulltrúinn er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dreng frá því hann var sjö ára og þar til hann varð 13 ára gamall. Nýtti fulltrúinn yfirburði sína gagnvart drengnum og traust hans og trúnað sem fjölskylduvinur. Honum hafði verið trúað fyrir kennslu og uppeldi drengsins. Er fulltrúinn sakaður um að hafa beit hann ofbeldi og sumpart notfært sér ástand hans með því að hafa brotið á drengnum í rúmi fulltrúans þar sem drengurinn gisti á aldrinum 7-13 ára. Sömuleiðis brotið á honum við 12 til 13 ára aldur í bíl á leið í útilegu, í útilegu og á skrifstofu sinni. Brotaþoli í málinu fer fram á átta milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Átti að gæta stúlkunnar Stuðningsfulltrúinn er einnig ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot í tilfellli stúlku sem gisti í rúmi fulltrúans á heimili hans þegar hún var á aldrinum sjö til tíu ára. Tók stuðningsfulltrúinn sér það hlutverk að gæta stúlkunnar fyrir foreldra hennar en hann var fjölskylduvinur. Á hann að hafa notfært sér að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum svefndrunga. Brotaþoli í málinu fer fram á 1,5 milljón króna í miskabætur. Brot í sumarbústað Stuðningsfulltrúinn er sömuleiðis ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot á öðrum dreng frá því sá var sex til 12/13 ára gamall. Hafði honum verið trúað fyrir drengnum til kennslu og uppeldis en hann er sakaður um að hafa brotið á piltinum í fjölda skipta á heimili fultrúans, sömuleiðis einu sinni á heimili drengsins og einnig í sumarhúsi. Fer pilturinn fram á þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá er fulltrúinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn fjórða drengnum þegar hann var 13 eða 14 ára gamall. Gisti hann í rúmi fulltrúans sem er sakaður um að hafa beitt ólögmætri nauðung, sem fólst í aldurs-, þroska- og aðstöðumun og yfirburðum fulltrúans gagnvart piltinum sem átti traust hans og trúnað. Fer pilturinn fram á 1,5 milljón króna í miskabætur.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum og andlega fötluðum karlmanni. 11. maí 2018 12:05